Þetta notaði Hildur á rauða dreglinum

Hildur Guðnadóttir var glæsileg á Óskarsverðlaununum sem fram fóru um …
Hildur Guðnadóttir var glæsileg á Óskarsverðlaununum sem fram fóru um síðastliðna helgi. Hún var förðuð af Karim Sattar með vörum frá Dr. Hauschka. AFP

„Við hitt­umst á rauða dregl­in­um á Gold­en Globe-verðlaun­un­um og við náðum strax vel sam­an. Hún sagði mér að hún væri mik­ill aðdá­andi Dr. Hauschka og notaði vör­urn­ar mikið og ég sagði henni að ég elskaði tón­list­ina henn­ar. Eft­ir þessi fyrstu kynni höf­um við unnið sam­an,“ seg­ir Karim Satt­ar, alþjóðleg­ur förðun­ar­fræðing­ur snyrti- og húðvörumerk­is­ins Dr. Hauschka. Hann er maður­inn á bak við sér­lega fal­leg­ar farðanir Hild­ar Guðna­dótt­ur, tón­skálds, á verðlauna­hátíðunum sem fram hafa farið und­an­farið og nú síðast sá hann til þess að Hild­ur liti sem best út á Óskar­sverðlaun­un­um þar sem hún hlaut hin eft­ir­sóttu verðlaun fyrst Íslend­inga. 

Karim Sattar og Hildur Guðnadóttir eftir Golden Globe-verðlaunin.
Karim Satt­ar og Hild­ur Guðna­dótt­ir eft­ir Gold­en Globe-verðlaun­in.
Hildur og Sattar fyrir Grammy-verðlaunin.
Hild­ur og Satt­ar fyr­ir Grammy-verðlaun­in.

Um­hverf­is­mál og dýra­vernd skipta Hildi máli

Þegar kem­ur að förðun fyr­ir rauða dreg­il­inn skipt­ir máli að nota skot­held­ar snyrti­vör­ur. Yf­ir­leitt er ekki hugsað um mikið annað en að líta vel út Hild­ur lét ekki þar við sitja. „Hún er meðvituð um merk­in sem hún vinn­ur með þar sem um­hverf­is­mál og dýra­vernd skipta hana miklu máli,“ út­skýr­ir Satt­ar enda ekki oft sem nátt­úru­leg­ar snyrti­vör­ur verða fyr­ir val­inu fyr­ir kvöld á rauða dregl­in­um.

Dr. Hauschka þarf vart að kynna fyr­ir Íslend­ing­um enda hef­ur merkið notið mik­illa vin­sælda hér á landi um ár­araðir. Vör­urn­ar eru fram­leidd­ar af þýska nátt­úru­lyfja­fyr­ir­tæk­inu Wala, sem hef­ur fram­leitt nátt­úru­lyf frá ár­inu 1935, stofnað af efna­fræðingn­um dr. Rud­olf Hauschka. Árið 1962 leitaði hann til snyrti­fræðings að nafni Elisa­beth Sig­mund við að þróa snyrti­vör­ur sem byggðu á sama grunni og hug­mynda­fræði heild­rænn­ar hugs­un­ar, sem fram­leiðsla nátt­úru­lyfj­anna gerði. Hug­mynda­fræðin, ásamt hrein­um lífæn­um inni­halds­efn­um og sér­stakri rækt­un og meðhöndl­un jurt­anna, er það sem ger­ir Dr. Hauschka sér­stak­ar. Þar er byggt á þeirri hugs­un að mann­eskj­an sé heild og heil­brigði skapi feg­urð, vellíðan stuðli að fal­legu út­liti og heil­brigð húð sé sama og fal­leg húð óháð aldri.

Þess­ar vör­ur notaði Satt­ar á Hildi

Árið 1999 komu fyrstu snyrti­vör­ur Dr. Hauschka á markað en snyrti­vöru­lín­an var al­gjör­lega end­ur­hönnuð fyr­ir þrem­ur árum síðan og tókst sér­lega vel til. Ágæti snyrti­var­anna end­ur­spegl­ast á and­liti Hild­ar þar sem Satt­ar not­ar vör­urn­ar ein­göngu í förðunum sín­um. Við feng­um Satt­ar til að deila með les­end­um Smart­lands hvaða vör­ur frá Dr. Hauschka hann notaði á Hildi fyr­ir Óskar­sverðlaun­in. 

View this post on In­sta­gram

Gleðileg­an Hild­ar - dag 🎉🎊⠀ ⠀ Hild­ur setti nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar þegar að hún varð í gær fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að vinna Óskar­sverðlaun­in fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Joker 🎶⠀ ⠀ Karim Satt­ar, alþjóðleg­ur förðun­ar­fræðing­ur Dr. Hauschka, sá um förðun og stíl Hild­ar. Nátt­úru­leg feg­urð Hild­ar og ein­stök út­geisl­un henn­ar fengu svo sann­ar­lega að njóta sín 🖤 ⠀ ⠀ ☞ Förðun­ar­vör­urn­ar frá Dr. Hauschka fást á Elba.is og í Heilsu­hús­un­um Kringl­unni og Lág­múla⠀ ⠀ Á næstu dög­um mun­um við deila með ykk­ur hvaða vör­ur voru notaðar á Hildi.

A post shared by Dr Hauschka á Íslandi (@dr­hauschkais­land) on Feb 10, 2020 at 4:06am PST

Húðin og farði:

Húðin var fyrst und­ir­bú­in með Reju­venating Mask, Clarify­ing Face Toner, Eye Solace og að lok­um var Rose Day Cream Lig­ht borið á húð Hild­ar.

Rose Day Cream Light frá Dr. Hauschka var notað á …
Rose Day Cream Lig­ht frá Dr. Hauschka var notað á húð Hild­ar fyr­ir förðun­ina.

Næst var farðinn frá Dr. Hauschka í lit 01 notaður til að jafna húðlit­inn ásamt hylj­ar­an­um, fasta púðrinu og að lok­um Colour Cor­rect­ing Powder. 

Dr. Hauschka Foundation.
Dr. Hauschka Foundati­on.
Dr. Hauschka Concealer.
Dr. Hauschka Conceal­er.
Dr. Hauschka Colour Correcting Powder.
Dr. Hauschka Colour Cor­rect­ing Powder.

Kinna­lit­ur og sólar­púður:

Til að fá aukna hlýju í and­litið og mót­un notaði Satt­ar sólar­púðrið frá Dr. Hauschka ásamt kinna­litatvennu í lit 02. 

Dr. Hauschka Bronzing Powder.
Dr. Hauschka Bronz­ing Powder.
Dr. Hauschka Blush Duo í litnum Dewy Peach (02).
Dr. Hauschka Blush Duo í litn­um Dewy Peach (02).


Augn­förðun:

Satt­ar notaði augnskuggapall­ettu í litn­um Amet­hrine í augn­förðun Hild­ar ásamt stök­um augnskugga í litn­um Gold­en Quartz. Augn­blý­ant­ur í litn­um Taupe og varalita­blý­ant­ur í litn­um Mahog­any voru notaðir til að móta aug­un frek­ar ásamt fljót­andi augn­línufarða í lit 01 og að lok­um Volume Mascara á augn­hár­in. Auga­brún­irn­ar voru mótaðar með Eye & Brow Palette og Eye­brow & Lash Gel. 

Dr. Hauschka Eyeshadow Trio í litnum Amethrine (03).
Dr. Hauschka Eyes­hadow Trio í litn­um Amet­hrine (03).
Dr. Hauschka Eye & Brow Palette.
Dr. Hauschka Eye & Brow Palette.


Var­ir:

Á var­ir Hild­ar notaði Satt­ar fyrst varalita­blý­ant í lit 02 til að móta út­lín­ur þeirra og bar Sheer Lip­stick í lit 02 yfir þær. 

Dr. Hauschka Sheer Lipstick í litnum Rosanna (02).
Dr. Hauschka Sheer Lip­stick í litn­um Ros­anna (02).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda