Kórónu-jakkafötin viðeigandi í dag

„Fancy föstudagur“ á heimaskrifstofunni hjá Oddi.
„Fancy föstudagur“ á heimaskrifstofunni hjá Oddi. Ljósmynd/Aðsend

Eins og marg­ir um þess­ar mund­ir vinn­ur Odd­ur J. Jónas­son, for­stöðumaður flutn­ings- og þýðinga­deild­ar Stöðvar 2, heima. Til að halda and­an­um góðum á sinni deild hef­ur hann skipu­lagt þema­daga alla daga vik­unn­ar. Í dag var „Fancy Fri­day“ og því var viðeig­andi að klæða sig í Kór­ónu-jakka­föt frá síðustu öld. 

Jakka­föt­in fékk Odd­ur frá tengda­föður sín­um. Ein­hverj­ir ættu að kann­ast við Kór­ónu-jakka­föt­in en þau eru alls óskyld kór­ónu­veirunni. Kór­ónu-jakka­föt voru gríðarlega vin­sæl á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar. Aug­lýs­ing fyr­ir jakka­föt­in er kannski lands­mönn­um of­ar­lega í minni en leik­ar­inn Bessi Bjarna­son lék stór­leik í aug­lýs­ing­unni.

„Hann keypti sér þessi föt fyr­ir 40 árum eða árið 1981 á út­sölu­markaði á Skúla­göt­unni. Hann var að byrja að vinna í Seðlabank­an­um þá og vantaði fín föt fyr­ir vinn­una,“ seg­ir Odd­ur. Odd­ur seg­ir að föt­in hafi ef­laust verið að detta út tísku á þess­um tíma þar sem þau hafi verið kom­in á lag­erút­sölu. 

Odd­ur hef­ur leikið á als oddi síðustu vik­urn­ar og hafa þemu eins og hjól­hýsa­hyskisþema, '80-þema og buxna­laus dag­ur slegið í gegn.

Hann seg­ir að þema­dag­arn­ir hafi mælst vel fyr­ir í deild­inni hans og þau séu með lokað svæði þar sem þau deila mynd­um af sér í föt­um dags­ins. Þau hafa lagt mikið kapp á að „hitt­ast“ á net­inu til þess að viðhalda góðum anda.

Hjólhýsahyskisþema.
Hjól­hýsa­hyskisþema. Ljós­mynd/​Face­book

„Seinnipart­inn á föstu­dög­um hitt­umst við í „happy hour“ og spjöll­um sam­an. Síðan erum við með kaffi­stofufund einu sinni í viku þar sem við hitt­umst og drekk­um kaffi og spjöll­um, í stað þess að hver sitji í sínu horni,“ seg­ir Odd­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda