Svona setur þú brúnkukrem yfir farðann án þess að mistakast

Saknar þú sólarinnar og sumarsins?
Saknar þú sólarinnar og sumarsins? Ljósmynd/Unsplash

Er þig farið að þyrsta í sól og sum­aryl? Og ertu orðin grá og gugg­in eft­ir þenn­an langa vet­ur? Ef svo er þá gæti brúnkukrem gert eitt­hvað fyr­ir þig. 

Fólk skipt­ist í hópa, annaðhvort elsk­ar það brúnkukrem eða hat­ar. Ef þú elsk­ar brúnkukrem og hef­ur hingað til borið það á þig með hefðbundn­um hætti mæli ég inni­lega með því að þú próf­ir að úða því á þig yfir farða. 

Með því að setja það yfir farða frísk­ar það bara aðeins upp á út­litið og það er ör­lítið minna mál að bera það á sig. Þú þarft held­ur ekki að hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að það fari út um allt eða and­litið verði mislitt. 

Þú byrj­ar á að farða þig með þínum hætti og þegar þú ert al­veg til­bú­in dreg­urðu fram brúnkukremið og úðar yfir þig. Gott er að hafa stór­an bursta við hönd­ina og fara létt yfir and­litið á eft­ir með hon­um. 

Ef þú átt brúnkukrem frá Marc In­bane þá mæli ég með því að þú æfir þig í þessu um pásk­ana. Þegar þú ert búin að æfa þig get­urðu gert eins og Ásdís Ásgeirs­dótt­ir blaðamaður og ljós­mynd­ari og farið í frí inn í stofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda