Nokkrar leiðir til að massa húðina í mesta kuldanum

Íslend­ing­ar búa vel að því leyt­inu til að hí­býli lands­manna eru vel upp­hituð. Þegar kalt er í veðri verður húð okk­ar fyr­ir mikl­um hita­breyt­ing­um. Hita­breyt­ing­ar gera það að verk­um að húðin þorn­ar óvenju­mikið. Það er þó eng­in ástæða til að ör­vænta því við get­um gert ým­is­legt til þess að fá meiri raka í húðina. 

Dauðar húðfrum­ur safn­ast á yf­ir­borð húðar­inn­ar. Ef við los­um okk­ur ekki við þær verða þær eins og skel á efsta húðlag­inu. Þessu fylg­ir oft kláði, roði og pirr­ing­ur og svo geta húðhol­ur stífl­ast.

Vissu­lega veit­ir þessi skel okk­ur vörn en áferð húðar­inn­ar verður fín­legri og fal­legri ef við los­um okk­ur við hana.

Hydra Zen Yeux augnkremið er notað kvölds og morgna.
Hydra Zen Yeux augnkremið er notað kvölds og morgna.

Hvað get­um við gert til að fá mýkri og raka­fyllt­ari húð?

Mik­il­vægt er að hreinsa húðina mjög vel kvölds og morgna. Það er til­gangs­laust að bera á sig fín krem eða maska ef við erum ekki búin að þrífa húðina vel áður. Best er að setja krem strax á raka húðina og ef húðin er mjög þyrst og þarfn­ast meiri raka er hægt að setja fleiri lög af til dæm­is serumi á húðina. Það er mis­jafnt hversu mörg lög við vilj­um setja á okk­ur og verður hver og einn að ákveða sína rútínu. Mik­il­vægt er að hafa hyaluronic acid í krem­um og serumi og er það núorðið yf­ir­leitt í svona formúl­um. Hyaluronic acid fyr­ir­finnst nátt­úru­lega í húðinni en minnk­ar með ár­un­um. Um er að ræða raka­mól­ikúl sem get­ur haldið þyngd sinni 1.000 falt af raka. Dæmi um and­lits­vatn/​toner sem raka­fyll­ir vel er Tonic Con­fort, gott sem fyrsta skref á eft­ir hreins­un. Ef þú vilt raka­fylla húðina í botn þá koma and­lits­ma­skar eins og himna­send­ing.

Hydra Zen-kremið gefur mikinn raka.
Hydra Zen-kremið gef­ur mik­inn raka.

Gott að byrja á mild­um korna­maska eins og til dæm­is Rose sug­ar scrub, sem er mild­ur maski sem inni­held­ur syk­ur­korn sem losa vel um dauðar húðfrum­ur. Hann er bor­inn á hreina, raka húð og nuddaður var­lega í eina mín­útu, hann mynd­ar þægi­lega hita­til­finn­ingu á meðan hann er nuddaður og síðan hreinsaður af með volgu vatni. Má nota 2-3 svar í viku.

Eft­ir korna­maska er gott að setja rakamaska á húðina og ef þessi rútína er gerð að kvöldi til þá er upp­lagt að nota maska sem má sofa með til dæm­is Hydra Zen Jelly Mask en hann raka­fyll­ir sam­stund­is húðina og inni­held­ur meðal ann­ars hyaluronic acid, rósa­vatn og mor­inga-fræ. Ef ekki á að sofa með hann er hann lát­inn vera á húðinni í 15 mín­út­ur. Hann má nota 2-3 svar í viku.

Ann­ar maski sem gef­ur raka en hreins­ar líka er Rose Sor­bet Cryo-Mask, en aðal­stjarn­an í hon­um er Salicylic Acid sem heng­ir sig á húðfitu í húðhol­un­um og los­ar um á mild­an hátt. Hann inni­held­ur líka Hyaluronic Acid og gef­ur því raka. Best er að bera hann á hreina, þurra húð og láta hann vera á í fimm mín­út­ur.

Rose Sugar Scrub gefur mikinn raka.
Rose Sug­ar Scrub gef­ur mik­inn raka.

Hann hreins­ar, gef­ur raka, kæl­ir og frísk­ar húðina og best er að nota hann tvisvar í viku.

Þegar þú ert búin/​n að næra húðina vel með and­lits­mösk­um skipt­ir máli að nota gott næt­ur­krem. Þar kem­ur Hydra Zen til bjarg­ar. Í lín­unni eru krem fyr­ir all­ar húðgerðir og ættu því all­ir að geta fundið krem við sitt hæfi.

Hydra Zen Gel-cream er al­veg olíu­laust og hent­ar því blandaðri og feitri húð mjög vel og einnig húð með rós­roða en Hydra Zen-krem­in róa líka tauga­enda í húðinni og eru hugsuð líka fyr­ir viðkvæma, erta húð. Hydra Zen næt­ur­kremið end­ur­hleður húðina og róar á meðan við sof­um.

Hydra Zen augnkremið er notað kvölds og morgna, los­ar um þrota, minnk­ar dökka bauga, þreytu­merki og róar augnsvæðið.

Til þess að full­komna rak­ann er gott að úða á sig Rose Milk Mist sem inni­held­ur meðal ann­ars Hyaluronic Acid, rósa­vatn og fleira. Því má úða á sig hvenær sem er og eins oft og þurfa þykir, und­ir og/​eða yfir farða. Frá­bært t.d. í flugi eða bara á rauðu ljósi.

Rose Sorbet Cryo-Mask.
Rose Sor­bet Cryo-Mask.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda