Svona krullar þú hárið á fimm mínútum

Er hægt að krulla á sér hárið á fimm mínútum?
Er hægt að krulla á sér hárið á fimm mínútum?

Í um það bil ára­tug hef ég krullað hárið nán­ast á hverj­um ein­asta morgni eða alla­vega flesta virka daga. Ástæðan er sú að end­arn­ir virka miklu fal­legri ef þeir fá ör­litla hreyf­ingu. Ein­hvern veg­inn líður þess­ari konu bet­ur ef hárið er ekki al­veg eins og hend­inni hafi verið stungið í inn­stungu. Stund­um ótt­ast ég þó að ég verði eins og móður­syst­ur hans Barts Simp­sons sem lærðu að tú­bera á sér hárið í kring­um 1962 og hafa verið með sömu tú­ber­ingu síðan. Þær fundu nefni­lega sinn stíl.

Oft fæ ég þær spurn­ing­ar hvernig ég nenni þessu og hvort þetta sé ekki hræðilega mik­il vinna að krulla hárið á hverj­um morgni. 

Svarið er nei. Þetta tek­ur minna en fimm mín­út­ur og er yf­ir­leitt frek­ar illa gert. Mér finnst það koma lang­best út að vanda sig sem minnst og hafa krull­urn­ar frjáls­leg­ar. Svo er mis­jafnt eft­ir dög­um hversu mikið hárið er krullað. Hvort það er krullað al­veg frá rót­inni eða bara frá eyr­um og niður. 

Til þess að þetta taki svona stutt­an tíma skipt­ir máli að vera með gott krullu­járn. Sjálf hef ég notað HH Simon­sen í mörg ár og heit­ir þetta járn, sem ég nota hvað mest, ROD 4. Það er keilu­laga og hæfi­lega breitt. 

Yf­ir­leitt skipti ég hár­inu í tvennt og skipti hvorri hlið í þrjú svæði. Svona dags­dag­lega eru þetta því bara sirka sex lokk­ar sem eru krullaðir. 

Hér fyr­ir neðan eru ná­kvæm­ar leiðbein­ing­ar um hvernig best er að bera sig að. Það eina sem fólk þarf að passa er að brenna sig ekki á járn­inu. Sam­komu­bann þarf ekki að vera svo leiðin­legt ef við nýt­um það til þess að læra eitt­hvað nýtt! 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Smart­land (@smartland­mortumariu) on Apr 14, 2020 at 5:03am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda