10 uppáhaldsvörurnar frá MAC

Nýjasta lína MAC nefnist Powder Kiss og inniheldur varaliti, fljótandi …
Nýjasta lína MAC nefnist Powder Kiss og inniheldur varaliti, fljótandi varaliti og augnskugga með möttum áferðum.

Fyrr í vet­ur var mér boðið í kynn­ingu hjá MAC þar sem farið var yfir kjarna­vör­ur merk­is­ins, þess­ar klass­ísku vör­ur sem standa alltaf fyr­ir sínu. Eft­ir þessa kynn­ingu langaði mig í hálfa versl­un­ina en hef und­an­farið verið að bæta í safnið hægt og síg­andi. 

Nú er loks­ins hægt að versla snyrti­vör­ur frá MAC í ís­lensk­um vef­versl­un­um en á vef­slóðunum Smaralind.is og Kringl­an.is hægt að skoða vöru­úr­valið og fá snyrti­vör­urn­ar send­ar heim. Af því til­efni setti ég sam­an lista yfir þær 10 vör­ur sem eru í mestu upp­á­haldi hjá mér þessa dag­ana frá MAC.

1. MAC Powder Kiss 

Nýj­asta lín­an frá MAC nefn­ist Powder Kiss og sam­an­stend­ur af varalit­um, fljót­andi varalit­um og augnskugg­um. All­ar vör­urn­ar búa yfir ein­stakri mattri áferð sem veit­ir mjúk­an fókus og róm­an­tískt yf­ir­bragð. Ég hef mikið notað Powder Kiss-varalit­inn í litn­um Mandar­in O und­an­farið og fæ ekki nóg af hon­um. Þótt hann sé al­gjör­lega matt­ur þá er hann samt mjúk­ur á vör­un­um og þurrk­ar þær ekki. MAC Powder Kiss Liquid Lip er ný formúla sem býr yfir svipuðum eig­in­leik­um og varalit­ur­inn en er þó aðeins þétt­ari í sér og langvar­andi án þess að þurrka var­irn­ar. Til að full­komna förðun­ina hef ég verið að leika mér með möttu augnskugg­ana í Powder Kiss-lín­unni og finnst þeir virki­lega góðir. Fjöl­marg­ir lit­ir eru í boði en ég spái því að þess­ar formúl­ur verði í ansi mörg­um snyrti­veskj­um í vor.

MAC Powder Kiss Lipstick í litnum Mandarin O, 3.990 kr.
MAC Powder Kiss Lip­stick í litn­um Mandar­in O, 3.990 kr.
MAC Powder Kiss Liquid Lip, 5.390 kr.
MAC Powder Kiss Liquid Lip, 5.390 kr.
MAC Powder Kiss Eyes í litnum Strike A Pose, 3.690 …
MAC Powder Kiss Eyes í litn­um Strike A Pose, 3.690 kr. (Fyll­ing kost­ar 2.490 kr.)

2. MAC Miner­alize Blush 

Þegar ég nota Miner­alize Blush frá MAC þá mýk­ist fókus­inn á húðinni og mér finnst hún verða jafn­vel slétt­ari ásýnd­ar. Upp­á­halds­lit­irn­ir mín­ir núna eru Like Me, Love Me og Warm Soul en ég stefni á að prófa fleiri liti. Ég nota þá einnig á augu og var­ir (yfir vara­sal­va).

MAC Mineralize Blush í litnum Like Me, Love Me, 5.290 …
MAC Miner­alize Blush í litn­um Like Me, Love Me, 5.290 kr.

3. MAC Pro Longwe­ar Nouris­hing Water­proof Foundati­on 

Eft­ir að förðun­ar­fræðing­ur hjá MAC sagði mér að þessi farði væri mikið notaður af kon­um með rós­roða þá ákvað ég að prófa hann og það varð ekki aft­ur snúið. Það er auðvelt að bera hann á húðina, áferðin er satín­kennd og nátt­úru­leg þó formúl­an veiti mikla þekju. Formúl­an er ilm­efna­laus og hef­ur ekki ert viðkvæma húð mína.

MAC Pro Longwear Nourishing Waterproof Foundation.
MAC Pro Longwe­ar Nouris­hing Water­proof Foundati­on.

4. MAC Stobe Cream

Vissu­lega veit­ir Strobe Cream óviðjafn­an­leg­an ljóma en ekki all­ir gera sér grein fyr­ir því að formúl­an er full af andoxun­ar­efn­um og víta­mín­um. Þessi inni­halds­efni hægja á öldrun húðar­inn­ar og hafa húðbæt­andi áhrif. Sjálf nota ég Strobe Cream á marga vegu: Und­ir farða, yfir farða, út í farða eða blanda því út í önn­ur rakakrem til að fá auk­inn ljóma og frísk­legri ásýnd. Á sumr­in er til­valið að bera Strobe Cream á fót­legg­ina til að fá auk­inn gljáa.

MAC Strobe Cream í litnum Goldlite, 6.690 kr.
MAC Strobe Cream í litn­um Gold­lite, 6.690 kr.

5. MAC Studio Fix Powder Plus Foundati­on

Þessi púðurfarði kem­ur í fjöl­mörg­um lit­um, veit­ir góða þekju og end­ist sér­lega vel á húðinni. Nota hann gjarn­an yfir Strobe Cream eða yfir T-svæðið þar sem ég vil aukna þekju og draga úr ásýnd svita­hola.

MAC Studio Fix Powder Plus Foundation.
MAC Studio Fix Powder Plus Foundati­on.

6. MAC Pro Longwe­ar Paint Pot 

Það er ekki annað hægt en að elska Paint Pot, þessa öfl­ugu kremaugnskugga sem hald­ast á í gegn­um hvers kon­ar til­finn­inga­sveifl­ur. Lit­irn­ir Pain­ter­ly og Groundwork eru í miklu upp­á­haldi. Paint Pot í litn­um Pain­ter­ly nota ég til að jafna húðlit­inn á augn­lok­inu og sem farðagrunn, þannig end­ist augn­förðunin marg­falt bet­ur og augnskugg­arn­ir koma bet­ur fram. Hins veg­ar nota ég Paint Pot í litn­um Groundwork yf­ir­leitt ein­an og sér því þessi mildi, brúni litar­tónn mót­ar aug­un svo fal­lega. 

MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Painterly, 4.290 kr.
MAC Pro Longwe­ar Paint Pot í litn­um Pain­ter­ly, 4.290 kr.
MAC Pro Longwear Paint Pot í litnum Groundwork, 4.290 kr.
MAC Pro Longwe­ar Paint Pot í litn­um Groundwork, 4.290 kr.

7. MAC Miner­alize Timecheck Loti­on 

Þetta rakakrem var eitt af mín­um fyrstu kynn­um af húðvör­um frá MAC. Ég vissi í raun ekki við hverju ætti að bú­ast, enda MAC meira þekkt sem förðun­ar­merki, en þegar ég fór að lesa aft­an á umbúðirn­ar var ég mjög hrif­in af inni­halds­efn­un­um. Flest­ar formúl­urn­ar búa yfir mikið af húðbæt­andi og nátt­úru­leg­um inni­halds­efn­um sem hafa sannaða virkni á bak við sig og er MAC Miner­alize Timecheck Loti­on eng­in und­an­tekn­ing. Þetta er gelkennd krem­formúla, býr yfir nær­andi og raka­gef­andi eig­in­leik­um en á sama tíma má nota þessa formúlu sem farðagrunn þar sem hún mýk­ir ásýnd fínna lína og svita­hola. 

MAC Mineralize Timecheck Lotion, 8.390 kr.
MAC Miner­alize Timecheck Loti­on, 8.390 kr.

8. MAC Lip Pencil í litn­um Stone 

Þegar einn fær­asti förðun­ar­fræðing­ur lands­ins seg­ist ávallt nota vara­blý­ant­inn frá MAC í litn­um Stone til að móta og stækka var­irn­ar þá auðvitað þarf maður að kaupa sér einn. Þetta er brúngrár lit­ur sem er full­kom­inn til að skyggja í kring­um var­irn­ar og gera þær stærri ásýnd­ar. Ég nota hann nán­ast á hverj­um degi og já, mér finnst ég hrein­lega vera kom­in með var­ir í anda Jenni­fer Lopez! 

MAC Lip Pencil í litnum Stone, 3.590 kr.
MAC Lip Pencil í litn­um Stone, 3.590 kr.

9. MAC Ext­ended Play Giga­black Lash Mascara 

Í svo lang­an tíma heyrði ég fólk tala um Ext­ended Play-maskar­ann frá MAC en ein­hvern­veg­inn prófaði ég hann aldrei. Ég ákvað að bæta úr því í byrj­un árs og ekki verður aft­ur snúið. Formúl­an er svitaþolin og end­ist því mjög lengi á augn­hár­un­um en fer þó af með volgu vatni. Burst­inn nær að grípa augn­hár­in al­veg frá rót­um svo hann hent­ar vel fyr­ir stutt augn­hár. Ég reyni alltaf að nudda hon­um vel í ræt­ur augn­hár­anna og draga hann svo upp, þannig fæ ég bestu út­kom­una.

MAC Extended Play Gigablack Lash Mascara, 4.790 kr.
MAC Ext­ended Play Giga­black Lash Mascara, 4.790 kr.

10. MAC Eyes­hadow

Það er alltaf skemmti­legt að skoða augnskugga­úr­valið hjá MAC en yf­ir­leitt kaupi ég tóma pall­ettu fyr­ir 4 augnskugga og vel svo liti í hana. Þess má geta að nýju augnskugg­arn­ir í Powder Kiss-lin­unni koma bæði í klass­ísk­um umbúðum og í formi fyll­inga. 

MAC Powder Kiss Eyes í litnum So Haute Right Now, …
MAC Powder Kiss Eyes í litn­um So Haute Right Now, 3.690 kr. (Fyll­ing kost­ar 2.490 kr.)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda