7 lituð dagkrem sem bæta húðina

Leikkonan Jessica Alba er yfirleitt förðuð á náttúrulegan hátt og …
Leikkonan Jessica Alba er yfirleitt förðuð á náttúrulegan hátt og segist mikið nota lituð dagkrem. AFP

Það er alltaf gott að geta gripið í litað dag­krem þegar maður vill eitt­hvað létt á húðina en jafna húðlit­inn á sama tíma. Nýj­ustu lituðu dag­krem­in búa yfir tækni­legri formúl­um og aukn­ing hef­ur orðið á húðbæt­andi eig­in­leik­um. Hér eru þau sjö lituðu dag­krem sem eru með þeim öfl­ug­ustu á markaðnum í dag.

1. CC Cream Super Acti­ve Complete Cor­recti­on SPF 50 frá Chanel

Húðum­hirða og farði mæt­ast í þessu ein­staka litaða dag­kremi sem ger­ir allt í einni formúlu. Formúl­an jafn­ar húðlit­inn, dreg­ur úr dökk­um blett­um, roða og minnk­ar ásýnd svita­hola. Húðin fær stöðuga raka­gjöf í allt að tólf klukku­stund­ir og með lang­tíma­notk­un minnka fín­ar lín­ur og hrukk­ur um 20%. Öflug sól­ar­vörn er í þessu litaða dag­kremi, eða SPF 50, og veit­ir formúl­an húðinni auk­inn ljóma. Kem­ur í fimm litatón­um.

Chanel CC Cream Super Active Complex SPF 50, 10.899 kr.
Chanel CC Cream Super Acti­ve Comp­l­ex SPF 50, 10.899 kr.

2. ID Dramatically Dif­f­erent Moist­uriz­ing BB-Gel frá Cl­in­ique

Létt og olíu­laust rakag­el sem breyt­ist í lit við snert­ingu húðar. Formúl­an er ilm­efna­laus, hent­ar öll­um húðgerðum og veit­ir húðinni sam­felld­an raka í átta klukku­stund­ir. ID-lína Cl­in­ique virk­ar þannig að þú vel­ur fyrst grunn, til dæm­is Dramatically Dif­f­erent Moist­uriz­ing BB-Gel, og vel­ur svo hylki með virkni sem hent­ar þinni húð. Hylk­in með virkn­inni eru flokkuð eft­ir lit. Hvítt er fyr­ir ójafn­an húðtón, blátt er fyr­ir stór­ar húðhol­ur og grófa áferð, app­el­sínu­gult er fyr­ir þreytta húð, fjólu­blátt er fyr­ir fín­ar lín­ur og hrukk­ur og grænt er fyr­ir viðkvæma eða erta húð.

Clinique ID Dramatically Different Moisturizing BB-Gel, 6.580 kr.
Cl­in­ique ID Dramatically Dif­f­erent Moist­uriz­ing BB-Gel, 6.580 kr.

3. The Radi­ant Skint­int SPF 30 frá La Mer

Nýtt litað dag­krem sem end­ur­vek­ur húðina og ger­ir hana heil­brigðari ásýnd­ar. Fín­ar lín­ur minnka með öfl­ugri raka­gjöf og húðin verður bjart­ari. Formúl­an inni­held­ur auðkenni La Mer, Miracle Broth, og sef­ar þannig húðina og dreg­ur úr ert­ingi. Öflug andoxun­ar­efni, ásamt sól­ar­vörn SPF 30, vernda húðina fyr­ir skemmd­um af völd­um geisl­um og um­hverf­is­meng­un­ar.

La Mer The Radiant Skintint SPF 30, væntanlegt.
La Mer The Radi­ant Skint­int SPF 30, vænt­an­legt.

4. Mil­ky Boost Healt­hy Glow Milk frá Cl­ar­ins

Ásýnd húðar­inn­ar verður jafn­ari, meira ljóm­andi og líf­legri með Mil­ky Boost Healt­hy Glow Milk frá Cl­ar­ins. Formúl­an kem­ur í fimm lit­um, veit­ir húðinni raka í allt að átta klukku­stund­ir og býr yfir sér­stakri meng­un­ar­vörn til að vernda húðina. Líf­rænt kiwi-þykkni gef­ur húðinni aukna orku en létt­ur vökvinn stífl­ar ekki svita­hol­ur.

Clarins Milky Boost Healthy Glow Milk, 6.199 kr.
Cl­ar­ins Mil­ky Boost Healt­hy Glow Milk, 6.199 kr.

5. Per­fect Hydrat­ing BB Cream SPF 30 frá Shiseido

Margþætt BB-krem sem sam­ein­ar farða og húðum­hirðu. Formúl­an ger­ir húðina bjart­ari og líf­legri ásýnd­ar um leið og ásýnd svita­hola og ójafna í húðinni minnka. Þetta litaða dag­krem er bæði létt og olíu­laust og veit­ir húðinni nátt­úru­lega ásýnd. 

Shiseido Perfect Hydrating BB Cream SPF 30, 5.900 kr.
Shiseido Per­fect Hydrat­ing BB Cream SPF 30, 5.900 kr.

6. Tin­ted Day Cream frá Dr. Hauschka

Ríku­legt litað dag­krem sem nær­ir húðina vel. Hent­ar venju­leg­um og þurr­um húðgerðum en formúl­an kem­ur jafn­vægi á olíu og raka­gildi húðar­inn­ar. Tin­ted Day Cream er fram­leitt úr nátt­úru­leg­um inni­halds­efn­um og inni­held­ur meðal ann­ars nær­andi avóka­dó-olíu og rósa­vatn.

Dr. Hauschka Tinted Day Cream, 4.690 kr.
Dr. Hauschka Tin­ted Day Cream, 4.690 kr.

7. Super Ser­um Skin Tint SPF 30 frá ILIA

Blanda af raka­gef­andi hý­al­úrón­sýru, níasíni og skvaleni veita öfl­ug húðbæt­andi áhrif en þessi formúla vernd­ar húðina einnig með sól­ar­vörn byggða á steinefn­um. Super Ser­um Skin Tint SPF 30 kem­ur í átján lit­um og veit­ir létta þekju og gef­ur húðinni mik­inn ljóma. Formúl­an er ilm­efna- og síli­kon­laus og veg­an.

ILIA Super Serum Skin Tint SPF 30, 9.590 kr.
ILIA Super Ser­um Skin Tint SPF 30, 9.590 kr.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda