Starfaði fyrir Bvlgari og Christian Dior

Aníta hefur unnið fyrir Bvlgari og Christian Dior. Í dag …
Aníta hefur unnið fyrir Bvlgari og Christian Dior. Í dag á hún tískufyrirtæki sem hún rekur undir eigin nafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anita Hirlek­ar fata- og tex­tíl­hönnuður gekk í Central Saint Mart­ins í London þar sem hún tók bæði grunn nám og fram­halds­nám í iðn sinni. Hún hef­ur unnið fyr­ir fyr­ir­tæki á borð við Bvlgari á Ítal­íu, Christian Dior og verið list­rænn ráðgjafi fyr­ir tísku­fyr­ir­tæki víða um heim.

Anita Hirlek­ar er tísku­lína henn­ar sem leit fyrst dags­ins ljós árið 2014, á tískupöll­um í London og Par­ís. Sjálf­bærni skipt­ir hana miklu máli og er höfð að leiðarljósi á öll­um stöðum í vinnslu­ferli línu henn­ar. 

Anita býr í Vest­ur­bæn­um með eig­in­manni sín­um, Sig­urði Sig­tryggs­syni og dótt­ur­inni Aríu Önnu. Hún vildi hvergi ann­arsstaðar vera en á Íslandi. Hún seg­ir hraðann í tísku­heim­in­um mik­inn og eft­ir að hafa búið í London í níu ár þar sem vinn­an var mik­il sé auðvelt að lenda á vegg. 

„Í dag hugsa ég mikið um heils­una, passa upp á svefn­inn minn og fæ orku úr sjón­um sem mér finnst svo dýr­mætt.“ 

Hvers­vegna ákvaðstu að læra fata­hönn­un?

„Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á per­sónu­leg­um stíl­um hjá fólki og menn­ing­unni út frá því. Ég flutti til London árið 2006 og byrjaði í Central Saint Mart­ins sem er tal­inn vera virt­asti há­skól­inn til að læra fata­hönn­un. Eft­ir það fór ég að fá allskon­ar verk­efni og sá strax hvað voru mikl­ir at­vinnu mögu­leik­ar í boði. Ég var til dæm­is byrjuð að vinna fyr­ir BVLGARI á Ítal­íu áður en ég kláraði námið og á sama tíma að hanna „bróderí“ fyr­ir bresk­an hönnuð sem heit­ir ASHISH GUPTA.“

Það er fallegt um að lítast heima hjá Anítu í …
Það er fal­legt um að lít­ast heima hjá Anítu í Vest­ur­bæn­um. mbl.si/​Eggert Jó­hann­es­son

Anita seg­ir hönn­un­ar­ferlið mjög skap­andi og spenn­andi í eðli sínu og að baki heill­ar fatalínu sé meiri vinna en marg­an grun­ar. 

„Reglu­lega þarf ég að leggja frá mér teikn­ing­ar og vega og meta. Það get­ur tekið allt upp í fjór­ar vik­ur að vinna eina flík allt frá hug­mynd að fram­leiðslu. En ég er oft með marg­ar hug­mynd­ir í gangi í einu og reyni að hvíla augað inn á milli. Þró­un­ar­vinn­an við hverja flík fæðir síðan oft af sér nýj­ar hug­mynd­ir sem þró­ast yfir í næstu flík og koll af kolli. Þannig allt ferlið er ótrú­lega skap­andi og spenn­andi.“

Hvað get­ur þú sagt mér um flík­urn­ar sem þú ger­ir?

„Fatalín­urn­ar ein­kenn­ast af list­ræn­um lita­sam­setn­ing­um og kven­leg­um sniðum. Ég er að vinna í ýms­um tex­tílaðferðum en fatnaður­inn er all­ur hannaðar og þróaður á Íslandi í verk­stæðinu okk­ar og þar vinn ég m.a. að hand­gera tex­tílpruf­ur og þróa munst­ur. Munstr­in sem ég hanna eru langflest þannig gerð að hver flík er ein­stök. Einn kjóll er mjög ólík­ur öðrum þó þeir séu gerðir úr sama munstri. Munstr­in á nýju lín­unni eru öll unn­in í miðju sam­komu­banni þegar allt varð stopp, þá gafst tími til að skapa. Nátt­úr­an er efniviður­inn og teikn­ing­ar af blóm­um og plönt­um sem er ákveðin klisja í fata­hönn­un en áskor­un­in er að gera þau á „abstrakt“ og áhuga­verðan hátt. Ég vinn síðan náið með klæðskera og kjóla­meist­ara sem hjálp­ar til að út­færa hug­mynd­irn­ar síðan í snið fyr­ir kon­ur. Nýj­asta fatalín­an fór beint í sölu í net­versl­un­inni okk­ar, sem ger­ir okk­ur kleift að selja ís­lensk­an fatnað hér heima og um víða ver­öld.“

Hún hefur alltaf haft áhuga á persónulegum stíl fólks.
Hún hef­ur alltaf haft áhuga á per­sónu­leg­um stíl fólks. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hvað ætl­ar þú að gera á Hönn­un­ar­mars?

„Í ár tek ég þátt í sam­sýn­ingu Fata­hönn­un­ar­fé­lags Íslands und­ir yfirskrift­inni Íslensk „Flík“. Mér finnst mik­il­vægt að kynna þá starf­semi sem fer fram á Íslandi. Ég ásamt fleiri fata­hönnuðum ætluðum að kynna nýj­ar fatalín­ur í formi tísku­sýn­ing­ar en í ár var það of mik­il áhætta vegna Covid-19 far­aldr­in­um. Fata­hönn­un­ar­sýn­ing­ar skera sig úr frá öðrum því þar eru flíkur oft sýnd­ar á lif­andi mód­el­um og mik­il snert­ing sem fylg­ir und­ir­bún­ingn­um svo fyr­ir flesta var það of mik­il áhætta. Því sýn­um við flík­urn­ar á mynd­um og vilj­um þess í stað virkja fólk til að deila sín­um ís­lensku flíkum á sam­fé­lags­miðlum.“

Hvað er list og hönn­un í þínum huga?
„Inn­blástur­inn að munstr­un­um og efn­un­um sæki ég lang oft­ast í mynd­list og þannig get ég farið óvænt­ar leiðir til að ná fram and­stæðum lit­um og form­um. Ég eyði mikl­um tíma í að byggja tex­tíl­inn upp frá grunni og að ná fram ákveðnum eig­in­leik­um, eins og mis­mun­andi dýpt og styrk­leika tex­tíls­ins, áður en sjálf sníðagerðin hefst. Sumt er enn á til­rauna­stigi en ég nota list­ræna nálg­un alltaf sem út­gangspunkt til að skapa ein­stak­ar flíkur. Í mín­um huga er gildi mynd­list­ar og fata­hönn­un­ar eitt og hið sama þegar það er unnið með þess­um hætti.“

Aníta flutti til London árið 2006 og hóf þá nám …
Aníta flutti til London árið 2006 og hóf þá nám í Central Saint Mart­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son


Hvað vild­ir þú að Íslend­ing­ar myndu hætta að gera þegar kem­ur að föt­um?

„Við þurf­um öll íhuga mikið bet­ur hvað við erum að kaupa. Og ekki vera hrædd við að nota það sem við eig­um aft­ur og aft­ur. Við eig­um til dæm­is alltaf að skoða hvaða efni eru notuð í flík­urn­ar og er efnið að fara end­ast okk­ur í mörg ár. Það skipt­ir til dæm­is miklu máli fyr­ir viðskipta­vini mína að vita hvaðan var­an kem­ur, hvar hún er fram­leidd og hvort hún sé um­hverfisvæn. Við þurf­um síðan að passa vel uppá það sem við eig­um, minnka þvotta­véla notk­un og þurrk­ara en það er vitað mál að að þvotta­vél­ar eyðileggja hægt og ró­lega föt­in okk­ar. Ég mæli með sýn­ing­unni FLOKK TILL YOU DROP í Hönn­un­arsafni Íslands en það verk­efni stuðlar að því að auka vit­und­ar­vakn­ingu um neyslu­menn­ingu Íslend­inga og beina sjón­um að því magni af fatnaði og öðrum tex­tíl sem fólk gef­ur í Rauða kross­inn.
Hvað vild­ir þú að Íslend­ing­ar gerðu meira af? Það er orðið aug­ljós­ara nú en áður að það er mik­il­vægt að fólk sé meðvitað um sína neyslu og hvað það kaup­ir. Ekki bara vegna um­hverfisáhrifa held­ur líka vegna þess að með hverri flík eða hlut sem þú kaup­ir þá ertu að styðja við fyr­ir­tækið sem þú versl­ar við. Íslend­ing­ar mættu vera meðvitaðri um það að skoða ís­lenska fata­hönn­un þegar það vill fjár­festa í flík en þannig styður fólk í leiðinni við eflingu vax­andi at­vinnu­grein­ar á Íslandi.“

Heimili Anítu er litríkt og í hennar anda. Hún hefur …
Heim­ili Anítu er lit­ríkt og í henn­ar anda. Hún hef­ur unnið skemmti­lega línu sem á skír­skot­un í nátt­úr­una og teikn­ing­ar af blóm­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hverj­ir eru viðskipta­vin­ir þínir?

„ Kon­urn­ar sem leita eft­ir vör­un­um mín­um er al­veg óhrædd­ar við að tjá sig og eru með sterk­an per­sónu­leika. Þetta eru kon­urn­ar sem eru flott­ar fyr­ir­mynd­ir og veita manni inn­blást­ur. Þær leita eft­ir fal­leg­um flíkum annaðhvort fyr­ir sér­stök til­efni eða fyr­ir hvers­dags­lega notk­un. Það skipt­ir mig miklu máli að velja velja efni sem eru þægi­leg og fylgja kon­un­um inn í dag­inn frá morgni til kvölds. Það er mjög klass­ískt t.d. að skipta um skó og vera í hvers­dags­leg­um skóm yfir dag­inn og svo skipta yfir í hæla á kvöld­in.“

Það hanga fjölmörg listaverk á heimili fjölskyldunnar í Vesturbænum.
Það hanga fjöl­mörg lista­verk á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í Vest­ur­bæn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Þegar prentað er á efni, þá verður engin flík eins.
Þegar prentað er á efni, þá verður eng­in flík eins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Aníta kann vel við sig heima.
Aníta kann vel við sig heima. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Vörumerki Anítu Hirlekar er stílhreint og fallegt.
Vörumerki Anítu Hirlek­ar er stíl­hreint og fal­legt. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Prent á vönduðu efni.
Prent á vönduðu efni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Efnin sem notuð eru í tískulínuna eru með áprentuðu mynstri …
Efn­in sem notuð eru í tísku­lín­una eru með áprentuðu mynstri eft­ir Anítu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Konur á Íslandi og um víða veröld geta verslað sér …
Kon­ur á Íslandi og um víða ver­öld geta verslað sér vandaðan fatnað í gegn­um heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda