Djammtoppar Hildar slá í gegn

„Við erum að fagna nýju lín­unni okk­ar Cheer up! í Yeom­an á Hönn­un­ar­Mars og okk­ur þetta einnig full­komið til­efni til þess að láta gott af okk­ur leiða,“ seg­ir Hild­ur Yeom­an fata­hönnuður og eig­andi Yeom­an. 

í Nýju lín­unni er mikið af skemmti­leg­um topp­um og  bjugg­um við til sér­staka út­gáfu fyr­ir málstaðinn, djammtoppa úr efni sem féll til við fyrri fram­leiðslu. Renn­ur ágóðinn óskert­ur til UN Women, til kvenna á flótta.

„Við fram­leiðum alltaf í litlu magni, en stund­um nýt­ast efni illa og litl­ir bút­ar falla til. Við hend­um að sjálf­sögðu aldrei efn­um held­ur nýt­um þau í allskon­ar skemmti­leg verk­efni eins og þetta. Þetta eru pallí­ettu djammtopp­ar, full­komið skvísupís fyr­ir sum­arið.

Við gerðum þrjá mis­mun­andi liti og koma þeir í mjög tak­mörkuðu upp­lagi,“ seg­ir Hild­ur en topp­arn­ir eru til sölu í versl­un Yeom­an við Skóla­vörðustíg 22B.

Á meðan á Hönn­un­ar­Mars er boðið upp á létt­ar veit­ing­ar í versl­un­inni og er einnig hægt að tryggja sér happ­drætt­ismiða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda