Snúa vörn í sókn vegna kórónuveirunnar

Gullsmiðirn­ir Sig­ríður Edda Berg­steins­dótt­ir og Þór­berg­ur Hall­dórs­son snúa vörn í sókn og eru búin að opna skart­gripa­versl­un­ina PRAKT á Lauga­vegi 82. Þau eru fólkið á bak við skart­gripa­merkið SEB. 

„Við ákváðum að sam­eina krafta okk­ar með stofn­un PRAKT og leggja áherslu á að hanna og smíða skart­gripi fyr­ir þá sem kjósa fjöl­breyti­leika við val á skart­grip­um. Planið var að opna skart­gripa­versl­un­ina í lok mars, eða á sama tíma og hin ár­lega Hönn­un­ar­Mars-hátíð átti að fara fram. Við frestuðum opn­un­inni hins veg­ar um nokkr­ar vik­ur vegna kór­ónu­veirunn­ar. Við erum orðin spennt að sýna fólki það nýj­asta í skart­gripa­hönn­un­inni okk­ar og mér sýn­ist þetta sum­ar ætla að verða sum­arið þar sem flest allt er leyfi­legt í skart­gripa­tísk­unni, eins og að blanda sam­an ólík­um skart­grip­um í mis­mun­andi litatón­um, stór­ir eyrna­lokk­ar verða líka áfram áber­andi í sum­ar,“ seg­ir Sig­ríður Edda. 

Hún seg­ir að versl­un­ar­hegðun fólks sé að breyt­ast og seg­ir stolt frá því að all­ir þeirra skart­grip­ir séu hannaðir og smíðaðir í versl­un þeirra við Lauga­veg. 

„Það hef­ur sannað sig í breyttu lands­lagi und­an­farn­ar vik­ur að það er dýr­mætt að geta haldið utan um allt fram­leiðslu­ferlið sjálf, frá hug­mynd til til­bú­inn­ar vöru. Við erum að opna nýja versl­un á sér­stök­um tím­um og ein­mitt á tím­um þar sem fólk þyrst­ir í nýj­ar og spenn­andi vör­ur. Það er líka mik­il­vægt á tím­um sem þess­um að efla bjart­sýni og skap­andi krafta í sam­fé­lag­inu og við hvetj­um fólk til að kynna sér dag­skrá Hönn­un­ar­Mars-hátíðar­inn­ar,“ seg­ir hún.

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda