10 tilfinningaheldar snyrtivörur

Langvarandi förðunarvörur eru alltaf góður kostur á tilfinningaríkum viðburðum.
Langvarandi förðunarvörur eru alltaf góður kostur á tilfinningaríkum viðburðum. Skjáskot/Instagram

Óhætt er að segja að brúðkaups­dag­ur­inn sé gjarn­an til­finn­inga­rík­ur, bæði hjá brúðhjón­um og gest­um. Það er gott að leyfa til­finn­ing­un­um að flæða og enn betra að vita til þess að förðunin muni samt hald­ast á sín­um stað. Til­finn­inga­held­ar snyrti­vör­ur eru því til­vald­ar á stóra deg­in­um. 

Farðagrunn­ur

Til að tryggja há­marks­end­ingu förðun­ar­inn­ar er gott að byrja á sér­til­gerðum farðagrunni. All Nig­hter Pri­mer frá Ur­ban Decay eyk­ur end­ingu farðans um allt að átta klukku­stund­ir. Formúl­an er létt og síli­kon­laus og slétt­ir ásýnd húðar­inn­ar með því að fylla upp í fín­ar lín­ur og svita­hol­ur. Við þurf­um ekki leng­ur stein­steypu til þess.

Urban Decay All Nighter Face Primer, 5.999 kr.
Ur­ban Decay All Nig­hter Face Pri­mer, 5.999 kr.

Farði og hylj­ari

Farði og hylj­ari leika stórt hlut­verk þegar förðun á að end­ast í lengri tíma. Hins veg­ar ýta nokk­ur lög af mött­um, fullþekj­andi og end­ing­argóðum farða ekki und­ir nátt­úru­lega feg­urð hjá nein­um. Slík­ar formúl­ur gera þó krafta­verk, sé hóf­legt magn notað og vel af rakakremi borið á húðina á und­an. Til eru farðar sem bæði end­ast vel og þekja vel en veita húðinni nátt­úru­lega ásýnd með nær­andi og raka­gef­andi inni­halds­efn­um. Pro Longwe­ar Nouris­hing Water­proof Foundati­on frá MAC er frá­bær formúla til að prófa þegar þú vilt góða þekju án þess að fletja húðina út. Þegar kem­ur að hylj­ara er óhætt að segja að hinn nýi For­ever Skin Cor­rect Conceal­er frá Dior hagg­ist ekki á húðinni, enda ætlað að end­ast í allt að 24 klukku­stund­ir. Þetta er raka­gef­andi formúla sem þorn­ar þó í matt­ara lagi og má nota und­ir augu, til að fela roða, yfir ból­ur eða ein­fald­lega til að fá lýta­lausa ásýnd.

MAC Pro Longwear Nourishing Waterproof Foundation, 6.290 kr.
MAC Pro Longwe­ar Nouris­hing Water­proof Foundati­on, 6.290 kr.
Dior Forever Skin Correct Concealer, 6.499 kr.
Dior For­ever Skin Cor­rect Conceal­er, 6.499 kr.

Púður

Notaðu púður spar­lega yfir þau svæði sem þú tel­ur að fram­kalli ol­íu­mynd­un yfir dag­inn. Ný­verið kom á markað Water­proof Sett­ing Powder frá GOSH en þetta er fislétt púður sem á ótrú­leg­an hátt fest­ir farðann al­gjör­lega í sessi, ger­ir hann vatns­held­an og kem­ur í veg fyr­ir að hann renni til.

GOSH Waterproof Setting Powder, 1.499 kr.
GOSH Water­proof Sett­ing Powder, 1.499 kr.

Kinna­lit­ur og sólar­púður

Lík­lega end­ast kinna­lit­ur og sólar­púður gjarn­an skem­ur en annað í förðun­inni. Það er þó alltaf að aukast úr­valið af góðum formúl­um í þeim efn­um en Stay Naked Threesome frá Ur­ban Decay er ný vara. Þessi þrenna af sólar­púðri, ljóma­púðri og kinna­lit er hent­ug í öll snyrti­veski og end­ist á húðinni í hvorki meira né minna en 14 klukku­stund­ir. Púður­formúl­urn­ar eru mjúk­ar og auðvelt að blanda þeim á húðinni. Stay Naked Threesome kem­ur í þrem­ur lita­sam­setn­ing­um.

Urban Decay Stay Naked Threesome (Rise), 6.399 kr.
Ur­ban Decay Stay Naked Threesome (Rise), 6.399 kr.

Augn­förðun

End­ing­argóðir kremaugnskugg­ar eru okk­ar bestu vin­ir þegar planið er að sjá til hvert kvöldið leiðir okk­ur. Long-Wear Cream Shadow Stick frá Bobbi Brown er skot­held formúla og litatón­arn­ir klass­ísk­ir og fara öll­um vel. Til að ramma inn aug­un eru um­hverf­i­s­vænu Woo­dy Eye Liner-blý­ant­arn­ir frá GOSH til­vald­ir en þeir koma í sex litatón­um og hald­ast á aug­un­um all­an dag­inn og til að full­komna augn­förðun­ina er vatns­held­ur maskari góður kost­ur. Lancôme Hypnô­se Doll Eyes Water­proof er vatns­held­ur maskari sem greiðir augn­hár­in, krull­ar þau og eyk­ur um­fang þeirra án þess að renna til.

Bobbi Brown Long-Wear Cream Shadow Stick, 6.670 kr.
Bobbi Brown Long-Wear Cream Shadow Stick, 6.670 kr.
GOSH Woody Eye Liner, 1.299 kr.
GOSH Woo­dy Eye Liner, 1.299 kr.
Lancôme Hypnôse Doll Eyes Waterproof, 5.699 kr.
Lancôme Hypnô­se Doll Eyes Water­proof, 5.699 kr.

Var­ir

Svo varalit­ur­inn end­ist leng­ur er best að byrja á að móta var­irn­ar með end­ing­argóðum varalita­blý­anti. Það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að þekja var­irn­ar al­veg með blý­ant­in­um og nota hann þannig sem varalit, jafn­vel setja smá vara­sal­va eða gloss yfir. LipLiner InkDuo frá Shiseido eru silkimjúk­ir og end­ing­argóðir varalita­blý­ant­ar sem auðvelt er að móta var­irn­ar með en hinum meg­in er svo glær formúla til að mýkja og slétta var­irn­ar. BarePro Longwe­ar Lip­stick frá BareM­iner­als er einnig til­valið að nota þegar þú vilt varalit sem end­ist í gegn­um súrt og sætt. Formúl­an er sömu­leiðis hlaðin nær­andi inni­halds­efn­um.

Shiseido LipLiner InkDuo, 4.199 kr.
Shiseido LipLiner InkDuo, 4.199 kr.
BareMinerals BarePro Longwear Lipstick, 4.699 kr.
BareM­iner­als BarePro Longwe­ar Lip­stick, 4.699 kr.




Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda