10 andlitsmaskar gegn öllum vandamálum

Fyrirsætan Karlie Kloss með Advanced Night Repair-andlitsmaskann frá Estée Lauder.
Fyrirsætan Karlie Kloss með Advanced Night Repair-andlitsmaskann frá Estée Lauder. Skjáskot/Instagram

Hvort sem vanda­málið teng­ist húðinni eða sál­inni eru góðar lík­ur á að kvöld­stund með and­lits­maska kunni að hjálpa. Hér eru 10 and­lits­ma­skar gegn ýms­um húðvanda­mál­um.

End­ur­lífg­andi

Advanced Nig­ht Repa­ir Concentra­ted Reco­very Power­foil Mask frá Estée Lau­der virðist gera allt í einu. Formúl­an ger­ir húðina bjart­ari og jafn­ari ásýnd­ar ásamt því að veita henni raka og auk­inn þétt­leika. Álþynn­an kem­ur í veg fyr­ir upp­guf­un virkra inni­halds­efna svo þau ná dýpra inn í húðina. 

Estée Lauder Advanced Night Repair Concentrated Recovery Powerfoil Mask, 18.299 …
Estée Lau­der Advanced Nig­ht Repa­ir Concentra­ted Reco­very Power­foil Mask, 18.299 kr. (4 stykki)

Ró­andi

Cucum­ber Face Mask frá Ver­andi er bæði kæl­andi og ró­andi fyr­ir húðina en formúl­an bygg­ist á ís­lensk­um gúrk­um. Maskinn býr einnig yfir víta­mín­um, steinefn­um og aloe vera sem hef­ur græðandi áhrif.

Verandi Cucumber Face Mask, 3.751 kr.
Ver­andi Cucum­ber Face Mask, 3.751 kr.

Rak­gef­andi

Super Aqua-Mask frá Gu­erlain er grímumaski sem veit­ir húðinni gíf­ur­leg­an raka en í ein­um grímumaska er jafn­mikið af raka­gef­andi inni­halds­efn­um og í 30 ml af Super Aqua-serum­inu. Leyfðu grím­unni að liggja á and­lit­inu í 10 mín­út­ur og eft­ir á verður húðin sjá­an­lega slétt­ari og raka­fyllri.

Guerlain Super Aqua-Mask Intense Hydration Mask, 17.199 kr. (6 stykki)
Gu­erlain Super Aqua-Mask In­ten­se Hydrati­on Mask, 17.199 kr. (6 stykki)

SOS Hydra Refres­hing Hydrati­on Mask frá Cl­ar­ins fyll­ir húðina raka á aðeins 10 mín­út­um. Formúl­an er krem-gelkennd og kæl­andi en eft­ir notk­un­ina verður húðin þrýstn­ari ásýnd­ar og ljóma­meiri.

Clarins SOS Hydra Refreshing Hydration Mask, 5.899 kr.
Cl­ar­ins SOS Hydra Refres­hing Hydrati­on Mask, 5.899 kr.

Örvandi

Cellular Per­formance Mask frá Sensai örv­ar blóðflæði húðar­inn­ar og end­ur­vek­ur hana. Formúl­an er krem­kennd og mýkj­andi en hana má nota sem upp­lífg­andi and­lits­maska eða leyfa henni að liggja á húðinni yfir nótt fyr­ir enn betri ár­ang­ur. 

Sensai Cellular Performance Mask, 9.700 kr.
Sensai Cellular Per­formance Mask, 9.700 kr.

Nær­andi

Al­gae Mask frá Bláa lón­inu er djúp­nær­andi þör­unga­maski byggður á ein­stök­um þör­ung­um Bláa lóns­ins. Maskinn eyk­ur heil­brigði húðar­inn­ar og ljóma ásamt því að draga úr sýni­leg­um lín­um á húðinni. 

Blue Lagoon Algae Mask, 9.900 kr.
Blue Lagoon Al­gae Mask, 9.900 kr.

Hreins­andi

Supermud Cle­ar­ing Treatment frá Glam­Glow býr yfir djúp­hreins­andi kol­um, sem nán­ast sjúga í sig óhrein­indi, og blöndu sex end­ur­nýj­andi and­lits­sýra. Þannig djúp­hreins­ar formúl­an svita­hol­ur og bæt­ir ásýnd venju­legr­ar, blandaðrar eða bólóttr­ar húðgerðar. 

GlamGlow Supermud Clearing Treatment, 9.380 kr.
Glam­Glow Supermud Cle­ar­ing Treatment, 9.380 kr.

Slétt­andi

Advanced Génifique Hydrog­el Melt­ing Mask frá Lancôme er öfl­ug formúla sem fyll­ir húðina raka og nær­ingu ásamt því að styrka yf­ir­borð henn­ar með háu hlut­falli Bifidus-extrakts. Þannig verður húðin þrýstn­ari, slétt­ari og mýkri ásýnd­ar.

LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Mask, 2.151 kr. (1 stykki)
Lancô­meA­dvanced Génifique Hydrog­el Melt­ing Mask, 2.151 kr. (1 stykki)

Þétt­andi

Le Lift Skin-Reco­very Sleep Mask frá Chanel er næt­ur­maski sem hjálp­ar húðinni að verða þétt­ari ásýnd­ar og slétt­ari. Með öfl­ug­um inni­halds­efn­um á borð við 3.5-DA og silki­prótein­um veit­ir maskinn húðinni mikla mýkt og dreg­ur úr ásýnd þroska­merkja. 

Chanel Le Lift Skin-Recovery Sleep Mask, 17.399 kr.
Chanel Le Lift Skin-Reco­very Sleep Mask, 17.399 kr.

Kæl­andi

Imprint­ing Hydrog­el Mask frá BI­OEF­FECT veit­ir húðinni góðan raka en gelkennd and­lits­grím­an hef­ur einnig sér­lega kæl­andi áhrif á húðina. Prófaðu að geyma maskann í kæli til að hafa hann enn kald­ari við ásetn­ingu en þetta er góð leið til að draga úr bólg­um og þrota í and­lit­inu. Grein­ar­höfun­ur not­ar þenn­an and­lits­maska einnig beint úr kæl­in­um þegar höfuðverk­ur sæk­ir á eða eft­ir svefn­litl­ar næt­ur. 

BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Mask, 9.190 kr. (6 stykki)
BI­OEF­FECT Imprint­ing Hydrog­el Mask, 9.190 kr. (6 stykki)
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda