Ógleymanlegur ilmur fyrir brúðhjónin

Hertogahjónin Harry og Meghan áttu eftirminnilegan brúðkaupsdag.
Hertogahjónin Harry og Meghan áttu eftirminnilegan brúðkaupsdag. AFP/Steve Parsons

Ilm­ur vek­ur gjarn­an upp minn­ing­ar þegar fram líða stund­ir og því til­valið að velja sér sér­stak­an ilm fyr­ir brúðkaups­dag­inn. Ógleym­an­leg­ur ilm­ur get­ur þannig spilað skemmti­legt hlut­verk í að vekja upp minn­ing­ar síðar meir, þegar angi hans berst yfir. 

Fyr­ir hana:

Quat­re frá Boucheron

Quat­re nefn­ist eft­ir frægu hring­um franska skart­gripa­merk­is­ins Boucheron. Ilm­ur­inn er sér­lega fágaður, nú­tíma­leg­ur og kven­leg­ur þar sem blóm og sítrusávext­ir koma sam­an. Moskus, vanilla og sedrusviður auka aðdrátt­ar­afl ilm­vatns­ins og gera hann munúðarfyllri.

Boucheron Quatre Eau de Parfum, 8.599 kr.
Boucheron Quat­re Eau de Par­f­um, 8.599 kr.

L´Impér­at­rice frá Dolce & Gabb­ana

Exó­tísk­ur og líf­leg­ur ilm­ur sem hugsaður er fyr­ir kon­una sem tekið er eft­ir þegar hún geng­ur inn í rýmið. Bjart­ar og ávaxta­kennd­ar ilmnót­urn­ar eru nú­tíma­leg­ar og fersk­ar og henta við öll til­efni.

Dolce & Gabbana L'Impératrice Eau de Toilette, 9.499 kr.
Dolce & Gabb­ana L'Impér­at­rice Eau de Toilette, 9.499 kr.

Born In Roma frá Valent­ino

Hlýr blómailm­ur með sæt­um keim. Sól­ber, jasmín­blóm og vanilla ein­kenna ilm­inn en bleik­ur pip­ar og viðar­kennd­ar nót­ur gefa hon­um nú­tíma­leg­an blæ.

Valentino Born In Roma Eau de Parfum, 10.499 kr.
Valent­ino Born In Roma Eau de Par­f­um, 10.499 kr.

Mon Gu­erlain Florale frá Gu­erlain

Lofn­ar­blóm og vanilla leika aðal­hlut­verk í þess­um ómót­stæðilega ilm að viðbætt­um bóndarós­um og Sam­bac-jasmín­um. Ilm­ur­inn sæk­ir inn­blást­ur í hina sterku, sjálf­stæðu konu sem býr yfir munúðarfull­um kven­leika í senn.

Guerlain Mon Guerlain Florale Eau de Parfum, 9.399 kr.
Gu­erlain Mon Gu­erlain Florale Eau de Par­f­um, 9.399 kr.

J’A­dore frá Dior

Hlýja og lúx­us ein­kenna þenn­an ilm sem end­ur­spegl­ar hug­mynd­ir Dior um kven­leik­ann. Ilm­ur­inn bygg­ir á Ylang-Ylang, dam­askus-rós og jasmínu ásamt moskus og orki­de­um. „J´Adore“ þýðir „ég elska“og það er því skemmti­lega viðeig­andi á brúðkaups­dag­inn. 

Dior J'Adore Eau de Parfum, 13.899 kr.
Dior J'A­dore Eau de Par­f­um, 13.899 kr.

Fyr­ir hann:

Acqua Di Gio Prof­ondo frá Gi­orgio Armani

Ferk­ur ilm­ur sem end­ur­spegl­ar hyl­dýpi sjáv­ar. Berga­mót, manda­rín­ur og lofn­ar­blóm leika list­ir sín­ar í bland við ákafari ilmnót­ur á borð við amb­ur og moskus.

Giorgio Armani Acqua Di Gió Profondo, 14.899 kr.
Gi­orgio Armani Acqua Di Gió Prof­ondo, 14.899 kr.

K frá Dolce & Gabb­ana

Ilm­ur­inn fang­ar kjarna manns­ins, sem er trúr sjálf­um sér, varðveit­ir fjöl­skyldu sína og ást­vini. Heill­andi og aróma­tísk­ur ilm­ur sem ein­kenn­ist af sítrusávöxt­um, salvíu, og ger­an­íum. Hlýj­ar viðnót­urn­ar skapa svo eft­ir­tekt­ar­verðan ilm­slóða.

Dolce & Gabbana K, 12.799 kr.
Dolce & Gabb­ana K, 12.799 kr.

Sau­vage frá Dior

Fersk­ur en jarðtengd­ur ilm­ur sem sæk­ir inn­blást­ur í hið heita lands­lag eyðimerk­ur­inn­ar. Hlýj­ar viðarnót­ur, berga­mót, pip­ar og am­berviður gera ilm­inn göf­ug­an en hrá­an og nú­tíma­leg­an í senn.

Dior Sauvage, 12.999 kr.
Dior Sau­vage, 12.999 kr.

L´Homme Le Par­f­um frá YSL

Fágaður, öfl­ug­ur og tæl­andi ilm­ur sem bygg­ir á kraft­mikl­um viðar­kennd­um ilmnót­um. Sítrusávext­ir, ger­an­íum og veti­ver færa ilm­in­um auk­inn fersk­leika og hlýju.

Yves Saint Laurent L´Homme Le Parfum, 12.699 kr.
Yves Saint Laurent L´Homme Le Par­f­um, 12.699 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda