Tvífari Aniston oft kölluð „Rachel úr Friends“

Það eru óneitanlega líkindi með Caitlin og Jennifer Aniston.
Það eru óneitanlega líkindi með Caitlin og Jennifer Aniston. Samsett mynd

Margar stjörnur eiga sér tvífara, þar á meðal er leikkonan Jennifer Aniston. Tvífari Aniston er bloggarinn Caitlin sem heldur úti lífstílsblogginu The Kindred Ginger. 

Caitlin birti mynd af sér eftir klippingu á dögunum og voru athugasemdirnar ekki lengi að hrannast inn um að hún væri tvífari Aniston. Caitlin segir að hún hafi oft fengið að heyra það áður að hún líktist Aniston en sjálf sæi hún ekki líkindin. 

Margir líktu henni við karakter Aniston úr þáttunum Friends þar sem Aniston fór með hlutverk Rachel Green. 

Caitlin segir að fjölskylda hennar vinir sjái ekki heldur líkindin með henni og Aniston. Hún segist samt vera upp með sér fyrir að vera líkt við hana. „Jennifer er gullfalleg og ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hennar,“ sagði Caitlin. 

Hún segir að hún hafi mikið fengið ábendingar um líkindin þegar hún vann á kassa í matvöruverslun á framhaldsskóla árunum. „Ég fann að ég roðnaði og vissi ekki hvað ég átti að segja. Tuttugu árum seinna hef ég fengið þessa ábendingu óteljandi oft en í hvert skipti er ég hissa,“ sagði Caitlin.

Caitlin hefur hlotið mikla athygli.
Caitlin hefur hlotið mikla athygli. Skjáskot/Instagram
skjáskot/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda