Efnið sem endurlífgar húðina

Húðvörur með C-vítamíni hafa aldrei verið vinsælli en hefur C-vítamín …
Húðvörur með C-vítamíni hafa aldrei verið vinsælli en hefur C-vítamín sannaða virki á bak við sig. Skjáskot/Instagram

Er húðlit­ur­inn ójafn? Er áferð húðar­inn­ar gróf og fín­ar lín­ur áber­andi? Finnst þér húðin al­mennt líf­laus? Þá er lík­legt að húðvör­ur með C-víta­míni kunni að henta þér til að bæta ástandið.

Hvað er C-víta­mín?

C-víta­mín er öfl­ugt andoxun­ar­efni sem hlut­leys­ir skaðleg sindurefni en dæmi um slík efni eru til dæm­is meng­un og geisl­ar af völd­um sól­ar eða jafn­vel af tölvu- og síma­skjám. Sindurefn­in eyðileggja lif­andi húðfrum­ur og koma áhrif þess­ar­ar eyðilegg­ing­ar fram í öldrun­ar­merkj­um húðar­inn­ar. Andoxun­ar­efni, á borð við C-víta­mín, koma þá sterk inn til að vernda húðfrum­urn­ar og hægja á þróun öldrun­ar­merkja. C-víta­mín er það inni­halds­efni í húðvör­um sem hef­ur hvað flest­ar rann­sókn­ir á bak við sig sem sann­ar virkni þess svo það kem­ur fáum á óvart að þetta er eitt eft­ir­sótt­asta inni­halds­efnið í húðvör­um í dag.

Hvað ger­ir C-víta­mín fyr­ir húðina?

Með því að verja húðfrum­urn­ar gegn eyðilegg­ingu af völd­um sindurefna þá hæg­ir á þróun öldrun­ar­merkja á húðinni. C-víta­mín hef­ur einnig reynst græðandi því það örv­ar húðina til að byrja að gera við sjálfa sig með því að örva fram­leiðslu henn­ar á kolla­geni og ela­stíni. Eig­in­leik­ar C-víta­míns eru ekki þar með upp­tald­ir því það get­ur hindrað fram­leiðslu húðar­inn­ar á mel­an­íni, sem skap­ar dökka bletti á húðinni. Þannig byrja litam­is­fell­ur að lýs­ast upp með reglu­legri notk­un á húðvöru með C-víta­míni og dökk­ir blett­ir mynd­ast síður á húðinni til að byrja með.

Húðvar­an sem breytti leikn­um

Banda­ríski húðlækn­ir­inn dr. Sheldon Pinn­el var frum­kvöðull á sviði rann­sókna á andoxun­ar­áhrif­um C-víta­míns á húðina en húðvör­ur SkinCeuticals byggja á vís­inda­rann­sókn­um hans. Árið 2005 komu á markað C E Feru­lic-drop­arn­ir frá SkinCeuticals og er óhætt að segja að drop­arn­ir hafi verið upp­hafið á notk­un C-víta­míns í húðvör­um. Formúl­an er einka­leyf­is­var­in en þar koma sam­an 15% C-víta­mín í bland við 1% E-víta­mín og 0.5% ferúlik-sýru. Síðar­nefndu andoxun­ar­efn­in, E-víta­mín og ferúlik-sýra, styðja enn frek­ar við virkni C-víta­míns á húðina. Það sem ger­ir C E Feru­lic-drop­ana ein­staka er sýru­stig formúl­unn­ar sem há­mark­ar virkni henn­ar. Fæst hjá Húðlækna­stöðinni eða í vef­versl­un Húðlækna­stöðvar­inn­ar. 

SkinCeuticals C E Ferulic, 24.406 kr. Fæst hjá Húðlæknastöðinni eða …
SkinCeuticals C E Feru­lic, 24.406 kr. Fæst hjá Húðlækna­stöðinni eða í vef­versl­un Húðlækna­stöðvar­inn­ar á vef­slóðinni hudla­ekna­stod­in.is.

Hugaðu að umbúðunum

Þar sem ljós og súr­efni brjóta niður C-víta­mín og draga þannig úr virkni þess er það góð regla að kaupa slík­ar formúl­ur í loftþétt­um umbúðum þar sem ljósi er haldið frá. Leitaðu að formúl­um sem koma með pumpu eða pípettu og í umbúðum sem halda frá sól­ar­ljósi, til dæm­is dökku gleri eða þar sem umbúðirn­ar eru þakt­ar dökkri filmu.

Húðmeðferðir með C-víta­míni

Áhrifa­rík­asta leiðin til að há­marka virkni C-víta­míns er að nota ser­um-formúl­ur sem fá að liggja á húðinni yfir dag eða nótt. Þó marg­ar húðmeðferðir séu hannaðar til að nota að kvöldi til er það ekki raun­in með C-víta­mín­formúl­ur þar sem þær hjálpa til við að hlut­leysa skaðsemi sól­ar­geisla. Því er til­valið að nota húðvör­ur með C-víta­míni einnig á morgn­ana. Til að ná fram til­ætluðum ár­angri er ágætt að miða við að styrk­leiki C-víta­míns í húðvör­unni sé á bil­inu 5-20%, en ef húðin þín er viðkvæm skaltu byrja á væg­um styrk­leika og sjá hvernig var­an þol­ist. Eft­ir húðhreins­un berðu á þig húðmeðferð með C-víta­míni og þar á eft­ir kem­ur rakakrem og sól­ar­vörn, ef um morg­un er að ræða. Sem fyrr seg­ir eru það C E Feru­lic-drop­arn­ir frá SkinCeuticals sem hafa rutt braut­ina í þess­um efn­um en und­an­farið hafa komið á markað áhuga­verðar og öfl­ug­ar formúl­ur sem byggja á C-víta­míni.

Nýj­asta C-víta­mín formúl­an á markaðnum er Vitam­in C 2 Phase Ser­um frá Pestle & Mort­ar en formúl­an inni­held­ur 3 gerðir af C-víta­míni í sam­tals 16% styrk­leika. Umbúðirn­ar eru tví­skipt­ar því öðru meg­in er formúla byggð á vatns­grunni og hinu meg­in er formúla byggð á nær­andi ol­íu­grunni. Þegar þú pump­ar serum­inu upp bland­ast formúl­urn­ar sam­an. Þetta er eft­ir­tekt­ar­verð húðvara sem er án allra óæski­legra auka­efna og full af húðbæt­andi inni­halds­efn­um.

Pestle & Mortar Vitamin C 2 Phase Serum, 15.990 kr. …
Pestle & Mort­ar Vitam­in C 2 Phase Ser­um, 15.990 kr. (Versl­un­in Nola)

15.0 Vit C Booster frá Skin Regi­men sem býr yfir C-víta­míni í 15% styrk­leika. C-víta­mínið kem­ur í duft­formi sem blandað er við formúl­una við fyrstu notk­un. Þannig er fersk­leiki formúl­unn­ar tryggður. Eitt af auðkenn­um húðvara Skin Regi­men er hinn svo­kallaði „Longevity Comp­l­ex“ en húðvör­urn­ar eru auðgaðar nátt­úru­leg­um húðbæt­andi inni­halds­efn­um á borð við líf­rænt spínat, Maqui-ber og blálitku.

Skin Regimen 15.0 Vit C Booster, 16.130 kr. (SkinRegimen.is)
Skin Regi­men 15.0 Vit C Booster, 16.130 kr. (Skin­Regi­men.is)

Visi­onnaire Skin Soluti­ons Vitam­in C Cor­rect­ing Concentra­te frá Lancôme inni­held­ur 15% C-víta­mín ásamt raka­gef­andi hý­al­úrón­sýru til að gera húðina þétt­ari ásýnd­ar. Til að tryggja fersk­leika formúl­unna koma tvenn glös í pakk­an­um og þú byrj­ar á öðru og opn­ar hitt þegar hið fyrra klár­ast. 

Lancôme Visionnaire Skin Solutions Vitamin C Serum, 10.999 kr.
Lancôme Visi­onnaire Skin Soluti­ons Vitam­in C Ser­um, 10.999 kr.

Vitam­in C Cerami­de Capsu­les frá El­iza­beth Arden er góður kost­ur en þar sem serumið kem­ur í hylkja­formi helst C-víta­mínið fersk­ara leng­ur og inni­held­ur þessi formúla einnig sera­míð sem styrkja húðina enn frek­ar.

Elizabeth Arden Vitamin C Ceramide Capsules, 6.299 kr.
El­iza­beth Arden Vitam­in C Cerami­de Capsu­les, 6.299 kr.

Vitam­in C-húðvöru­lín­an frá Nip+Fab er á sér­lega góðu verði og hafa C-víta­mín skíf­urn­ar verið vin­sæl­ar. Þú strýk­ur þeim yfir and­lit og háls kvölds og morgna eft­ir hreins­un og áður en þú berð á þig and­lit­skrem. Formúl­an veit­ir húðinni aukna orku og ljóma. 

Nip+Fab Vitamin C Brightening Pads, 2.190 kr.
Nip+Fab Vitam­in C Brighten­ing Pads, 2.190 kr.

Fleiri leiðir til að bæta C-víta­míni í lífið

Fyr­ir utan notk­un á húðmeðferð með C-víta­míni get­urðu gefið húðinni auka skot af andoxun­ar­virkni með því að nota fleiri húð- og förðun­ar­vör­ur sem inni­halda C-víta­mín. Prófaðu að nota augnkrem með C-víta­míni til að draga úr dökk­um baug­um og fín­um lín­um. Force-C Eye Mask & Daily Care frá Helenu Ru­bin­stein inni­held­ur 10% C-víta­mín og styrk­ir húðina á augnsvæðinu. Þessa formúlu má bæði nota sem augnkrem eða augn­maska tvisvar í viku.

Helena Rubinstein Force-C Eye Mask & Daily Care, 9.999 kr.
Helena Ru­bin­stein Force-C Eye Mask & Daily Care, 9.999 kr.

Til að und­ir­búa húðina fyr­ir farða er Photo Fin­ish Vitam­in Glow Pri­mer frá Smash­box frá­bær formúla sem inni­held­ur C-, B- og E-víta­mín. Þessi ein­staki farðagrunn­ur end­ur­lífg­ar húðina, ger­ir hana bjart­ari, raka­meiri og ljóm­andi.

Smashbox Photo Finish Vitamin Glow Primer, 6.449 kr.
Smash­box Photo Fin­ish Vitam­in Glow Pri­mer, 6.449 kr.

Að lok­um er til­valið að nota Lig­ht­f­ul C + Coral Grass Tin­ted Cream SPF 30 frá MAC en þetta litaða dag­krem kem­ur í nokkr­um litatón­um og jafn­ar húðlit­inn með léttri þekju. Húðin verður jafn­ari, roði og ásýnd svita­hola minnk­ar ásamt því að húðin fær auk­inn raka og ljóma.

MAC Lightful C + Coral Grass Tinted Cream SPF 30, …
MAC Lig­ht­f­ul C + Coral Grass Tin­ted Cream SPF 30, 6.990 kr.

Vertu með á In­sta­gram:

@Snyrtipenn­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda