Ertu ljóshærð og umhverfisvæn?

Það hefur sjaldan verið auðveldara að nálgast umhverfisvænar og aukaefnalausar …
Það hefur sjaldan verið auðveldara að nálgast umhverfisvænar og aukaefnalausar hárvörur. Skjáskot/Instagram

Við, sem lit­um á okk­ur hárið ljóst, vit­um að fylgi­fisk­ar þess kunna að vera óæski­leg­ir gyllt­ir tón­ar í hár­inu. Þess vegna not­um við hár­vör­ur með fjólu­blá­um lit, til þess að tóna ljósa hár­lit­inn og hlut­leysa gylltu tón­ana. Hingað til hef­ur verið lítið úr­val af slík­um vör­um fyr­ir þær okk­ar sem vilja um­hverf­i­s­væn­ar og hrein­ar formúl­ur en það hef­ur breyst hratt síðastliðið ár. Hér fyr­ir neðan má lesa um eft­ir­tekt­ar­verðar formúl­ur til að tóna ljóst hár án óæski­legra inni­halds­efna.

Allt plast­laust og vatns­laust með framúrsk­ar­andi inni­halds­efn­um

Et­hique er óvenju­legt hár­vörumerki frá Nýja-Sjálandi en vör­urn­ar þeirra koma all­ar í föstu formi og inni­halda ekk­ert vatn. Hug­mynd­in er að þú not­ir vatnið í sturt­unni eða vask­in­um til að virkja vör­una í hvert skipti. Et­hique fram­leiðir ekki ein­göngu hár­vör­ur held­ur einnig húðvör­ur og svita­lyktareyði. Umbúðirn­ar eru úr papp­ír og öll fram­leiðslan miðast við það að spara vatn, orku og lág­marka plast­notk­un. Saga og gildi Et­hique er efni í aðra grein en óhætt er að segja að stofn­end­ur þess hafi hugsað út fyr­ir kass­ann en les­end­ur eru hvatt­ir til að kynna sér sög­una á vef­slóðinni Et­hique.com.

Tone It Down nefn­ast sjampó- og hár­nær­ing­arkubb­arn­ir frá Et­hique en einn kubb­ur er ígildi þriggja 350 ml sjampó­brúsa. Inni­halds­efn­in eru framúrsk­ar­andi en má þar helst nefna babassu- og jasmínu­olíu, kakós­mjör, betaín og rauðróf­ur fyr­ir ákafari fjólu­blá­an litatón. Formúl­urn­ar eru án súlfats, para­bena, jarðolíulitar­efna, gerviil­m­efna og dýra­af­leiða. Inni­halds­efn­in eru öll lífniður­brjót­an­leg og umbúðirn­ar end­ur­vinn­an­leg­ar. 

Ethique Tone It Down Purple Solid Shampoo, 2.860 kr., og …
Et­hique Tone It Down Purple Solid Shampoo, 2.860 kr., og Et­hique Tone It Down Purple Solid Conditi­oner, 3.190 kr. Fæst í versl­un­inni Beauty­box og í vef­versl­un­inni Beauty­box.is.

Hand­gerðar og hrein­ar hár­vör­ur frá Bruns

Sænska hár­vörumerkið Bruns hef­ur vakið mikla at­hygli á Íslandi und­an­farið en Bruns er hug­ar­fóst­ur tveggja sænskra hár­fag­manna. Eft­ir að hafa séð sam­starfs­fólk sitt fá of­næmi, exem, end­ur­tekn­ar blóðnas­ir og höfuðverkja­köst vildu þær Johanna og Cecilia fram­leiða hár­vör­ur með það að leiðarljósi að bæta starfs­um­hverfi hár­greiðslu­fólks. Hár­vör­urn­ar eru marg­verðlaunaðar og hand­gerðar en þær búa yfir sér­völd­um nátt­úru­leg­um inni­halds­efn­um og fram­leidd­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi. Bæði er hægt að velja til­tekna hár­vöru með ilm­kjarna­ol­í­um eða ilm­efna­laus­ar og einnig er hægt að kaupa vör­urn­ar í ferðastærðum.

Fjólu­bláa sjampóið og nær­ing­in frá Bruns nefn­ast Blond Skön­het Nr. 24 og eru formúl­urn­ar mild­ar og nær­andi fyr­ir hárið. Greipald­in veit­ir vör­un­um fersk­an ilm og dreg­ur úr ert­ingu í hár­sverði. Formúl­urn­ar eru án súlfats, síli­kona, para­bena, gerviil­m­efna, litar­efna úr jarðolíu og dýra­af­leiða. Umbúðir eru end­ur­vinn­an­leg­ar.

Bruns Blond Skönhet Schampo Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 …
Bruns Blond Skön­het Schampo Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 kr. Hár­vör­urn­ar frá Bruns fást m.a. á hár­greiðslu­stof­unni Skugga­falli og í vef­versl­un þeirra á vef­slóðinni Skugga­fall.is.
Bruns Blond Skönhet Balsam Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 …
Bruns Blond Skön­het Bal­sam Nr. 24, 2.390 kr. / 7.590 kr. Hár­vör­urn­ar frá Bruns fást m.a. á hár­greiðslu­stof­unni Skugga­falli og í vef­versl­un þeirra á vef­slóðinni Skugga­fall.is.

Lit­ur, gljái og nær­ing í einni formúlu

Til að vinna enn frem­ur gegn gyllt­um litatón­um í hár­inu hef­ur ít­alska hár­vörumerkið Previa sett á markað fjólu­blátt nær­ing­ar­sprey sem býr yfir öllu sem ljóst hár þarf. Sil­ver Bip­hasic Lea­ve-In Conditi­oner er nær­andi, býr yfir styrkj­andi pró­tín­um og líf­ræn­um bróm­berj­um. Umbúðirn­ar eru úr end­ur­vinn­an­legu plasti og eru svo aft­ur end­ur­vinn­an­leg­ar að fullu. Formúl­an er án jarðol­íu­af­leiða, EDTA/​PEG/​PPG, para­bena og dýra­af­leiða. 

Previa Silver Biphasic Leave-In Conditioner, 4.590 kr. Fæst í versluninni …
Previa Sil­ver Bip­hasic Lea­ve-In Conditi­oner, 4.590 kr. Fæst í versl­un­inni Nola og í vef­versl­un­inni á vef­slóðinni Nola.is.

Með sjálf­bærni að leiðarljósi

Vör­urn­ar frá Dav­ines eru fram­leidd­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi og séð til þess að lág­marka kol­efn­is­spor fram­leiðslunn­ar. Alchemic Conditi­oner Sil­ver er öfl­ug hár­nær­ing sem býr yfir fjólu­blá­um lit til að tóna ljóst eða grátt hár. Formúl­an hef­ur verið end­ur­nýjuð og er nú 98% lífniður­brjót­an­leg og án para­bena og síli­kona. 

Davines Alchemic Conditioner Silver, 4.200 kr. Fæst m.a. á hárgreiðslustofunni …
Dav­ines Alchemic Conditi­oner Sil­ver, 4.200 kr. Fæst m.a. á hár­greiðslu­stof­unni Skugga­falli og í vef­versl­un þeirra á vef­slóðinni Skugga­fall.is.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda