Taktu ferskleikann með inn í haustið

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er yfirleitt sólkysst og frískleg að sjá.
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er yfirleitt sólkysst og frískleg að sjá.

Þegar hausta tek­ur er ágætt að eiga nokkr­ar vör­ur sem hjálpa til við að halda frísk­lega sumar­út­lit­inu við. 

Sól­kysst með nýj­um brúnku­vör­um

Ný­verið komu á markað nýj­ar brúnku­vör­ur frá Nip+Fab. Af nægu er að taka en Faux Tan Bronz­ing Oil fangaði at­hygli blaðamanns en þetta er nær­andi húðolía sem veit­ir húðinni fal­leg­an lit. Formúl­an inni­held­ur m.a. arg­an- og avóka­dó-olíu, húðbæt­andi B3-víta­mín og raka­gef­andi glýserín.

Nip+Fab Faux Tan Bronzing Oil.
Nip+Fab Faux Tan Bronz­ing Oil.

Hin vin­sæla Faux Tan Express Mous­se frá Nip+Fab kem­ur núna í litn­um Ultra Dark. Froðan inni­held­ur Aloe Vera, sem gef­ur góðan raka og róar húðina, ásamt glýkól­sýru en hún fjar­læg­ir dauðar húðfrum­ur og jafn­ar þannig brúnk­una. Best er að bera brúnku­froðuna á húðina í löng­um strok­um með hanska og skola hana svo af með volgu vatni eft­ir um eina til þrjár klukku­stund­ir. 

Brúnkuvörurnar frá Nip+Fab hafa notið mikilla vinsælda síðastliðið ár og …
Brúnku­vör­urn­ar frá Nip+Fab hafa notið mik­illa vin­sælda síðastliðið ár og eru á hag­stæðu verði. Nú eru komn­ar spenn­andi nýj­ung­ar frá merk­inu.

Ilm­ur af sumri

Óhætt er að segja að Lig­ht Blue-ilm­ur­inn frá Dolce & Gabb­ana minni marga á gleði sum­ars­ins. Nú eru kom­in lík­ams­sprey fyr­ir döm­ur og herra inn­an Lig­ht Blue-fjöl­skyld­unn­ar og nú hægt að baða sig í sítrus- og viðar­kennda fersk­leik­an­um. Það er einnig óhætt fyr­ir döm­urn­ar að spreyja ilm­in­um í hárið og skapa þannig skemmti­leg­an ilm­slóða. 

Dolce & Gabbana Light Blue Body & Hair Spray fyrir …
Dolce & Gabb­ana Lig­ht Blue Body & Hair Spray fyr­ir döm­ur og Lig­ht Blue Body Spray fyr­ir herra.

Glossaðar og mjúk­ar var­ir

Hinkr­um aðeins með matta varalit­inn, það er ekki komið haust strax. Glossuð áferð á vör­un­um minn­ir á létt­leika sum­ars­ins en fátt ger­ir var­irn­ar jafn þokka­full­ar og Lip Max­im­izer frá Dior. Formúl­an veit­ir vör­un­um langvar­andi raka og ger­ir þær strax fyllri ásýnd­ar. 

Dior Lip Glow og Dior Lip Maximizer eru báðar frábærar …
Dior Lip Glow og Dior Lip Max­im­izer eru báðar frá­bær­ar vör­ur til að fá mýkri og fyllri var­ir.

Nátt­úru­leg­ar og þykk­ari auga­brún­ir 

Toppaðu fersk­leik­ann í haust með fal­lega mótuðum og nátt­úru­leg­um auga­brún­um. Mad Eyes Brow Framer frá Gu­erlain er eitt mest spenn­andi auga­brúnag­el sem sést hef­ur síðustu árin, ekki síst vegna burst­ans sem er sér­lega ný­stár­leg­ur. Hann greiðir vel í gegn­um auga­brún­irn­ar og skap­ar ásýnd fleiri hára. Auga­brún­argelið sjálft inni­held­ur trefjar sem gefa brún­un­um nátt­úru­lega fyll­ingu ásamt því að móta þær. Formúl­an inni­held­ur bý­flugna­vax og bóm­ull­ar-extrakt sem örv­ar hár­vöxt með hverri notk­un, líkt og ser­um. Mad Eyes Brow Framer er fá­an­legt í þrem­ur lit­um: Blonde, Brown og Bru­nette.

Guerlain Mad Eyes Brow Tamer er sérstakt augabrúnagel og spilar …
Gu­erlain Mad Eyes Brow Tamer er sér­stakt auga­brúnag­el og spil­ar burst­inn stórt hlut­verk.
Mad Eyes Brow Tamer frá Guerlain er hluti af Mad …
Mad Eyes Brow Tamer frá Gu­erlain er hluti af Mad Eyes-línu merk­is­ins sem inni­held­ur einnig maskara, augnskugg­astifti og augn­línufarða.


Lit­ur og ljómi

Að sjálf­sögðu þarf sam­spil af sólar­púðri, ljóma og kinna­lit til að skapa sól­kyssta út­litið og þar kem­ur Stay Naked Threesome frá Ur­ban Decay sterkt til leiks. Þetta er hent­ug snyrti­vara og er púðrið mjúkt og auðvelt í ásetn­ingu. Formúl­an end­ist í allt að fjór­tán klukku­stund­ir á and­lit­inu og er ilm­efna­laus og veg­an. 

Urban Decay Stay Naked Threesome er blanda af sólarpúðri, ljóma …
Ur­ban Decay Stay Naked Threesome er blanda af sólar­púðri, ljóma og kinna­lit.



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda