Hefur hársvörður áhrif á hrukkumyndun í andliti?

Gæta þarf að hársverðinum líkt og húðinni á andlitinu.
Gæta þarf að hársverðinum líkt og húðinni á andlitinu.

„Húðin í hár­sverði eld­ist tólf sinn­um hraðar en húð á lík­ama og sex sinn­um hraðar en húðin í and­liti. Sum­ir sér­fræðing­ar ganga svo langt að halda því fram að flest­ar hrukk­ur í and­liti komi frá töpuðum teygj­an­leika í hár­sverði. Við telj­um lang­lífi húðar tengj­ast sam­spili þess að hugsa vel um húð í hár­sverði og and­liti. Ótíma­bær öldrun í hár­sverði veld­ur líka hárþynn­ingu og hár­losi,“ seg­ir Hild­ur Elísa­bet Inga­dótt­ir, snyrti­fræðimeist­ari og þjálf­ari hjá heild­söl­unni Bpro. Þetta fær fólk ef­laust til að velta hár­sverðinum aukna at­hygli en hingað til hef­ur nær öll áhersla verið á húðum­hirðu á and­liti.

Andoxun­ar­efni spila stórt hlut­verk

Hild­ur bend­ir á mik­il­vægi andoxun­ar­efna í þessu sam­hengi. „Í stuttu máli þá vinna andoxun­ar­efni gegn ótíma­bærri öldrun hárs og hár­svarðar. Þau draga úr töpuðum teygj­an­leika hár­svarðar og minnka lík­ur á bólg­um í hár­sverði og þar af leiðandi minnk­ar hár­los. Við telj­um að það sé nauðsyn­legt að nota hár­vör­ur sem inni­halda andoxun­ar­efni, þær vinna gegn skaðleg­um áhrif­um stakeinda,“ út­skýr­ir Hild­ur og bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að fá andoxun­ar­efni úr fæðu og bæti­efn­um. Hún nefn­ir að hægt sé að lesa sér til um andoxandi gildi í mat­væl­um með því að skoða til dæm­is Orac-skalann. 

Innan Renewing-línu Davines má finna Renewing Serum Superactive. Þetta er …
Inn­an Renew­ing-línu Dav­ines má finna Renew­ing Ser­um Superacti­ve. Þetta er ser­um fyr­ir hár­svörðinn en formúl­an inni­held­ur andoxun­ar­efni sem viðhalda heil­brigðu hári og kunna að auka líf­tíma þess.

Hár­svörður­inn grunn­ur að heil­brigðu hári

Það er ým­is­legt hægt að gera til þess að huga að heil­brigðum hár­sverði. Til dæm­is er hægt að nota nær­andi hár­vör­ur, milda skrúbba fyr­ir hár­svörð til að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur eða sýru­formúl­ur sem eru sér­stak­lega þróaðar fyr­ir hár­svörð. Þess skal getið að ph-gildi hár­svarðar­ins er frá­brugðið öðrum svæðum lík­am­ans. „Heil­brigður hár­svörður með góða frum­end­ur­nýj­un og heil­brigða starf­semi styður við heil­brigðan hár­vöxt og þar af leiðandi heil­brigt hár. Þurr hár­svörður get­ur stíflað hár­sekk­ina og valdið hár­losi. Feit­ur hár­svörður get­ur fengið fitu­flösu sem stífl­ar hár­sekk­ina og valdið hár­losi. Get­ur líka valdið bólg­um sem loka hár­sekkj­un­um og valda hár­losi. Mik­il­vægt að nudda hár­svörðinn til að örva blóðflæði,“ seg­ir Hild­ur. 

Davines SOLU Sea Salt Scrub Cleanser er djúphreinsandi saltskrúbbur sem …
Dav­ines SOLU Sea Salt Scrub Cle­anser er djúp­hreins­andi saltskrúbb­ur sem end­ur­nær­ir hár­svörðinn og fjar­læg­ir óhrein­indi, leif­ar af mót­un­ar­vör­um og meng­un.

Ein af mörg­um meðferðum sem ít­alska hár­vörumerkið Dav­ines býður upp á er sýrumeðferð fyr­ir hár­svörð en hún fer ein­göngu fram á hár­greiðslu­stof­um. „Renew­ing-sýr­an fjar­læg­ir dauðar húðfrum­ur, eyk­ur end­ur­nýj­un húðfrumna, gef­ur raka og eyk­ur glans. Hárið verður silkimjúkt og sýr­an eyk­ur einnig blóðflæði til hár­sekkja og hár­svarðar og eyk­ur þar af leiðandi upp­töku nær­ing­ar. Meðferðina er gott að taka í kúr til að byrja með einu sinni í viku í sex vik­ur. Síðan er gott að end­ur­taka hana reglu­lega eft­ir því sem hár­greiðslumaður­inn ráðlegg­ur,“ seg­ir Hild­ur og bend­ir á að sýrumeðferð er góð til að auka heil­brigði hár­svarðar, til að leysa upp dauðar húðfrum­ur sem kunna að stífla hár­sekk­ina, til að jafna fitu­fram­leiðslu og við mik­illi flösu. 


Grá hár þurfa meiri mýkt og raka

„Þegar að hár grán­ar finnst okk­ur þau oft standa meira upp og vera erfiðari meðhöndl­un­ar. Til­fellið er að ysta lagið á gráu hári er gróf­ara held­ur en það var áður. Grátt hár þarf meiri mýkt og raka. Gott er að bursta hárið á hverju kvöldi til þess að dreifa nátt­úru­leg­um ol­í­um um hárið, þá mæl­um við með svíns­hára-burst­um. Eft­ir sex vik­ur ætti hárið að vera mýkra og meira glans­andi,“ seg­ir Hild­ur. Hún seg­ir það gott að nota fjólu­blátt sjampó reglu­lega til að tóna gráu hár­in. „Það gef­ur ljóma og skerp­ir lit­inn. Nauðsyn­legt er að nota sjampó sem nær­ir hárið, gef­ur raka og eins nota góða djúp­nær­ingu reglu­lega. Með því að hugsa bet­ur um hár­svörðinn og hárið lengj­um við líf­tíma þess og þá ætt­um við að geta aðeins dregið það að grá hár komi fram. Al­veg eins og við minnk­um lík­ur á ótíma­bærri öldrun í and­liti með réttri húðum­hirðu. Hins veg­ar eru marg­ir þætt­ir sem spila inn í öldrun hárs­ins, eins og erfðir, lífstíll, mat­ar­ræði og streita,“ seg­ir Hild­ur að lok­um. 

Label.m Cool Blonde Shampoo og Cool Blonde Conditioner eru sérlega …
Label.m Cool Blonde Shampoo og Cool Blonde Conditi­oner eru sér­lega öfl­ug­ar og djúp­fjólu­blá­ar formúl­ur til að tóna ljóst eða grátt hár. Formúl­urn­ar inni­halda einnig andoxun­ar­efni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda