Kári Sverriss myndaði Liv fyrir forsíðu ELLE

Tísku­ljós­mynd­ar­inn KáriS­verriss á heiður­inn af forsíðumynd þýska ELLE en forsíðuna prýðir ís­lenska fyr­ir­sæt­an Liv Bene­dikts­dótt­ir sem starfar hjá Eskimo. Sara Dögg Johan­sen sá um förðun­ina en stílisti var Sigrún Ásta. 

„Við tók­um þenn­an myndaþátt upp fyr­ir nokkr­um mánuðum. Ég lét síðan vinna mynd­irn­ar og þær voru tekn­ar í þeim til­gangi eða í von um að fá birt­ingu í er­lendu tíma­riti. Ég sendi svo mynd­irn­ar einnig á umboðsskrif­stof­una mína í New York en þeir eru að vinna í því að koma mín­um mynd­um víðar um heim­inn og hjálpa mér að koma mér á fram­færi,“ seg­ir í Kári í sam­tali við Smart­land. 

Kári seg­ir að einn af hans umboðsmönn­um hafi sýnt rit­stjóra þýska ELLE mynd­irn­ar og hélt hún ekki vatni yfir mynd­un­um að sögn Kára.  

„Vegna kór­ónu­veirunn­ar hef­ur verið erfiðara fyr­ir mig að ferðast utan í verk­efni eins og hjá mörg­um í mín­um bransa. Þess vegna hafa sum tíma­rit leitað óhefðbund­inna leiða til þess að finna nýtt efni. Ég fékk staðfest­ingu á því að mynd­in yrði notuð á forsíðuna fyr­ir nokkr­um mánuðum og hef ég hlakkað til að geta deilt forsíðunni þegar hún kæmi út. Enda er þýska ELLE eitt af vin­sæl­ustu tísku- og lífs­stíls­tíma­rit­um í heim­in­um,“ seg­ir hann. Hann seg­ist vera mjög þakk­lát­ur fyr­ir þetta verk­efni. 

„Ég er ofboðslega þakk­lát­ur fyr­ir þetta flotta teymi. Það er þeim að þakka að við náðum þess­um ár­angri með þess­ar mynd­ir,“ seg­ir hann. 

Hér er Kári ásamt fyrirsætunni Ali Tate Cutler sem hann …
Hér er Kári ásamt fyr­ir­sæt­unni Ali Tate Cutler sem hann myndaði hér­lend­is fyr­ir ís­lenska fyr­ir­tækið MTK.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda