Haustförðun í anda Dua Lipa

Thelma Kristín Bjarnadóttir er hér förðuð af Björgu Alfreðsdóttur í …
Thelma Kristín Bjarnadóttir er hér förðuð af Björgu Alfreðsdóttur í anda Dua Lipa. mbl.is/Arnþór Birkisson

Björg Al­ferðsdótt­ir, in­ternati­onal makeup art­ist Yves Saint Laurent á Íslandi, farðaði Telmu Krist­ínu Bjarna­dott­ur með nýj­ustu lit­un­um frá YSL. 

„Haustið er minn upp­á­halds­tími í förðun þar sem áhersl­an fær­ist úr léttri nátt­úru­legri förðun yfir í meiri augn­förðun og dekkri var­ir. Ég sótti inn­blást­ur að þessu sinni í förðun Dua Lipa sem er and­lit LI­BRE-ilm­vatns­ins frá YSL, þar sem áhersla er á dökka og drama­tíska augn­förðun með nátt­úru­leg­um vör­um,“ seg­ir Björg.

Söngkonan Dua Lipa er að gera frábæra hluti á tónlistarsviðinu. …
Söng­kon­an Dua Lipa er að gera frá­bæra hluti á tón­list­ar­sviðinu. Hér er hún með dökk augu og ljós­ari var­ir sem er mikið í tísku núna.

Þegar kólna fer í veðri er enn mik­il­væg­ara að und­ir­búa húðina til að ná fram fal­legri og jafnri áferð.

„Ég vil ekki nota of þykk og mik­il krem fyr­ir förðun og vel því að nota gott and­lits­vatn sem fyll­ir húðina raka og létt ser­um yfir sem jafn­ar áferð og dreg­ur fram ljóma húðar­inn­ar, Pure Shots-lín­an frá YSL er mín „go to“ núna.

Pure Shots línan frá YSL er mjög nærandi fyrir húðina.
Pure Shots lín­an frá YSL er mjög nær­andi fyr­ir húðina.

Yfir haust- og vetr­ar­tíma vilj­um við marg­ar meiri þekju svo ég notaði All Hours-lín­una á Telmu, farðinn og hylj­ar­inn gefa miðlungs upp í mikla þekju, end­ast í allt að 24 klukku­tíma og eru vatns­held­ir.“

Til að fríska upp á húðina og fá meiri hreyf­ingu í förðun­ina notaði hún létt sólar­púður og mild­an kinna­lit.

Nýja litapallettan frá YSL er heillandi en með þessum tíu …
Nýja litap­all­ett­an frá YSL er heill­andi en með þess­um tíu lit­um er hægt að leika sér enda­laust.
Umbúðirnar eru í anda YSL.
Umbúðirn­ar eru í anda YSL.
Hér sést hvernig Björg farðaði augun. Liturinn er ljósari í …
Hér sést hvernig Björg farðaði aug­un. Lit­ur­inn er ljós­ari í aug­krókn­um en dökkn­ar í kant­ana. mblo.is/​Arnþór Birk­is­son

„Fyr­ir stuttu komu nýj­ar augnskuggapall­ett­ur frá YSL sem inni­halda 10 liti sem henta fyr­ir hvaða förðun sem er. Ég notaði pall­ettu nr.1, Par­is, sem inni­held­ur ótrú­lega klæðilega lita­sam­setn­ingu sem topp­ar hvaða augn­förðun sem er. Til að fá meiri dýpt notaði ég fyrst Cout­ure Kaj­al-augn­blý­ant og blandaði hon­um vel, því næst dreifði ég augnskugg­an­um yfir augn­lokið og endaði svo á vin­sæl­asta maskar­an­um frá YSL, Mascara Volume Ef­fet Faux Cils.

Maskarinn Mascara Volume Effet Faux Cils frá YSL gefur mikla …
Maskar­inn Mascara Volume Ef­fet Faux Cils frá YSL gef­ur mikla fyll­ingu.
Slim sheer-varalitirnir frá YSL gefa fallega matta áferð. Björn notaði …
Slim sheer-varalit­irn­ir frá YSL gefa fal­lega matta áferð. Björn notaði lit núm­er 102 í förðun­ina.

Þar sem ég ákvað að leggja aðaláhersl­una á aug­un finnst mér fal­legt að velja frek­ar hlut­laus­an varalit á móti. Slim sheer-varalit­irn­ir gefa matta satí­ná­ferð og koma ótrú­lega fal­lega út á vör­un­um, ég notaði lit nr. 102 sem er nude með ör­litl­um bleik­um tóni. Mitt loka­skref í hverri förðun er svo All Nig­hter sett­ing sprey frá Ur­ban Decay sem gef­ur förðun­inni allt að 16 klst. end­ingu.“

All Nighter frá Urban Decay gerir það að verkum að …
All Nig­hter frá Ur­ban Decay ger­ir það að verk­um að förðunin end­ist og end­ist.
All hours hyljarinn endist mjög lengi.
All hours hylj­ar­inn end­ist mjög lengi.
All Hours farðinn frá YSL er fyrir þær sem vilja …
All Hours farðinn frá YSL er fyr­ir þær sem vilja láta förðun­ina end­ast í marga klukku­tíma.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda