Hlúðu að stærsta líffærinu á erfiðum tímum

Hugsaðu vel um húðina.
Hugsaðu vel um húðina. Ljósmynd/Unsplash/Kimia Zarifi

Stærsta líf­færið er húðin og hún er okk­ar stærsti varn­ar­skjöld­ur gegn sýk­ing­um og meng­un. En það er líka ekk­ert mál að skemma húðina og valda al­geng­um húðvanda­mál­um með því að hugsa illa um hana.

Mik­ill kvíði og stress fylg­ir þess­um und­ar­legu tím­um sem við lif­um á og það hjálp­ar ekki til við að halda húðinni góðri. Það er þó fullt sem við get­um gert til að hlúa að húðinni og koma henni í sitt besta ástand. 

Núna er full­komið tæki­færi fyr­ir þau sem vinna heima að taka tíma í húðum­hirðu.

Slepptu förðun­ar­vör­um 

Þegar fólk hætt­ir að nota förðun­ar­vör­ur, sér­stak­lega ef þær hafa stífl­andi áhrif á húðina, tek­ur það eft­ir að húðin verður fal­legri. Eft­ir um viku af eng­um förðun­ar­vör­um ætt­irðu að sjá breyt­ingu á húðinni. Ef þú slepp­ir húðvör­um í um mánuð ætt­irðu að sjá enn meiri mun. 

Förðun­ar­vör­ur skapa auka­áreiti á húðina. Bæði geta þær verið ert­andi og maður þríf­ur yf­ir­leitt húðina með ágeng­ari efn­um þegar maður þríf­ur förðun­ar­vör­ur af. Þetta er því kjörið tæki­færi til að prófa að sleppa því að mála sig í viku eða fjór­ar og at­huga hvort það skil­ar þér betri húð. 

Þrífðu förðun­ar­burst­ana

Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir öll þau sem eiga förðun­ar­bursta af ein­hverri teg­und að þrífa þá reglu­lega. Nýttu tæki­færið í heims­far­aldr­in­um og djúp­hreinsaðu burst­ana. Í þá safn­ast bakt­erí­ur og drulla sem geta auðveld­lega valdið út­brot­um og ból­um á húðinni seinna meir. Ef burst­arn­ir eru í stöðugri notk­un er mælt með því að þrífa þá einu sinni í viku. Það má nota ým­is­legt til verks­ins, þar til gerðar mott­ur og sáp­ur. Það er líka hægt að nota uppþvotta­lög og hend­urn­ar. 

Notaðu sól­ar­vörn

Það hljóm­ar fá­rán­lega að nota sól­ar­vörn yfir vetr­ar­mánuði á Íslandi því það er bjart í um það bil kort­er á dag­inn. En það skipt­ir engu máli; sól­ar­vörn er lyk­il­atriði í því að hægja á öldrun húðar­inn­ar. Notaðu sól­ar­vörn jafn­vel þótt þú sitj­ir bara við glugg­ann heima að vinna. 

Notaðu gott rakakrem

Núna er tím­inn til að kaupa gott rakakrem ef þú ert ekki þegar búin/​n að því. Reyndu að velja gott rakakrem, til dæm­is með hý­al­úronsýru eða squala­ne. Ekki gleyma að viðhalda rak­an­um inn­an frá líka og drekka mikið vatn.

Það er mikilvægt að nota gott rakakrem allan ársins hring.
Það er mik­il­vægt að nota gott rakakrem all­an árs­ins hring. Ljós­mynd/​Unsplash/​An­astasiia Osta­povych
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda