Þetta eru snyrtivörur ársins 2020

Ljósmynd/Pexels/Cottonbro

Ár hvert vel­ur Smart­land 25 bestu snyrti- húð- og hár­vör­ur árs­ins en list­inn er yf­ir­grips­mik­ill og fjöl­breytt­ur. Blaðamenn Smart­lands prófa yf­ir­leitt flest sem kem­ur á snyrti­markaðinn hér­lend­is og eru því í lyk­il­stöðu til að meta hvað stóð upp úr á ár­inu. Árið var ekk­ert venju­legt ár og settu fjar­fund­ir og heima­vinna mark sitt á snyrti­vöru­kaup lands­manna enda fór fólk að kaupa betri handsáp­ur en oft áður og spritt­brús­ar urðu jafn­sjálf­sagðir og sal­ern­ispapp­ír. 

FÖRÐUN

Farði árs­ins

Chanel Les Beiges Teint Belle Mine Natur­elle SPF 25

Franska tísku­húsið Chanel er sterkt þegar kem­ur að förðun­ar­vör­um enda leggja fransk­ar mik­inn metnað í hylkið utan um sál­ina. Í haust kom splunku­nýr farði frá Chanel sem heillaði þá sem prófuðu hann upp úr skón­um. Þessi farði gef­ur fal­lega áferð sem jafn­ar út húðlit og þekur vel án þess að verða eins og fólk sé með grímu í and­lit­inu. Fæst í Hag­kaup. 

Les Beiges Teint Belle Mine Natur­elle frá Chanel.
Les Beiges Teint Belle Mine Natur­elle frá Chanel.

Litaða dag­krem árs­ins

Guinot Hydra Fin­ish Cream SPF 15

Þeir sem þekkja franska snyrti­vörumerkið Guinot vita að litaða dag­kremið frá merk­inu er hið mesta þarfaþing í öldu­gangi lífs­ins. Það gef­ur ákaf­lega nátt­úru­lega áferð og and­litið virk­ar farðalaust á sama tíma og það veit­ir húðinni mik­inn ljóma. Það hent­ar vel und­ir farða en líka eitt og sér þegar fólk nenn­ir ekki að setja mik­inn metnað í förðun. Fæst á snyrti­stof­um.

Farðagrunn­ur árs­ins

Smash­box Photo Fin­ish Vitam­in Glow

Fólk sem hef­ur elskað farðagrunn­ana frá Smash­box í gegn­um tíðina á eft­ir að kunna að meta þenn­an farðagrunn. Hann er bor­inn á and­litið á und­an farðanum sjálf­um og fyll­ir upp í húðhol­ur og veit­ir fal­leg­an ljóma um leið. Það er hlý­leg áferð á hon­um og hann ilm­ar af fersk­leika án þess að það verði of mikið. Fæst í Hag­kaup. 

Smashbox Photo Finish Vitamin Glow.
Smash­box Photo Fin­ish Vitam­in Glow.

Maskari árs­ins

Lancôme Monsie­ur Big Volumiz­ing Mascara

Þessi maskari frá Lancôme býr yfir mikl­um töfr­um. Hann þykk­ir og leng­ir augn­hár­in og hent­ar vel fyr­ir þá sem vilja vera með gerðarleg augn­hár án þess að vera með augn­hára­leng­ingu eða gerviaugn­hár. Þessi maskari er fá­an­leg­ur vatns­held­ur og er það smekks­atriði hvort fólk kunni að meta það eða ekki. Fæst í Hag­kaup og Lyfju.

Lancôme Monsieur Big Volumizing Mascara.
Lancôme Monsie­ur Big Volumiz­ing Mascara.

Augnskuggapall­etta árs­ins

Sensai Eye Colours Palette 02 Nig­ht Sparkle

Þessi augnskuggapall­etta sem skart­ar fjór­um lit­um, dökk­brún­um, perlu­lituðum, bronslituðum og ljós­brún­um naut mik­illa vin­sælda 2020. Hún var full­kom­in til nota dags­dag­lega en líka frá­bær fyr­ir fjar­fund­inn. Hægt er að leika sér með þessa liti, búa til drama­tíska stemmn­ingu en líka frá­bær til þess að fá smá líf á augn­lok­in. Fæst í Hag­kaup. 

Sensai Eye Colours Palette 02 Night Sparkle.
Sensai Eye Colours Palette 02 Nig­ht Sparkle.

Sólar­púður árs­ins

Gu­erlain Terracotta Bronz­ing Powder

Þetta sólar­púður er löngu orðið klass­ískt. Það býr yfir 30 ára gam­alli sögu af vel­gengni sem not­end­ur þess þekkja. Auðvelt er að nota þetta sólar­púður til að skyggja and­litið en það er líka mjög nyt­sam­legt sem kinna­lit­ur. Fæst í Hag­kaup. 

Ljóma­vara árs­ins

Chanel Les Beiges Flui­de Enlum­ine­ur

Ljóma­vara árs­ins kem­ur frá franska tísku­hús­inu Chanel. Um er að ræða ljóma í fljót­andi formi sem hægt er að bera á allt and­litið und­ir farða eða bera á and­litið á þá staði sem fólk vill láta ljóma sér­stak­lega. Fæst í Lyf og heilsu og Hag­kaup. 

Chanel Les Beiges Fluide Enlumineur.
Chanel Les Beiges Flui­de Enlum­ine­ur.

Hylj­ari árs­ins

Yves Saint Laurent All Hours Conceal­er

Það komst eng­inn í gegn­um þetta erfiða ár nema eiga góðan hylj­ara. Yves Saint Laurent er þekkt fyr­ir gullpenn­ann sinn en All Hours hylj­ar­inn frá þeim kom sterk­ur inn á ár­inu og var mikið notaður. Fæst í Hag­kaup. 

Yves Saint Laurent All Hours Concealer.
Yves Saint Laurent All Hours Conceal­er.

Varalit­ur árs­ins

Dior Rou­ge Matte 999

Í mars bár­ust þær frétt­ir að Dior snyrti­vör­ur væru aft­ur fá­an­leg­ar á Íslandi. Þetta vakti kátínu hjá Di­or­elsk­end­um. Rauði varalit­ur­inn 999 naut mik­illa vin­sælda á ár­inu enda býr hann yfir þeim eig­in­leik­um að hald­ast vel á vör­un­um og klín­ast ekki út um allt. Fæst í Lyf og heilsu og Hag­kaup. 

Dior Rouge Matte 999.
Dior Rou­ge Matte 999.

Gloss árs­ins

Cl­ar­ins In­st­ant Lig­ht Natural Lip Per­fector

Þetta gloss naut mik­illa vin­sælda á ár­inu. Það kem­ur í nokkr­um lit­um og gef­ur vör­un­um fal­lega áferð. Það sem er frá­bært við þetta gloss er að það er líka hægt að nota það sem kinna­lit. Fæst í Hag­kaup. 

Auga­brúna­vara árs­ins

Ur­ban Decay In­ked 3 Day Brow

Á tím­um sem þess­um þegar snyrti­stof­ur voru lokaðar þurfti fólk að grípa til sinna eig­in ráða. Þá kom þetta auga­brúna­efni frá Ur­ban Decay að góðum not­um. Efnið er í fljót­andi formi með litl­um ská­skorn­um bursta sem auðvelt er að nota til að móta auga­brún­irn­ar. Það góða við þetta efni er það end­ist í þrjá daga og því full­komið fyr­ir mjög latt fólk. Fæst í Hag­kaup. 

Urban Decay Inked 3 Day Brow.
Ur­ban Decay In­ked 3 Day Brow.
Augn­blý­ant­ur árs­ins

Chanel Stylo Yeux Water­proof Long-Lasting Eyel­iner
Ef það var ein­hvern tím­ann mik­il­vægt að vera með vatns­held­an blý­ant um aug­un þá var það 2020. Þessi augn­blý­ant­ur hef­ur þá eig­in­leika að hagg­ast ekki og það naut vin­sælda á ár­inu að setja hann inn í vatns­línu augn­anna. Fæst í Lyf og heilsu og Hag­kaup. 
Chanel Stylo Yeux Waterproof Long-Lasting Eyeliner.
Chanel Stylo Yeux Water­proof Long-Lasting Eyel­iner.
Naglalakk árs­ins
Yves Saint Laurent La Laque Cout­ure 73' nail pol­ish
Dökk­ar negl­ur áttu upp á pall­borðið 2020. Þetta naglalakk frá Yves Saint Laurent skapaði drama­tík og gerði heima­föt­in að spari­föt­um. Fæst í Lyf og heilsu. 
Yves Saint Laurent La Laque Couture 73 nail polish.
Yves Saint Laurent La Laque Cout­ure 73 nail pol­ish.

HÚÐUM­HIRÐA

And­lits­hreins­ir árs­ins

/skin regi­men/ Cle­ans­ing Cream

Þessi and­lits­hreins­ir sló í gegn 2020. Hann þurrk­ar ekki húðina og mælt er með því að nota hann einu sinni að morgni og tvisvar að kvöldi. Þar að segja þrífa and­litið upp úr hon­um þegar fólk vakn­ar og þrífa and­litið tvisvar á kvöld­in. Fyrst með því að þrífa farða af og svo til þess að hreinsa húðina al­menni­lega. Þessi and­lits­hreins­ir er bor­inn á með hönd­un­um, and­litið skrúbbað og þvegið með volgu vatni. Það þarf því enga bóm­ull eða neitt slíkt sem er mun um­hverf­i­s­vænna. Fæst á Beauty­b­ar.is 

/skin regimen/ Cleansing Cream.
/skin regi­men/ Cle­ans­ing Cream.

And­lit­skrem árs­ins 

SkinCeuticals A.G.E In­terr­prer

Þetta dag­krem er áhrifa­rækt og dreg­ur veru­lega úr öldrun­ar­merkj­um eins og fín­um lín­um. Kremið jafn­ar út húðina og eyk­ir teygj­an­leika henn­ar ásamt því að viðhalda góðum raka. Það er mjög gott fyr­ir þroskaða húð og inni­held­ur blá­berjaseyði, proxyla­ne og phytosphingos­ine. Fæst á Húðlækna­stöðinni. 

SkinCeuticals A.G.E Interrprer.
SkinCeuticals A.G.E In­terr­prer.

Augnkrem árs­ins

Com­fort Zone Hydra­memory Eye Gel

Þetta augnkrem veit­ir mik­inn raka og hjálp­ar til við að draga úr þreytu­ein­kenn­um og þrota í kring­um aug­un. Það hent­ar fólki vel sem vinn­ur mikið fyr­ir fram­an tölvu og eða sef­ur ekki nógu mikið. Fæst á snyrti­stof­um. 

Comfort Zone Hydramemory Eye Gel.
Com­fort Zone Hydra­memory Eye Gel.

Húðmeðferð árs­ins

BI­OEF­FECT 30 day Treatment

Um er að ræða öfl­uga húðmeðferð sem minnk­ar hrukk­ur, roða og veit­ir húðinni góðan raka. Mælt er með því að nota þessa 30 daga meðferð einu sinni til fjór­um sinn­um á ári en þess­ir húðdrop­ar eru virk­asta var­an frá BI­OEF­FECT. Fæst í Lyfju og Hag­kaup. 

BIOEFFECT 30 day Treatment.
BI­OEF­FECT 30 day Treatment.

Augn­maski árs­ins

Shiseido Vital Per­fecti­on Uplift­ing and Fir­ming Express Eye Mask

Þessi and­lits­maski er afar áhrifa­rík­ur og hjálp­ar augnsvæðinu að verða frísk­andi á einni viku. Maskinn er auðveld­ur í notk­un en hann er sett­ur und­ir aug­un og mik­il­vægt er að slaka á á meðan maskinn vinn­ur. Fæst í Hag­kaup.

Shiseido Vital Perfection Uplifting and Firming Express Eye Mask.
Shiseido Vital Per­fecti­on Uplift­ing and Fir­ming Express Eye Mask.

Sól­ar­vörn árs­ins

SkinCeuticals Miner­al Radi­ance SPF 50

Þessi sól­ar­vörn var á lista Smart­lands í fyrra yfir bestu snyrti­vör­ur árs­ins og kemst aft­ur inn í ár vegna góðra eig­in­leika. Þessi sól­ar­vörn inni­held­ur ein­göngu vörn úr steinefn­um og inni­held­ur lit þannig að hún jafn­ar ásýnd húðar­inn­ar. Hægt er að nota þessa sól­ar­vörn sem létt­an farða eða litað dag­krem. Fæst á Húðlækna­stöðinni.

SkinCeuticals Mineral Radiance Defense SPF 50.
SkinCeuticals Miner­al Radi­ance Defen­se SPF 50.

Handsápa árs­ins

L'Occita­ne Shea Lavend­er Liquid Soap 

Árið 2020 var ár handþvott­ar­ins og eng­inn komst upp með annað en að þvo hend­ur sín­ar í tíma og ótíma. Svo hend­urn­ar yrðu ekki eins og þær væru 150 ára þurfti sér­stak­lega góða sápu. Þessi franska hágæðasápa fleytti þeim lengra sem vildu hafa mjúk­ar hend­ur en það góða við þessa sápu er að hægt er að kaupa áfyll­ingu og því hent­ar hún vel fyr­ir um­hverf­issinna þessa heims. Fæst í L'Occita­ne í Kringl­unni. 

L'Occitane Shea Lavender Liquid Soap.
L'Occita­ne Shea Lavend­er Liquid Soap.

HÁR

Sjampó árs­ins

Kevin.Murp­hy Ang­el Wash

Þetta sjampó kom eins og himna­send­ing inn í líf þeirra sem voru með þurrt, slitið og litað hár. Það mýk­ir hárið og það fær fal­lega glans­andi áferð. Árið 2020 var aldrei jafn mik­il­vægt að eiga gott sjampó, sér­stak­lega þegar hár­greiðslu­stof­ur voru lokaðar og hárið þurfti sér­lega um­mönn­un. Fæst á Beauty­b­ar.is 

Kevin.Murphy Angel Wash.
Kevin.Murp­hy Ang­el Wash.

Þurr­sjampó árs­ins

Label.M Bru­nette Dry Shampoo

Ef það er ein­hver hár­vara sem bjargaði hár­inu á dökk­hærðum kon­um 2020 þá er það þetta þurr­sjampó með lit frá Label.M. Þetta þurr­sjampó er úðað í rót­ina og virk­ar ekki bara eins og þurr­sjampó held­ur líka sem lit­ur. Fólk sem komst ekki á hár­greiðslu­stof­ur vegna sam­komu­banns notaði þetta sjampó til þess að redda á sér rót­inni á ög­ur­stundu. Fæst á Beauty­b­ar.is.

Lita­sjampó árs­ins

Dav­ines Alchemic Shampoo Chocola­te

2020 var ár heima­hárs þegar hár­greiðslu­stof­ur voru lokaðar. Á þess­um tíma­bil­um dó fólk ekki ráðalaust og bjargaði því sem bjargað varð með lita­sjampói. Eitt það besta er frá Dav­ines og kem­ur það í mörg­um lit­um. Fæst á Beauty­b­ar.is.

Davines Alchemic Shampoo Chocolate.
Dav­ines Alchemic Shampoo Chocola­te.

Hár­nær­ing árs­ins

Eleven Miracle Hair Treatment

Fólk sem var í vand­ræðum með þurrt hár hoppaði hæð sína þegar það fór að nota þessa hár­nær­ingu sem bor­in er í blautt hárið og skil­in eft­ir í hár­inu. Þessi nær­ing er raka­gef­andi og bygg­ir upp viðkvæmt hár. Þessi nær­ing kem­ur í veg fyr­ir klofna enda sem var afar mik­il­vægt 2020 þegar fólk komst ekki á hár­greiðslu­stofu. Þeir sem áttu það til að lenda í al­var­leg­um flóka­vand­ræðum leystu það með þess­ari nær­ingu. Auk þess veit­ir þessi nær­ing auka fyll­ingu og ger­ir meira úr hár­inu sem sum­um finnst eft­ir­sókn­ar­vert. Fæst á Beauty­b­ar.is.

Eleven Miracle Hair Treatment.
Eleven Miracle Hair Treatment.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda