Fór í lýtaaðgerð og er óánægð

Ljósmynd/Unsplash

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem fór í lýtaaðgerð og er ekki ánægð. 

Sæl Þór­dís.

Ég fór í lýtaaðgerð, lyft­ingu og púða. Eft­ir aðgerðina var ég mjög ósátt af því mér fannst lýta­lækn­ir­inn ekki taka nógu mikla húð. Ég fór til hans og hann sagðist ætla að laga þetta eft­ir ná­kvæm­lega eitt ár þegar ég væri búin að jafna mig. Á þessu eina ári varð ég ófrísk og þó svo að ég sé aldrei jafn ósátt við brjóst­in mín og eft­ir aðgerð en þau að vísu lag­ast orðið svo­lítið. Veistu hvort ég þurfi að fara í lyft­ingu aft­ur eða er nóg að taka þessa húð bara?

Bestu kveðjur H. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Það hljóm­ar eins og þú þurf­ir aft­ur lyft­ingu á brjóst­un­um. Brjóst­in stækka alltaf á meðgöngu og brjósta­gjöf og oft „of mik­il húð“ sem sit­ur eft­ir sér­stak­lega ef púðarn­ir voru sett­ir bak við vöðva. Ég mæli alltaf með því bíða með aðgerð ef barneign­ir eru á „tveggja ára plan­inu“, en vissu­lega koma stund­um óvænt­ir glaðning­ar. Ef um­fram­húðin er ekki mik­il þá er stund­um hægt að gera minni hátt­ar aðgerð í staðdeyf­ingu.

Ég mæli með því að þú skoðir þína mögu­leika með þínum lýta­lækni.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda