Fór í lýtaaðgerð og er óánægð

Ljósmynd/Unsplash

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem fór í lýtaaðgerð og er ekki ánægð. 

Sæl Þór­dís.

Ég fór í lýtaaðgerð, lyft­ingu og púða. Eft­ir aðgerðina var ég mjög ósátt af því mér fannst lýta­lækn­ir­inn ekki taka nógu mikla húð. Ég fór til hans og hann sagðist ætla að laga þetta eft­ir ná­kvæm­lega eitt ár þegar ég væri búin að jafna mig. Á þessu eina ári varð ég ófrísk og þó svo að ég sé aldrei jafn ósátt við brjóst­in mín og eft­ir aðgerð en þau að vísu lag­ast orðið svo­lítið. Veistu hvort ég þurfi að fara í lyft­ingu aft­ur eða er nóg að taka þessa húð bara?

Bestu kveðjur H. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Það hljóm­ar eins og þú þurf­ir aft­ur lyft­ingu á brjóst­un­um. Brjóst­in stækka alltaf á meðgöngu og brjósta­gjöf og oft „of mik­il húð“ sem sit­ur eft­ir sér­stak­lega ef púðarn­ir voru sett­ir bak við vöðva. Ég mæli alltaf með því bíða með aðgerð ef barneign­ir eru á „tveggja ára plan­inu“, en vissu­lega koma stund­um óvænt­ir glaðning­ar. Ef um­fram­húðin er ekki mik­il þá er stund­um hægt að gera minni hátt­ar aðgerð í staðdeyf­ingu.

Ég mæli með því að þú skoðir þína mögu­leika með þínum lýta­lækni.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda