Er hægt að laga geirvörturnar eftir brjóstaminnkun?

Er hægt að laga geirvörtur eftir brjóstaminnkun?
Er hægt að laga geirvörtur eftir brjóstaminnkun? Philippe Spitalier/Unsplash

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem fór í brjóstam­innk­un fyr­ir nokkr­um árum og er ekki ánægð. 

Sæl Þór­dís.

Nú fór ég í brjóstam­innk­un fyr­ir nokkr­um árum og hef alltaf verið óánægð með geir­vörtu­baug­ana eft­ir aðgerð. Ann­ar er mun minni en hinn, er hægt að laga stærð baugs á einu brjóst­inu, þ.e. minnka hann, í auðveldri aðgerð?

Kær kveðja, 

G

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir, lýta­lækn­ir á Dea Medica. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una,

Þegar brjóstam­innk­un er fram­kvæmd er not­ast við staðlaða stál­hringi sem ákveða stærðina á vörtu­baug. Það er því sem bet­ur fer sjald­gæft vanda­mál í kjöl­far aðgerðar að vörtu­baug­arn­ir séu mis­stór­ir. Það ætti að vera til­tölu­lega ein­falt að minnka stærri vörtu­baug­inn hjá þér í staðdeyf­ingu. 

Ég mæli með því að þú haf­ir sam­band við lýta­lækni og at­hug­ir hvort þetta gæti gengið fyr­ir þig.

Með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir, lýta­lækn­ir Dea Medica.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda