Er hægt að laga geirvörturnar eftir brjóstaminnkun?

Er hægt að laga geirvörtur eftir brjóstaminnkun?
Er hægt að laga geirvörtur eftir brjóstaminnkun? Philippe Spitalier/Unsplash

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem fór í brjóstam­innk­un fyr­ir nokkr­um árum og er ekki ánægð. 

Sæl Þór­dís.

Nú fór ég í brjóstam­innk­un fyr­ir nokkr­um árum og hef alltaf verið óánægð með geir­vörtu­baug­ana eft­ir aðgerð. Ann­ar er mun minni en hinn, er hægt að laga stærð baugs á einu brjóst­inu, þ.e. minnka hann, í auðveldri aðgerð?

Kær kveðja, 

G

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir, lýta­lækn­ir á Dea Medica. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una,

Þegar brjóstam­innk­un er fram­kvæmd er not­ast við staðlaða stál­hringi sem ákveða stærðina á vörtu­baug. Það er því sem bet­ur fer sjald­gæft vanda­mál í kjöl­far aðgerðar að vörtu­baug­arn­ir séu mis­stór­ir. Það ætti að vera til­tölu­lega ein­falt að minnka stærri vörtu­baug­inn hjá þér í staðdeyf­ingu. 

Ég mæli með því að þú haf­ir sam­band við lýta­lækni og at­hug­ir hvort þetta gæti gengið fyr­ir þig.

Með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir, lýta­lækn­ir Dea Medica.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda