Dragtir og djammtoppar

Ljósmynd/Samsett

2021 var ár vona og væntinga hvað viðkom klæðaburði. Þjóðin var svolítið í teygðum joggingfötum heima hjá sér en um leið og færi gafst var fólk búið að klæða sig upp á og notaði hvert tækifæri til þess að gera gott úr ástandinu. Sumarið var til dæmis sumar blómstrandi kjóla, litríkra dragta, beige-litaðra fata og djammtoppa. Íslenskar konur eru ekki vanar að gefa neinn afslátt þegar kemur að straumum og stefnum í klæðaburði og þannig var það líka í ár. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Engar goslausar skrifstofudragtir!

2021 var ár dragtarinnar. Þá erum við ekki að tala um hefðbundnar svartar skrifstofudragtir heldur dragtir í glöðum litum. Ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir klæddust fínum drögtum á árinu og það þótti fréttnæmt þegar þær sáust saman á flugvelli nánast eins klæddar. Báðar í beige. Dragtir ársins voru ýmist með síðum smá útvíðum buxum og vel sniðnum jakka eða með aðsniðnum buxum og stórum jakka. Hver og ein valdi það sem passaði best! Eina sem ekki mátti 2021 var að vera í goslausum skrifstofudrögtum!

Ása Ninna Pétursdóttir í ljósri dragt.
Ása Ninna Pétursdóttir í ljósri dragt.

Blómakjólar!

Það komst enginn í gegnum sumarið nema eiga litríkan blómakjól. Kjólarnir komu í öllum heimsins munstrum og voru ýmist alveg víðir eða aðeins teknir saman í mittinu. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands skartaði til dæmis afar fallegum blómakjól í útgáfuteiti sínu á Kjarval.

Gleraugu ársins!

Stór og mikil gleraugu voru áberandi á árinu sem er að líða. Ýmist var fólk með stórar plastumgjarðir eða gyllt stór gleraugu í anda áttunda áratugarins. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands var áberandi í fréttum á árinu þegar það fór að gjósa í Reykjanesskaga. Til að byrja með var hún eins og steríótýpa af vísindamanni, frekar litlaus, en þegar leið á var eins og hún hefði ráðið sér einkastílista. Hún varð fínni og fínni með hverjum deginum sem leið og fréttum af henni fjölgaði. Það voru ekki bara nokkur ný gleraugu sem bættust í safnið heldur nýir kjólar og ný hárgreiðsla. Þegar kastljósið beindist að nýju gleraugunum hennar varð hún ekkert ánægð og sagði að hún vildi láta meta sig eftir hæfni í starfi.

Kristín Jónsdóttir var með áberandi gleraugu á árinu.
Kristín Jónsdóttir var með áberandi gleraugu á árinu.
Stór gleraugu voru vinsæl á árinu. Þessi fást í Eyesland.
Stór gleraugu voru vinsæl á árinu. Þessi fást í Eyesland.

Allt í stíl!

Michelle Obama var áberandi flottust þegar hún klæddist síðum vínrauðum buxum, vínrauðri peysu og vínrauðri kápu í Washington fyrr á árinu. Þetta var svolítið það sem fólk var að vinna með á árinu. Að vera í öllu samlitu en reyna eftir fremsta megni að vera ekki í svörtu var málið 2021.

AFP

Dýr merkjavara!

Velmegunin var töluvert sýnileg hjá ákveðnum hópi. Þau merki sem voru mest áberandi á árinu voru Gucci, Fendi, Burberry og Dior. Kærustuparið Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor og Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur sáust helst ekki öðruvísi en í vel „lógóuðum“ fatnaði og var Gucci þar ofarlega á blaði. Þau eru til dæmis mjög hrifin af beige-litnum og eins og sást glögglega á Smartlandi þetta árið voru þau svolítið að skiptast á fötum eins og góð kærustupör gera. Birgitta Líf var á sama vagni þetta árið og líka Sunneva Eir Einarsdóttir.

Gummi kíró og Lína Birgitta Sigurðardóttir í Gucci-fötum. Hann er …
Gummi kíró og Lína Birgitta Sigurðardóttir í Gucci-fötum. Hann er með Dior-tösku en hún Chanel-tösku.
Hafdís Jónsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir voru afar vel klæddar …
Hafdís Jónsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir voru afar vel klæddar á árinu.

Gallafata-Barbie og Ken

Þegar miðaldra fólk var lítið var eftirsótt að eiga Barbie-dúkku í gallafötum frá toppi til táar. Það var svolítið eins og Lilja Alfreðsdóttir og Kári Stefánsson hefðu verið að vinna með þetta þema því bæði sáust þau í slíkum fatnaði á árinu. Fólk er hins vegar oft frekar ósammála þegar kemur að gallafata-Barbie-lúkkinu. Sumum finnst það æði en aðrir hata það! Nú verður hver að dæma fyrir sig!

Lilja Alfreðsdóttir og Kári Sefansson taka sig vel út í …
Lilja Alfreðsdóttir og Kári Sefansson taka sig vel út í gallafatnaði. Samsett mynd
Halla Tómasdóttir var í herðalsánni í þætti Gísla Marteins.
Halla Tómasdóttir var í herðalsánni í þætti Gísla Marteins. Skjáskot/Rúv

Slá ársins!

Ullarsláin frá sænska lúxusmerkinu Stenström sem selt er Hjá Hrafnhildi var vinsæl í ár og í fyrra. Alma Möller gerði slána vinsæla þegar hún klæddist henni reglulega á upplýsingafundum vegna veirunnar. Það voru fleiri leiðtogar að vinna með þessa ullarslá því Halla Tómasdóttir, sem eitt sinn fór í forsetaframboð, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sáust í sömu slá.


Djammtoppurinn var með endurkomu!

Fyrir um 20 árum áttu allir djammtopp sem notaður var við Diesel-gallabuxur. Síðan djammtoppurinn var jarðaður hefur hann átt erfitt uppdráttar en reis upp á árinu. Hann var sérlega vinsæll á Bankastræti Club og ekki þótti verra ef það var bert á milli.

Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir.
Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir. Ljósmynd/Ágúst Ólíver
Tara Sif, Gullý og Telma Fanney,
Tara Sif, Gullý og Telma Fanney, Ljósmynd/Ágúst Ólíver
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda