Dragtir og djammtoppar

Ljósmynd/Samsett

2021 var ár vona og vænt­inga hvað viðkom klæðaburði. Þjóðin var svo­lítið í teygðum jogg­ing­föt­um heima hjá sér en um leið og færi gafst var fólk búið að klæða sig upp á og notaði hvert tæki­færi til þess að gera gott úr ástand­inu. Sum­arið var til dæm­is sum­ar blómstrandi kjóla, lit­ríkra dragta, beige-litaðra fata og djammtoppa. Íslensk­ar kon­ur eru ekki van­ar að gefa neinn af­slátt þegar kem­ur að straum­um og stefn­um í klæðaburði og þannig var það líka í ár. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir.
Eng­ar gos­laus­ar skrif­stofu­dragt­ir!

2021 var ár dragt­ar­inn­ar. Þá erum við ekki að tala um hefðbundn­ar svart­ar skrif­stofu­dragt­ir held­ur dragt­ir í glöðum lit­um. Ráðherr­arn­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir klædd­ust fín­um drögt­um á ár­inu og það þótti frétt­næmt þegar þær sáust sam­an á flug­velli nán­ast eins klædd­ar. Báðar í beige. Dragt­ir árs­ins voru ým­ist með síðum smá útvíðum bux­um og vel sniðnum jakka eða með aðsniðnum bux­um og stór­um jakka. Hver og ein valdi það sem passaði best! Eina sem ekki mátti 2021 var að vera í gos­laus­um skrif­stofu­drögt­um!

Ása Ninna Pétursdóttir í ljósri dragt.
Ása Ninna Pét­urs­dótt­ir í ljósri dragt.

Blóma­kjól­ar!

Það komst eng­inn í gegn­um sum­arið nema eiga lit­rík­an blóma­kjól. Kjól­arn­ir komu í öll­um heims­ins munstr­um og voru ým­ist al­veg víðir eða aðeins tekn­ir sam­an í mitt­inu. Árel­ía Ey­dís Guðmunds­dótt­ir dós­ent við Há­skóla Íslands skartaði til dæm­is afar fal­leg­um blóma­kjól í út­gáfu­teiti sínu á Kjar­val.

Gler­augu árs­ins!

Stór og mik­il gler­augu voru áber­andi á ár­inu sem er að líða. Ýmist var fólk með stór­ar plast­umgj­arðir eða gyllt stór gler­augu í anda átt­unda ára­tug­ar­ins. Krist­ín Jóns­dótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands var áber­andi í frétt­um á ár­inu þegar það fór að gjósa í Reykja­nesskaga. Til að byrja með var hún eins og steríótýpa af vís­inda­manni, frek­ar lit­laus, en þegar leið á var eins og hún hefði ráðið sér einka­stíl­ista. Hún varð fínni og fínni með hverj­um deg­in­um sem leið og frétt­um af henni fjölgaði. Það voru ekki bara nokk­ur ný gler­augu sem bætt­ust í safnið held­ur nýir kjól­ar og ný hár­greiðsla. Þegar kast­ljósið beind­ist að nýju gler­aug­un­um henn­ar varð hún ekk­ert ánægð og sagði að hún vildi láta meta sig eft­ir hæfni í starfi.

Kristín Jónsdóttir var með áberandi gleraugu á árinu.
Krist­ín Jóns­dótt­ir var með áber­andi gler­augu á ár­inu.
Stór gleraugu voru vinsæl á árinu. Þessi fást í Eyesland.
Stór gler­augu voru vin­sæl á ár­inu. Þessi fást í Eyes­land.

Allt í stíl!

Michelle Obama var áber­andi flott­ust þegar hún klædd­ist síðum vín­rauðum bux­um, vín­rauðri peysu og vín­rauðri kápu í Washingt­on fyrr á ár­inu. Þetta var svo­lítið það sem fólk var að vinna með á ár­inu. Að vera í öllu samlitu en reyna eft­ir fremsta megni að vera ekki í svörtu var málið 2021.

AFP

Dýr merkja­vara!

Vel­meg­un­in var tölu­vert sýni­leg hjá ákveðnum hópi. Þau merki sem voru mest áber­andi á ár­inu voru Gucci, Fendi, Burberry og Dior. Kær­ustuparið Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son kírópraktor og Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir áhrifa­vald­ur sáust helst ekki öðru­vísi en í vel „lógóuðum“ fatnaði og var Gucci þar of­ar­lega á blaði. Þau eru til dæm­is mjög hrif­in af beige-litn­um og eins og sást glögg­lega á Smartlandi þetta árið voru þau svo­lítið að skipt­ast á föt­um eins og góð kær­ustupör gera. Birgitta Líf var á sama vagni þetta árið og líka Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir.

Gummi kíró og Lína Birgitta Sigurðardóttir í Gucci-fötum. Hann er …
Gummi kíró og Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir í Gucci-föt­um. Hann er með Dior-tösku en hún Chanel-tösku.
Hafdís Jónsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir voru afar vel klæddar …
Haf­dís Jóns­dótt­ir og Birgitta Líf Björns­dótt­ir voru afar vel klædd­ar á ár­inu.

Gallafata-Barbie og Ken

Þegar miðaldra fólk var lítið var eft­ir­sótt að eiga Barbie-dúkku í galla­föt­um frá toppi til táar. Það var svo­lítið eins og Lilja Al­freðsdótt­ir og Kári Stef­áns­son hefðu verið að vinna með þetta þema því bæði sáust þau í slík­um fatnaði á ár­inu. Fólk er hins veg­ar oft frek­ar ósam­mála þegar kem­ur að gallafata-Barbie-lúkk­inu. Sum­um finnst það æði en aðrir hata það! Nú verður hver að dæma fyr­ir sig!

Lilja Alfreðsdóttir og Kári Sefansson taka sig vel út í …
Lilja Al­freðsdótt­ir og Kári Sef­ans­son taka sig vel út í gallafatnaði. Sam­sett mynd
Halla Tómasdóttir var í herðalsánni í þætti Gísla Marteins.
Halla Tóm­as­dótt­ir var í herðalsánni í þætti Gísla Marteins. Skjá­skot/​Rúv

Slá árs­ins!

Ull­arslá­in frá sænska lúxusmerk­inu Stenström sem selt er Hjá Hrafn­hildi var vin­sæl í ár og í fyrra. Alma Möller gerði slána vin­sæla þegar hún klædd­ist henni reglu­lega á upp­lýs­inga­fund­um vegna veirunn­ar. Það voru fleiri leiðtog­ar að vinna með þessa ull­arslá því Halla Tóm­as­dótt­ir, sem eitt sinn fór í for­setafram­boð, og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir alþing­ismaður sáust í sömu slá.


Djammtopp­ur­inn var með end­ur­komu!

Fyr­ir um 20 árum áttu all­ir djammtopp sem notaður var við Diesel-galla­bux­ur. Síðan djammtopp­ur­inn var jarðaður hef­ur hann átt erfitt upp­drátt­ar en reis upp á ár­inu. Hann var sér­lega vin­sæll á Banka­stræti Club og ekki þótti verra ef það var bert á milli.

Jóhanna Helga Jensdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir.
Jó­hanna Helga Jens­dótt­ir og Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir. Ljós­mynd/Á​gúst Ólíver
Tara Sif, Gullý og Telma Fanney,
Tara Sif, Gul­lý og Telma Fann­ey, Ljós­mynd/Á​gúst Ólíver
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda