Tískan 2022: Tvíhneppt, stutt hár og 40 den

Nýtt ár kall­ar á ný tæki­færi og nýja orku. Eft­ir anna­semi des­em­ber-mánaðar er ekki úr vegi að taka til í til­ver­unni og anda að okk­ur fersk­um straum­um og stefn­um. 

Til þess að það gangi sem best að taka inn nýja orku þarftu að losa þig við það sem til­heyr­ir fortíðinni. Það er gott fyr­ir sál­in að taka til í skúff­um og skáp­um, bíl­skúr­um og háa­loft­um. Fata­skáp­ur­inn þarf reglu­lega yf­ir­haln­ingu og það get­ur verið ágætt að taka allt úr hon­um, fara yfir hverja ein­ustu flík og meta hvort hún passi við upp­færða út­gáfu af þér á nýju ári.

Í vik­unni handþvoði ég föt, straujaði skyrt­ur og kjóla og fór yfir fata­skáp­inn. Hvat­víst fólk með áhuga á föt­um á það til að sanka að sér óþarfa sem fram­kall­ar augna­bliks-bliss en eld­ist illa. Það er al­veg sama hvað hvat­vís­ir fag­ur­ker­ar reyna að vanda sig mikið í að kaupa eng­an óþarfa þá slæðist alltaf eitt­hvað með.

Díana prinsessa með perlur um hálsinn og stutt hár. Þetta …
Dí­ana prins­essa með perl­ur um háls­inn og stutt hár. Þetta tvennt var ein­kenn­andi fyr­ir henn­ar stíl.

Eig­inmaður minn spurði hvers vegna stæði á því að það lægju oft föt á hjóna­rúm­inu þegar hann kæmi heim úr vinn­unni. Hann fer yf­ir­leitt á und­an mér út úr húsi og ef ég er ann­ars hug­ar á ég það til að máta nokk­ur sett af föt­um áður en réttu föt­in finn­ast. Það datt af hon­um and­litið þegar ég sagði þetta. Hann tengdi ekki við neitt. Sem er ekk­ert skrýtið. Það er ekki eins og það sjá­ist á klæðaburði mín­um að hann sé að fara yfir öll tíma­mörk og sé út­pæld­ur.

Hann er hins veg­ar að venj­ast því þegar ég tek mig til og sel hluti af heim­il­inu eða úr fata­skápn­um þótt hon­um hafi vissu­lega fund­ist það fram­andi til að byrja með. Það fylg­ir því ein­hver sál­ar­ró að losa það sem ekki er notað og leyfa öðrum að njóta þess. Þess vegna fannst mér eðli­legt að spyrja krakk­ana okk­ar hvort þau ættu ekki eitt­hvað sem þau notuðu ekki leng­ur og myndu vilja selja. Tólf ára son­ur­inn á heim­il­inu spurði móður sína hvort við ætt­um ekki leng­ur fyr­ir mat og þyrft­um að fjár­magna okk­ur með fata­sölu.

Ég neitaði því og sagði að í mín­um huga væri jafn­sjálfsagt að selja úr fata­skápn­um sín­um eins og að flokka rusl og fara í end­ur­vinnsl­una. Það síðast­nefnda er ein­mitt á dag­skránni og ég hlakka til að burðast með pok­ana úr skott­inu á bíln­um, bíða í röð og vona að dós­irn­ar fari ekki út um allt og horfa svo á eft­ir göml­um synd­um fara á vit nýrra æv­in­týra. Það er eitt­hvað við það að end­ur­vinna, end­ur­nýta og fara vel með sem er svo mikið 2022.

Er­lend­ir tísku­sér­fræðing­ar spá því að göm­ul merkja­vara muni gera allt vit­laust á ár­inu og ein helsta tísku­fyr­ir­mynd­in verði Dí­ana heit­in prins­essa af Wales. Þegar þú verður kom­in með perlu­festi um háls­inn og búin að klippa þig stutt, kom­in í tví­hneppt­an jakka, pils sem nær 10 sm fyr­ir ofan hné og 40 den sokka­bux­ur þá veistu að þú ert að gera eitt­hvað rétt í líf­inu. Áfram þú!

Saint Laurent sýnir gulltölur og stór sólgleraugu.
Saint Laurent sýn­ir gull­töl­ur og stór sólgler­augu.
Balmain er að vinna með gulltölur og stutt pils í …
Balmain er að vinna með gull­töl­ur og stutt pils í vor­tísk­unni.
Röndótt skyrta og buxur sem ná upp í mittið frá …
Rönd­ótt skyrta og bux­ur sem ná upp í mittið frá Saint Laurent.
Díana dýrkaði Chanel og sást gjarnan með svona tösku og …
Dí­ana dýrkaði Chanel og sást gjarn­an með svona tösku og í fatnaði frá franska tísku­hús­inu.
Hér er Kristen Stewart í hlutverki Díönu í kvikmyndinni Spencer …
Hér er Kristen Stew­art í hlut­verki Díönu í kvik­mynd­inni Spencer sem sýnd er í kvik­mynda­hús­um. Hér er hún í pilsi og rauðri rúllukragapeysu.
Díana var mikið í kjólum og pilsum sem náðu rétt …
Dí­ana var mikið í kjól­um og pils­um sem náðu rétt fyr­ir ofan hné líkt og Saint Laurent ger­ir hér.
Þessi jakki fæst í Zara og er mjög Díönu-legur.
Þessi jakki fæst í Zara og er mjög Díönu-leg­ur.
Saint Laurent.
Saint Laurent.
Samfestingar verða arfavinsælir í vortískunni. Hér sýnir Saint Laurent samfesting …
Sam­fest­ing­ar verða arfa­vin­sæl­ir í vor­tísk­unni. Hér sýn­ir Saint Laurent sam­fest­ing og set­ur blátt belti í mittið og set­ur tösk­una ofan í beltið. Takið eft­ir eyrna­lokk­un­um og háls­men­inu.
Stutt hár, gulltölur og rauðir hanskar hjá Saint Laurent.
Stutt hár, gull­töl­ur og rauðir hansk­ar hjá Saint Laurent.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda