Er hægt að fara tvisvar í augnlokaaðgerð?

Er hægt að fara aftur í augnlokaaðgerð eftir tíu ár?
Er hægt að fara aftur í augnlokaaðgerð eftir tíu ár? Unsplash

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem fór í augn­lokaðagerð fyr­ir tíu árum og velt­ir fyr­ir sér hvort það sé eitt­hvað hægt að laga annað augn­lokið. 

Sæl Þór­dís.

Ég fór í augn­lokaaðgerð fyr­ir um það bil tíu árum og nú finnst mér annað augn­lokið aft­ur orðið sigið þannig að það auga virðist minna en hitt. Er hægt að fara aft­ur í svona augn­lokaaðgerð?

Fyr­ir­fram þakk­ir,
Jó­hanna

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Það er ekki óal­gengt að fara oft­ar en einu sinni á æv­inni í efri augn­loka aðgerð. Hvort það sé mögu­leiki eða ekki fer eft­ir því meðal ann­ars hve langt er á milli auga­brúna og fyrri augn­loka­skurðar. Auga­brún­in má ekki vera of neðarlega og hún veld­ur því oft að augn­lok­in hafa sigið aft­ur. Því þarf stund­um að lyfta auga­brún­inni til þess lag­færa efri augn­lok. 

Ég ráðlegg þér að hafa sam­band við lýta­lækni og skoða þína mögu­leika.

Gangi þér og með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda