Er hægt að fara í læralyftingu á Íslandi?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um frá les­end­um Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mann­eskju sem spyr út í læra­lyft­ingu. 

Sæl Þór­dís.


Er gerð minni hátt­ar læra­lyft­ing hér á landi?

Kveðja, ÞÞ

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Við lýta­lækn­ar á Íslandi ger­um al­mennt all­ar viður­kennd­ar aðgerðir sem boðið er upp á er­lend­is. Aðgerðir á innri lær­um eru fram­kvæmd­ar oft­ast eft­ir mikið þyngd­artap en þó ekki jafn al­geng­ar eins og aðgerðir til dæms­is á upp­hand­leggj­um. Fólk er al­mennt leng­ur að jafna sig eft­ir aðgerðir á innri lær­um vegna þess að þær eru viðkvæm­ar. Það er mjög mik­il­vægt að festa örið í nár­an­um til þess að það renni ekki niður fyr­ir nær­bux­ur, það get­ur valdið óþæg­ind­um/​verkj­um fyrst á eft­ir. Síðan er sýk­ing­ar­hætta meiri í nára en ann­ars staðar vegna ná­lægðar við þvag og hægðir. Ef um­fram húð er mik­il þarf skurður­inn að ná niður að hnjám ann­ars er hægt að halda skurðinum í nár­an­um. 

Ég ráðlegg þér að skoða þína mögu­leika með lýta­lækni.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda