Tískuvikan í París hafin

Tískuhönnuðarins Virgil Abloh hjá Off-White tískuhúsinu var minnst við opnun …
Tískuhönnuðarins Virgil Abloh hjá Off-White tískuhúsinu var minnst við opnun vikunnar, en hann lést á síðasta ári. AFP

Tísku­vik­an í Par­ís hófst á mánu­dag og stend­ur fram á næsta þriðju­dag, 8. mars. „Evr­ópa á nú í stríði og Úkraínska þjóðin býr við hræðslu og upp­nám,“ sagði Ralph Toledano, for­seti Tísku­sam­bands Frakka við opn­un Tísku­vik­unn­ar þar sem það haust­tíska kvenna verður kynnt. Hann hvatti gesti til að hafa al­var­leika heims­mála í huga þegar þeir fylgd­ust með tísku­sýn­ing­un­um.

Stríðið í Úkraínu set­ur dökk­an svip á Tísku­vik­una, en bú­ist hafði verið við því að loks­ins yrði hægt að hafa sýn­ing­una eins og hún hefði verið fyr­ir tíma covid-far­ald­urs­ins fyr­ir tveim­ur árum, en bú­ist er við nán­asts hús­fylli á sýn­ing­arn­ar. 95 tísku­hús ætla að sýna á staðnum og aðeins 13 nýta netið fyr­ir sýn­ing­ar sín­ar.

And­lát Virgil Abloh hjá Off-White

Einnig setti and­lát hins banda­ríska Virgil Abloh svip á opn­un­ina. Hann dó úr krabba­meini í nóv­em­ber, aðeins 41 árs gam­all. Hann var aðal­hönnuður Off-White tísku­húss­ins og hafði unnið tals­vert með Kanye West og und­ir hans stjórn var Off-White einn af há­stökkvur­um tísku­heims­ins í herra­tísku.

Áður en hann lést lá fyr­ir að hann myndi hanna einnig fyr­ir tísk­uris­ann Lou­is Vuitt­on, sem á meiri­hlut­ann í Off-White. Þeir telja að Off-White geti haldið áfram að stækka þrátt fyr­ir frá­fall Virgil Abloh. „Off-White er í sömu stöðu og Dior var árið 1957 þegar stjórn­andi þess lést,“ sagði for­stjóri tísk­uris­ans Michael Burke við fjöl­miðla. „Spurn­ing­in er hvaða anda og hug­mynd­ir hef­ur hann skilið eft­ir. Ef gild­in og sér­kenni vörumerk­is­ins eru sterk get­ur Off-White náð ótrú­lega langt.“

Off-White fer á tískupall­ana nú í fyrsta skipti eft­ir heims­far­ald­ur­inn og sama má segja um Dior, Chanel og Her­mes sem verða líka með sýn­ing­ar sín­ar í raun­heim­um.  Sum­ir hafa farið þá leið að vera með sam­sett­ar sýn­ing­ar, bæði í raun­heim­um og á net­inu, eins og jap­anska tísku­húsið Iss­ey Miya­ke.

Ný leið tæki­færi fyr­ir unga hönnuði

En fyrst sýndu nem­end­ur frá frönsku Tísku­stofn­un­inni verk sín með þrívídd­ar sýnd­ar­veru­leika­sýn­ingu með sta­f­ræn­um fatnaði fyr­ir sta­f­ræn­an heim.

„Sta­f­ræni heim­ur­inn er að þró­ast og mik­il­vægi hans mun aukast með tím­an­um og það er mik­il­vægt að sýna þar,“ sagði Laure Man­hes meist­ara­nemi í tísku­hönn­un fylgi­hluta. „Það er mik­il­vægt að minnka bilið á milli al­vöru fatnaðs og sta­f­ræns, því það gef­ur t.d. ung­um hönnuðum tæki­færi að hanna sína tísku án þess leggja út í þann kostnað að búa til föt­in fyrst. Það er gott að vera sýni­leg­ur þegar þú ert að byrja fer­il­inn,“ og hún bætti við að þetta væri frá­bær viðbót og ætti ekki að hafa nein áhrif á hefðbundn­ar tísku­sýn­ing­ar. „En þetta er ný leið til að ná sam­bandi við neyt­end­ur og mun þró­ast áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda