Lærði að prjóna fimm ára gömul

Fjóla Rún Brynjarsdóttir segir róandi að prjóna.
Fjóla Rún Brynjarsdóttir segir róandi að prjóna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fjóla Rún Brynj­ars­dótt­ir, sam­fé­lags­miðla­stjóri Mark­end og eig­andi Hrafnagull.is, lærði að prjóna aðeins fimm ára göm­ul. Fjóla er alltaf með eitt­hvað á prjón­un­um en hún seg­ir að heill heim­ur hafi opn­ast þegar hún áttaði sig á því að það væri hægt að prjóna margt annað en peys­urn­ar úr lopa­blöðunum. 

„Ég myndi segja að hann væri frek­ar ein­fald­ur og tíma­laus. En svo finnst mér gam­an að prófa eitt­hvað nýtt og blanda því við. Ég hef alltaf haft gam­an af því að klæða mig upp og var ennþá á leik­skóla þegar ég keypti mér mitt fyrsta veski. Ég tók það að sjálf­sögðu með mér allt, meira segja í Bón­us. Ég man ekki eft­ir því hvað ég geymdi í vesk­inu en það var ekki aðal atriðið,“ seg­ir Fjóla þegar hún lýs­ir fata­stíln­um sín­um. 

Fjóla í vesti sem heitir Bølgevest og er uppskrift frá …
Fjóla í vesti sem heit­ir Bøl­gevest og er upp­skrift frá Anett Oph­eim. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Fjóla lærði að brjóna þegar hún var fimm ára en móðir henn­ar hef­ur alltaf prjónað mikið.

„Ég man enn þá eft­ir því að hafa suðað í henni að kenna mér að prjóna, sem hún gerði svo. Ég byrjaði nú ekki að prjóna að neinni al­vöru strax en þegar ég var í 7. bekk þá prjónaði ég fyrstu peys­una mína. Ég tók oft tíma­bil þar sem ég prjónaði mikið og hætti svo al­veg í nokkra mánuði en ég hef ekki lagt frá mér prjón­ana núna síðan 2020 og það var aðallega vegna þess að þá upp­götvaði ég hvað var hægt að prjóna margt annað en bara peys­urn­ar úr lopa­blöðunum.

Ég hrein­lega veit ekki af­hverju mér datt ekki í hug fyrr að fara leita af upp­skrift­um á net­inu en það er svo mikið af flottu prjóna­fólki sem er líka að hanna upp­skrift­ir, bæði er­lend­is og hér á Íslandi. Það er frá­bært hvað er hægt að velja úr miklu,“ seg­ir Fjóla. 

mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

„Mér finnst það mjög ró­andi og frá­bært að geta tekið smá stund úr deg­in­um eða kvöld­inu þar sem maður er ekki í sím­an­um og er bara í slök­un með prjón­ana. Það er líka svo góð til­finn­ing þegar maður klár­ar flík sem maður hef­ur lagt mikla vinnu og tíma í og get­ur farið að nota hana.

Ég er nán­ast hætt að kaupa mér prjónaflík­ur. Það sem ég prjóna sjálf end­ist mikið leng­ur en það sem ég myndi kaupa út í búð. Bæði vegna þess að ég vel garnið sjálf í peys­una og passa mig sér­stak­lega vel að ég sé að kaupa eitt­hvað sem end­ist og ég næ að gera hana al­veg ná­kvæm­lega eins og ég vil hafa hana.

Hingað til hef ég bara prjónað eft­ir upp­skrift­um en oft breyti ég þeim til að hafa þær al­veg eins og ég vil. Stund­um er ég kom­in með hug­mynd að peysu í hausn­um og reyni svo að finna upp­skrift sem er svipuð og breyti henni svo eins og hafði séð peys­una fyr­ir mér“

„Peysan er uppskrift eftir Anne Ventzel og heitir Spotweater, ég …
„Peys­an er upp­skrift eft­ir Anne Ventzel og heit­ir Spotwea­ter, ég breytti henni aðeins og bætti við rönd­inni í miðjunni,“ seg­ir Fjóla. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Áttu þér upp­á­halds­flík?

„Ég fékk drauma­skóna í jóla­gjöf sem eru stíg­vél með breiðri tá frá Vaga­bond. Þeir eru í miklu upp­á­haldi hjá mér og ég veit að ég á eft­ir að nota þá í mörg ár. Einnig er líka peysa sem ég prjónaði í fyrra frá MyF­a­vo­riteT­hingsKnitwe­ar– Swea­ter no.8 í miklu upp­á­haldi og lík­lega mest notaða flík­in mín.“

Stígvélin frá Vagabond eru í miklu uppáhaldi.
Stíg­vél­in frá Vaga­bond eru í miklu upp­á­haldi. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Uppskriftin af gráu peysunni er frá My Favorite Things og …
Upp­skrift­in af gráu peys­unni er frá My Favo­rite Things og heit­ir peys­an Swea­ter no.8. Fjóla breytti upp­skrift­inni aðeins og gerði erm­arn­ar útvíðar. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son


Hvað finnst þér setja punkt­inn yfir i-ið

„Skart­grip­ir, ég er alltaf með ein­hverja skart­gripi á mér. Ég er mikið með fín­gerða hringa og svo er ég alltaf með eyrna­lokka. Upp­á­halds skartið mitt er perlu­háls­festi og arm­band sem amma mín átti. Ég nota það mikið.“

Fjóla er alltaf með skartgripi á sér.
Fjóla er alltaf með skart­gripi á sér. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son


Bestu kaup sem þú hef­ur gert?

„Bestu kaup sem ég hef gert er „overs­ized trenchcoat“ sem ég keypti í Par­is í haust. Hún pass­ar við allt og þó ég væri í jogg­ing föt­um þá er alltaf eins og ég hafi haft fyr­ir að klæða mig. Það góða við að hafa hana svona víða er að það er hægt að vera í mörg­um lög­um und­ir sem er oft nauðsyn­legt ef maður býr á Íslandi.“

Kápan er í miklu uppáhaldi.
Káp­an er í miklu upp­á­haldi. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Áttu þér upp­á­haldsversl­un?

„Upp­á­haldsversl­un­in mín er & Ot­her Stories og Mango. Ég fer alltaf inn í & Ot­her Stories þegar ég fer er­lend­is og kaupi oft­ast eina eða tvær flík­ur. Mér finnst langþægi­leg­ast og skemmti­leg­ast að versla mér föt á net­inu og þá versla ég oft­ast á Mango.“

Áttu þér upp­á­halds­merki eða tísku­fyr­ir­mynd?

„Ég fylg­ist mikið með tísk­unni á In­sta­gram og ef ég sé ein­hvern með flott­an fata­stíl þá fylgi ég þeim. Upp­á­halds In­sta­gramm­ar­inn minn þessa stund­ina er chloeja­de_­story. Hún er mikið í „overs­ized“ föt­um og oft­ast í hlut­laus­um lit­um.

Mamma mín er líka tísku­fyr­ir­mynd­in mín, hún er alls ekki hrædd við að prófa eitt­hvað nýtt og þú sérð hana sjald­an í öllu svörtu. Það er mjög heppi­legt fyr­ir mig að við not­um sömu fata­stærð þannig ég plata hana oft til að lána mér eitt­hvað.“  

mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hvað er nauðsyn­legt að eiga í fata­skápn­um sín­um þessa stund­ina?

„Ég myndi segja góða lambhús­hettu fyr­ir vet­ur­inn! Ég prjónaði mér ný­lega lambhús­hettu úr mjög hlýju og góðu garni og hef notað mjög mikið síðustu daga í kuld­an­um. Ég er al­gjör kulda­skræfa þannig ég er hæst­ánægð með hana.“

Fjóla prjónaði lambhúshettu fyrir veturinn sem hefur komið sér vel. …
Fjóla prjónaði lambhús­hettu fyr­ir vet­ur­inn sem hef­ur komið sér vel. Þessi upp­skrift er frá Pe­tite Knit og heit­ir No­v­em­ber Balacla­va. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hvað er á óskalist­an­um fyr­ir vet­ur­inn?

„Á óskalist­an­um er Swea­ter no.18 frá Myf­a­vo­ritet­hingsknitwe­ar en hún er ein­mitt á prjón­un­um hjá mér núna! Hún er overs­ized og í 80's stíl, ég hugsa að ég muni nota hana mikið.“

Fjóla prjónar allt sjálf og því hætt að kaupa prjónaflíkur …
Fjóla prjón­ar allt sjálf og því hætt að kaupa prjónaflík­ur út í búð. Upp­skrift­in er frá Bello Knit og heit­ir Gola döm­upeysa. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda