„Það vill enginn ganga um með mat í skegginu“

Ásgeir Börkur Ásgeirsson er einn af lykilmönnum knattspyrnufélagsins Fylkis.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er einn af lykilmönnum knattspyrnufélagsins Fylkis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnumaður­inn Ásgeir Börk­ur Ásgeirs­son er sagður vera einn best skeggjaðasti maður lands­ins. Ásgeir fékk skeg­grót ung­ur að árum og hef­ur sjald­an skafið af sér skegg­hýj­ung­inn síðan skeggið tók að vaxa. 

„Ég hef ekki alrakað af mér skeggið í mörg, mörg ár,“ seg­ir Ásgeir Börk­ur sem hef­ur þó kosið það til fjölda ára að vera snögg­klippt­ur eða með snoðinn haus. 

„Meg­in ástæðan fyr­ir því að ég raka af mér hárið er sú staðreynd að ég er far­inn að missa hárið,“ seg­ir Ásgeir með heiðarleg­um hætti. „Mér líður ekk­ert illa með það. Ég hef verið svona svo lengi, ég byrjaði að snoða mig þegar ég var 13 eða 14 ára gam­all þannig þetta út­lit er ekk­ert nýtt fyr­ir mér,“ seg­ir Ásgeir um hárþynn­ing­una sem er mörg­um karl­mönn­um eðlis­læg. „Þetta er mjög erfitt fyr­ir marga. Ég á marga fé­laga sem eru farn­ir að missa hárið og marg­ir þeirra hafa mikl­ar áhyggj­ur af því. Þetta er bara eitt­hvað sem menn verða að sætta sig við,“ seg­ir hann.

Ásgeir Börkur kann best við sig hjá uppeldisfélagi sínu, Fylki …
Ásgeir Börk­ur kann best við sig hjá upp­eld­is­fé­lagi sínu, Fylki í Árbæn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Not­ar skeg­gol­íu á hverj­um degi

Ásgeir hugs­ar vel um skegg sitt og fer reglu­lega í skegg­rakst­ur á stofu. Hann set­ur skeg­gol­íu í skeggið á hverj­um degi og jafn­vel nokkr­um sinn­um á dag þar sem tíðar sturtu­ferðir geta haft áhrif á þurrk og raka skeggs og húðar. 

„Ol­í­una nota ég dags­dag­lega. Sem knatt­spyrnumaður fer ég svo­lítið oft í sturtu. Ég fer í sturtu á morgn­ana og aft­ur í sturtu eft­ir æf­ing­ar,“ seg­ir Ásgeir Börk­ur. „Það er mjög mik­il­vægt að bera olíu í skeggið eft­ir hverja sturtu­ferð. Ég geri það og stund­um geta skipt­in farið upp í tvisvar til þris­var sinn­um á dag. Ef ég set ekki olíu í skeggið þá verð ég svo þurr og þá fer að mynd­ast skegg­flasa. Það er eitt­hvað sem er ekki skemmti­legt,“ út­skýr­ir hann. 

Góð skeggolía leggur grunninn að góðu og frísklegu skeggi.
Góð skeg­gol­ía legg­ur grunn­inn að góðu og frísk­legu skeggi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ásgeir seg­ir vel mótað skegg vera al­gert lyk­il­atriði. Hann seg­ist ekki vera mjög djarf­ur þegar kem­ur að skegg­mót­un en þó hef­ur hann prófað að raka skeggið í ýms­um út­færsl­um í gegn­um tíðina. Kleinu­hringjal­úkkið hef­ur ekki fallið í kramið hjá Ásgeiri hingað til en hann seg­ist halda fast í venju­bundna skegg­mót­un. 

„Í und­an­tekn­ing­ar til­vik­um hef ég mótað skeggið mitt á flippaðan hátt bara upp á gamanið en yf­ir­leitt er þetta nokkuð hefðbundið hjá mér. Fyr­ir­mynd­in er í raun­in eng­in, bara gott og vel mótað skegg. Það er það sem ég legg mest upp úr,“ seg­ir Ásgeir sem er vand­lát­ur þegar kem­ur að skegg­inu og fer jafn­an á sömu stof­una í rakst­ur. „Ég fer oft­ast til Frikka klipp­ara á hár­greiðslu­stof­unni Slippn­um sem er á Lauga­veg­in­um - hann er sá besti,“ seg­ir Ásgeir og hæl­ir Friðriki Jóns­syni, hár­greiðslu­manni, í há­stert. 

Ásgeir Börkur tók fyrst upp á því að snoða af …
Ásgeir Börk­ur tók fyrst upp á því að snoða af sér hárið þegar hann va ung­ling­ur. Þannig lík­ar hon­um best við sig. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il­vægt að hugsa líka um húðina

„Það er ekki nóg að vera bara með skegg, þú þarft að sjá um það líka,“ seg­ir Ásgeir Börk­ur. „Ég nota alltaf olíu, sama hversu lítið eða mikið skegg ég er með. Um leið og ég er kom­inn í mikla sídd þá fer ég að nota mottu­vax aðeins meira,“ seg­ir Ásgeir en ástæðan fyr­ir auk­inni notk­un á vax­inu er aðallega sú að koma í veg fyr­ir að mat­ar­leif­ar fest­ist í skegg­inu. „Þetta hef­ur sína kosti og galla,“ seg­ir Ásgeir og hlær. „Það auðveld­ar manni að borða þegar maður er með vax í skegg­inu. Það vill eng­inn ganga um með mat í skegg­inu all­an dag­inn.“

Skeggolía, rakakrem og C-vítamín úði eru uppistaðan í húðrútínu Ásgeirs.
Skeg­gol­ía, rakakrem og C-víta­mín úði eru uppistaðan í húðrútínu Ásgeirs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Húð Ásgeirs mæt­ir alls ekki af­gangi að hans sögn. Örar sturtu­ferðir gera þörf­ina fyr­ir góðu rakakremi enn meiri. 

„Ég nota rakakrem bæði á and­lit og lík­ama. Ný­lega fór ég líka að nota C-víta­mín úða frá Body Shop og þetta tvennt hef ég verið að nota dag­lega á and­litið. Það ger­ir mjög mikið að næra húðina,“ seg­ir Ásgeir Börk­ur sann­fær­andi og hvet­ur kyn­bræður sína til að vera ófeimna við að huga að þess­um þátt­um. 

Ásgeir Börkur fer suma daga í sturtu þrisvar á dag. …
Ásgeir Börk­ur fer suma daga í sturtu þris­var á dag. Þá er mik­il­vægt að hafa gott rakakrem við hönd­ina. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda