Sprenging í sölu á hettupeysum karla

Conor McGregor er flottur í hettupeysu frá Ralph Lauren.
Conor McGregor er flottur í hettupeysu frá Ralph Lauren.

Vil­hjálm­ur Svan Vil­hjálms­son hef­ur góða til­finn­ingu fyr­ir hvað menn þurfa að eiga í fata­skápn­um sín­um. Hann seg­ir að fólk þurfi að koma sér upp góðum grunn­fata­skáp og setja hann sam­an þannig að þeir lendi ekki í vand­ræðum. 

Marg­ir kann­ast við það að vakna fyr­ir vinnu og eru í vand­ræðum með hverju skal klæðast. Róta í skáp­un­um og tína sam­an eitt­hvað sem gæti gengið. Sama er al­gengt þegar menn þurfa að klæða sig fínt og eru að fara í boð eða eitt­hvað slíkt. Oft er valið úr mis­heppnuðum inn­kaup­um og úr föt­um sem eru annaðhvort far­in úr tísku eða úr sér geng­in,“ seg­ir Vil­hjálm­ur versl­un­ar­stjóri í Herrag­arðinum.

„Lyk­il­atriði er að leita sér fag­legr­ar aðstoðar og koma sér upp skipu­lögðum grunn­fata­skáp. Að sjálf­sögðu eru þarf­irn­ar mis­mun­andi eft­ir hverj­um og ein­um en marg­ir karl­menn gleyma að það þarf að vanda valið hvort sem val­in eru ný jakka­föt fyr­ir stóru til­efn­in eða val á réttu galla­bux­un­um eða stutterma­bol,“ seg­ir hann.

Vil­hjálm­ur seg­ir að herra­tísk­an hafi breyst mikið og síðustu ár hef­ur Herrag­arður­inn aukið vöru­úr­val sem þýðir að þeir selja alls ekki bara jakka­föt og bindi.

„Áður var aðals­merki herrafata­versl­ana spari­klæðnaður en úr­val af vönduðum hvers­dags­fatnaði hef­ur auk­ist og jafn­mik­il­vægt að eiga galla­bux­ur eða boli sem eru úr vönduðum efn­um. Einnig hef­ur orðið spreng­ing í því að menn kaupi sér til dæm­is vandaða hettupeysu,“ seg­ir hann.

Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson verslunarstjóri í Herragarðinum.
Vil­hjálm­ur Svan Vil­hjálms­son versl­un­ar­stjóri í Herrag­arðinum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Drake í hettupeysu.
Dra­ke í hettupeysu.
Strigaskór frá Polo Sport frá Ralph Lauren.
Striga­skór frá Polo Sport frá Ralph Lauren.
Skyrturnar frá Stenström eru ákaflega vandaðar.
Skyrt­urn­ar frá Stenström eru ákaf­lega vandaðar.
Daniel Craig er flottur í tauinu.
Daniel Craig er flott­ur í tauinu.
Ljósar skyrtur fara vel við ljósar buxur.
Ljós­ar skyrt­ur fara vel við ljós­ar bux­ur.
Stakur jakki í dökkum lit fer vel í fataskápum karla.
Stak­ur jakki í dökk­um lit fer vel í fata­skáp­um karla.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda