Sólarpúður og hyljari lífga upp á karlpeninginn

Birkir Már Hafberg förðunarmeistari.
Birkir Már Hafberg förðunarmeistari.

Birkir Már Hafberg förðunarmeistari segir að farði á karlmannshúð geti komið illa út því þeir séu oft með grófari húð. Hann notar hins vegar hyljara og sólarpúður og segir það gera mikið fyrir heildarmyndina ásamt því að næra húðina vel. 

Þessi herralína frá Chanel virkar vel.
Þessi herralína frá Chanel virkar vel.

Hvað gerir þú sjálfur til þess að hugsa sem best um húðina?

„Ég passa að þrífa hana alltaf tvisvar á dag, bæði kvölds og morgna. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að gefa húðinni góðan raka og nota alltaf sólarvörn yfir daginn. Ég byrja alltaf á Double Serum frá Clarins. Ég fylgi því svo eftir með dagkremi með SPF og augnkremi. Nip+Fab nourishing SPF30 moisturiser er snilldardagkrem sem verndar húðina í leiðinni. Ég vel svo oftast augnkrem sem inniheldur koffín. Koffín hjálpar til við að draga úr þrota og eyðir öllum ummerkjum um þreytu. Total Eye Revive frá Clarins er dæmi um geggjað augnkrem sem inniheldur koffín. Það má heldur ekki gleyma að gefa vörunum raka líka. Ég dýrka Eight Hour Cream Lip Protectant frá Elizabeth Arden, það virkar eins og plástur á þurrar varir.“

Hyljarinn frá Shiseido getur frískað hressilega upp á útlitið.
Hyljarinn frá Shiseido getur frískað hressilega upp á útlitið.

Hvaða mistök gera karlar þegar húðin er annars vegar?

„Að hugsa ekki um hana. Fæ hroll þegar ég sé „3-í-1“-sturtusápu!“

Finnst þér karlar opnir gagnvart því að hugsa um húðina eða er þetta enn feimnismál?

„Húðumhirðuumræðan hjá karlmönnum er 100% að fara í rétta átt að mínu mati. Það er afar mikilvægt að sjá vel um húðina óháð kyni. Rosa mörg merki eru líka farin að huga að því að nota karlmenn sem módel í snyrtivöruauglýsingar, sem er bara geggjað!“

Eru karlar farnir að nota farða?

„Ég held það sé algengara að karlar noti hyljara til að fínpússa lúkkið sitt án þess að það sjáist. Ég til dæmis er ekki mikill aðdáandi þess að nota farða á sjálfan mig. Karlmenn eru með grófari húð en konur og farði á það til að sitja öðruvísi á húð okkar. Mér finnst snilld að taka hyljarastifti, til dæmis Gelstick-hyljarinn frá Shiseido, og nota hann létt á húðina þar sem þarf.“

Hvernig snyrtivörur geta karlar notað án þess að það sjáist beinlínis að þeir séu farðaðir?

„Hyljari og sólarpúður er einföld tvenna sem frískar upp á mann án þess að það sjáist beinlínis að maður sé farðaður. Ég nota Gelstick Concealer frá Shiseido og Terracotta Matte-sólarpúðrið frá Guerlain. Ég elska það sólarpúður því það er engin sansering í púðrinu og það er ótrúlega eðlilegt á húðinni. Þá nota ég hyljarann undir augun og á vandamálasvæði á húðinni, til dæmis roða og bólur, og skelli sólarpúðri létt yfir andlitið til að fá frísklegan ljóma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda