Karlar þurfa líka að hugsa um húðina

Ástrós Sigurðardóttir förðunarfræðingur segir að karlar þurfi jafnmikið að hugsa um húðina og öll önnur kyn. 

„Í miklum veðrabreytingum, kulda og vindi bregst húðin oft illa við og verður þurr, viðkvæm og rauð. Það er því mikilvægt að veita henni þann raka, þægindi og vörn sem hún þarfnast til að viðhalda heilbrigði hennar. Nokkur einföld skref með mildri hreinsun, rakagefandi og mýkjandi kremi og vörn gegn umhverfisáreiti, mengun og sólargeislum geta breytt ástandi húðar á nokkrum dögum,“ segir Ástrós.

4 einföld skref kvölds og morgna!

1. Hreinsaðu óhreinindi og olíur með Facial Fuel Energizing Face Wash. Hreinsirinn ver húð gegn umhverfisáreiti á borð við mengun og gefur ferskleika.

2. Berðu létt serum á hreina húð fyrir hnitmiðaða virkni gegn þínum áhyggjum. Age Defender Power-serumið hentar öllum húðgerðum og dregur úr sýnileika fínna lína. Hydro-Plumping Hydrating-serumið hentar öllum húðgerðum og fyllir húðina raka, mýkt og þægindum.

3. Augnsvæðið hefur viðkvæmustu og þynnstu húð andlits og þarf því oft fíngerðari formúlur og meiri raka. Avocado eye treatment er söluhæsta augnkremið frá Kiehl‘s, það gefur öfluga næringu og mikinn raka, jafnar áferð og litarhátt á augnsvæði og hefur kælandi og frískandi áhrif. Augnkrem má nota kvölds og morgna.

4. Eftir hreinsun og sturtu er mikilvægt að nota rakagefandi andlitskrem. Facial Fuel-kremið hentar öllum húðgerðum og gengur hratt inn í húðina sem verður samstundis endurnærð, orkumeiri og heilbrigðari. Ultra Facial-kremið er mest selda andlitskremið frá Kiehl‘s, það er algjör rakasprengja sem örvar hæfni húðar til að standast daglegt álag og umhverfisáreiti á við veðurbreytingar, svefnleysi og mengun.

Ef húðin er illa farin eftir veturinn þá gæti þetta gert gagn:

1. Fyrir þurra húð er mjög gott að nota nærandi og rakagefandi andlitsmaska af og til. Avókadómaskinn er ríkulegur, kremkenndur, læsir rakann í húðinni og viðheldur honum. Maskann má nota 1-2x í viku eða eftir þörfum.

2. Sólarvörn er mikilvæg, ekki bara á sumrin, því hún ver húðina gegn skaðlegum geislum (UV) sólar og öðrum umhverfisáhrifum á borð við mengun. Lokaskrefið á hverjum morgni ætti því að vera Ultra Light Daily UV Defense-sólarvörnin sem fæst bæði sem mýkjandi krem eða létt gel.

3. Það er ekki síður mikilvægt að næra og hugsa vel um heilbrigði skeggs en húðar! Nourishing Beard Oil er létt skeggolía sem bæði má nota fyrir lítið eða mikið skegg. Olían gefur hári og húð mýkt, raka og næringu og hentar öllum húðgerðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda