59 ára og öll í fílapenslum

Ljósmynd/Colourbox

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá 59 ára konu sem er skyndi­lega far­in að fá fílapensla.  varðar fílapensla.

Sæl Jenna! 

Ég er 59 ára og hef alltaf haft mjög góða húð. En þenn­an mánuð er ég að taka eft­ir svört­um fílapensl­um á vinstri hlið á and­liti dökk­ir. Hvað er best að gera?

Kveðja, 

ÞK

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni. Ljós­mynd/​Gígja Ein­ars­dótt­ir

Sæl ÞK

Fílapensl­ar eru í raun dauðar húðfrum­ur og húðfita sem safn­ast sam­an í út­gang­sopi fitukirtla. Til eru tvær teg­und­ir fílapensla; svart­ir fílapensl­ar sem fá lit sinn vegna oxun­ar á húðolíu og svo hins veg­ar lokaðir fílapensl­ar sem stund­um eru nefnd­ir hvít­haus­ar en þess­ir fílapensl­ar eru al­veg lokaðir og því þýðir ekki að kreista þá. Fílapensl­ar og ból­ur eru al­geng­ar á ung­lings­aldri vegna horm­óna­breyt­inga en við get­um einnig fengið fílapensla og áber­andi fitukirtla og/​​eða svita­hol­ur með aldr­in­um og þá sér­stak­lega vegna sól­ar­inn­ar. Mjög lík­lega ert þú ein­mitt að fá þá teg­und af fílapensl­um, það er að segja vegna sól­ar­inn­ar. Þar sem þú ert orðin 59 ára og þetta er ný­legt vanda­mál. Góðu frétt­irn­ar eru að það er eitt­hvað hægt að gera í þessu!

Hér koma nokk­ur góð ráð húðlækn­is:

  1. Komdu því inn í rútín­una þína að nota sól­ar­vörn dag­lega, með minnst 30 í SPF fa­ktor, helst 50. Passaðu þig á að kaupa sól­ar­vörn sem er ætluð fyr­ir and­lit og forðastu feit­ar sól­ar­varn­ir með olíu því þær eiga það til að stífla kirtla og jafn­vel valda ból­um.
  2. Þrífðu and­litið kvölds og morgna því sviti, húðfita, óhrein­indi, meng­un og farði eyk­ur lík­urn­ar á kirtl­arn­ir lok­ist. Notaðu gjarn­an þá húðhreinsi sem inni­held­ur salicýl­sýru, glycolic­sýru eða aðrar ávaxta­sýr­ur en sýr­urn­ar hjálpa til við að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur og húðfitu og halda kirtl­un­um opn­um og hrein­um.
  3. Notaðu krem sem inni­halda retinóíða. Retinóíðar hafa marg­vís­leg áhrif á húðina meðal ann­ars að minnka fitu­mynd­un og minnka áber­andi svita­hol­ur eða fitukirtla. Auk auki eru retinóíðar kjörmeðferð við ból­um og hrukk­um og örva kolla­gen ný­mynd­un í húð.
  4. Farðu reglu­lega í ávaxta­sýru eða retinól meðferðir (medical peel­ing). Ávaxta­sýru peel­ing og retinól peel er frá­bær leið til að fjar­lægja dauðar húðfrum­ur og end­ur­nýja húðina. Þá er sýra sett á húðina í ákveðin tíma en styrk­leik­inn ákv­arðast m.a. af húðgerð hvers og eins. 
  5. Farðu reglu­lega í húðslíp­un. Húðslíp­un vinn­ur á efstu lög­um húðar­inn­ar og tek­ur m.a. burt dauðar húðfrum­ur, hreins­ar yf­ir­borð kirtla og minnk­ar áber­andi svita­hol­ur.

Þar sem það eru marg­ar meðferðir í boði væri einnig sniðugt fyr­ir þig að leita ráðlegg­inga hjá húðsjúk­dóma­lækni sem gæti þá metið húð þína og mælt með viðeig­andi meðferð m.t.t húðgerðar.

Gangi þér vel!

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir,  húðlækn­ir hjá Húðlækna­stöðinni. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda