„Ég er ekki mikið fyrir það að monta mig“

Alfa Bæhrenz Björgvinsdóttir segir það hafa verið stórt skref fyrir …
Alfa Bæhrenz Björgvinsdóttir segir það hafa verið stórt skref fyrir hana að sýna fötin sem hún hefur verið að hanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alfa Bæhrenz Björg­vins­dótt­ir hef­ur síðustu ár prjónað og heklað flík­ur sem eru ólík­ar öllu öðru. Hún not­ast ekki við upp­skrift­ir og hann­ar föt­in eft­ir eig­in höfði. Ný­verið byrjaði hún að selja föt­in sem hún ger­ir á In­sta­gram en hún aðhyll­ist svo­kallaða „slow fashi­on“ bylgju og hver flík sem hún ger­ir er bæði töff og um­hverf­i­s­væn. 

„Ég byrjaði að hekla þegar ég sá tösku á net­inu sem mig langaði að eign­ast. Þá fann ég þykkt garn í geymsl­unni og fór eft­ir YouTu­be mynd­bandi. Eft­ir það hef ég ekki hætt að hekla og færði mig yfir í prjón síðasta haust þegar ég áttaði mig á því hvað það fór mikið garn í heklið, en heklaðar flík­ur krefjast meira garns,“ seg­ir Alfa. 

Saumaði sér kjóla fyr­ir mennta­skóla­böll

Alfa er með BS-gráðu í sál­fræði og vinn­ur sem ráðgjafi á geðsviði Land­spít­ala. Hún er ekki með neina mennt­un í fata­hönn­un eða handa­vinnu en langamma henn­ar kenndi henni að prjóna og amma henn­ar kenndi henni að hekla. 

„Ég var aðeins í því að sauma mér kjóla fyr­ir mennta­skóla­böll þar sem ég átti ekki mikið á milli hand­ana. Ég myndi ekki segja að ég sé með mik­inn grunn í fata­hönn­un fyr­ir utan einn fata­hönn­un­ar­áfanga í fram­hald­skóla, ann­ars hef ég alltaf haft mik­inn áhuga á hönn­un og að skapa eitt­hvað sjálf. All­ar flík­urn­ar eru gerðar frí­hend­is, sem þýðir að ég fer ekki eft­ir upp­skrift­um eða hermi eft­ir ein­hverju sem ég sé á net­inu eða ann­ars staðar. Það eina sem ég hef í raun­inni lært er grunn­ur­inn, þá hvernig saum ég vil gera og þá hef ég helst notað YouTu­be. Ég hef í raun­inni ekki þol­in­mæði til að fylgja upp­skrift­um og dá­ist af fólki sem get­ur það,“ seg­ir Alfa.

Þegar Alfa var í menntaskóla saumaði hún stundum á sig …
Þegar Alfa var í mennta­skóla saumaði hún stund­um á sig kjóla ef hún átti ekki fyr­ir ein­hverj­um flott­um kjól úti í búð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Út fyr­ir kass­ann

Alfa byrjaði með In­sta­gram-síðuna Al­fa's Things núna í apríl og hafa viðtök­urn­ar verið fram úr björt­ustu vænt­ing­um. Þar sel­ur hún peys­ur, tösk­ur, erm­ar, húf­ur, lambhús­hett­ur og fleira. „Ég hef fengið mikið hrós og selt meira en helm­ing­inn af því sem ég hef sett á síðuna sem er bara frá­bært,“ seg­ir Alfa. 

Hún seg­ist hafa verið mjög feim­in við að stofna In­sta­gram-síðu utan um handa­vinn­una sína en að það sé gott að fara út fyr­ir kass­ann. 

„En það hef­ur hjálpað mér gríðarlega mikið að hafa vin­konu mína Her­borgu Lúðvíks­dótt­ur með mér upp­bygg­ingu síðunn­ar. Hún tek­ur mynd­irn­ar ogstíliser­ar „out­fit“ fyr­ir mynda­tök­urn­ar og er minn helsti aðdá­andi í þessu skemmti­lega verk­efni. Ég var auðvitað mjög spennt fyr­ir þessu en líka hrædd þar sem mér finnst þetta gera mig ber­skjaldaða á ein­hvern hátt. Ég er ekki mikið fyr­ir það að monta mig eða vera í sviðsljós­inu svo þetta er mjög nýtt fyr­ir mér,“ seg­ir Alfa. 

Litir, garn og hönnun fara eftir því hvaða skapi Alfa …
Lit­ir, garn og hönn­un fara eft­ir því hvaða skapi Alfa er í hverju sinni. Eggert Jó­hann­es­son

Eng­in flík er eins

Til að byrja með fór Alfa að hanna á sig flík­ur af því hana langaði til að eiga föt sem eng­inn ann­ar átti. Hún ákvað svo að byrja að selja þær því hún hafði ekki til­efni til að klæðast þeim öll­um. „Flík­urn­ar mín­ar eru gerðar út frá því sem mér finnst vera flott,“ seg­ir Alfa. 

„Ef þú kaup­ir flík frá mér­get­urðu verið viss um að þú mæt­ir eng­um öðrum í eins flík. Ég reyni líka að nýta allt garn sem ég á ogþess vegna koma flík­ur inn á milli sem eru all­gjör­lega handa­hófs­kennd­ar í lit­um og áferð. Þess­ar flík­ur eru gerðar úr garni sem ég hef ekki klárað og bundið sam­an í hnyk­il, þegar hnyk­ill­inn er orðin ákveðið stór þá geri ég eitt­hvað úr hon­um. Ég reyni að ein­blína á að gera hverja flík vel og úr garni sem fer ekki illa með um­hverfið,“ seg­ir Alfa og bend­ir á að hún sé ekki fram­leiðslu­vél. 

Hún byrjaði aftur að hekla þegar hún sá tösku sem …
Hún byrjaði aft­ur að hekla þegar hún sá tösku sem hana langaði í. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hún styðst við „slow fashi­on“ hug­mynda­fræðina og fer ekki eft­ir tískutrend­um held­ur því sem henni finnst raun­hæft að nota og eiga í lang­an tíma. Svo kaup­ir hún reglu­lega garn í Rauða kross­in­um í stað þess að kaupa glæ­nýtt garn úti í búð. 

„Slow fashi­on“ hef­ur verið að ryðja sér til rúms á und­an­förn­um árum sem einskon­ar andsvar við hinni svo­kölluðu „fast fashi­on“ sem ein­kenn­ir stærstu tísku­vörumerki heims. Það á við fyr­ir­tæki sem fram­leiða gríðarlegt magn af föt­um og eru þau gjarn­an fram­leidd í fá­tæk­ari ríkj­um heims þar sem starfs­fólk fær lítið greitt fyr­ir vinnu sína.

Inn­blástur­inn sæk­ir hún hvaðan sem er úr um­hverfi sínu. Hún skoðar­In­sta­gram og þegar hún vel­ur liti, garn og hönn­un styðst hún við til­finn­ing­ar sín­ar. „Ef ég er í stuði fyr­ir liti verður flík­in lit­rík, þetta get­ur farið eft­ir árstíðum, gróðri, lands­lagi, fal­lega lituðu garni og mörgu öðru.“

Sumar peysurnar geta verið mjög litríkar.
Sum­ar peys­urn­ar geta verið mjög lit­rík­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Föt­in sem hún hann­ar mætti flokka sem „statement“ föt og þá dreg­ur hún all­an fókus af öðru sem þú ert í. 

„Ég sé fyr­ir mér að halda áfram að prjóna og hekla á meðan ég hef gam­an af þessu og vona að fólk haldi áfram að sýna áhuga. Mér finnst per­sónu­lega gam­an að ganga í flík­um sem eru ein­stak­ar og ekki fast fashi­on. Ég held að ég sé ekki ein um þetta og það virðist vera vit­unda­vakn­ing hjá ungu fólki að versla minna við stór­ar fata­keðjur sem hugsa ekki um um­hverfið eða gæði í því sem selt er. Ég skil samt sem áður vel að fólk geri það þar sem föt geta verið dýr og ég reyni því að vera eins sann­gjörn og ég get í verðlagn­ingu. Ég er ekki að þessu til að græða sem mest­an pen­ing held­ur aðeins því ég hef svo gam­an af þessu,“ seg­ir Alfa. 

Alfa hannar meðal annars veski.
Alfa hann­ar meðal ann­ars veski. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda