Er hægt að fara oft í augnlokaaðgerð?

Unsplash/Gary Meulemans

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu varðandi augnlokaaðgerðir og hvort það sé hægt að fara í slíkar aðgerðir oftar en einu sinni. 

Sæl Þórdís. 

Er hægt að fara aftur i augnlokaaðgerð? Ef svo hvað má liða lengi á milli?

Kveðja, 

HHB

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Oftast er hægt að fara oftar en einu sinni á ævinni í augnlokaaðgerð en það fer þó eftir augnumgerðinni. Aðallega hvað langt er á milli augabrúnar og augnloks, eins hve augasteinninn liggur langt inni í augntóttunni. Með aldrinum sígur augbrúnin og þá getur litið út fyrir að augnpokar hafi myndast aftur en í raun hefur augabrúnin færst neðar. 

Kær kveðja, 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda