„Konur vilja hafa brjóst og læri“

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. mbl.is/AFP

Tísku­hönnuður­inn Victoria Beckham vill meina að nú­tíma­kon­um finn­ist ekki jafn eft­ir­sókn­ar­vert og áður að vera mjög grann­ar. Beckham viður­kenndi að hafa öðlast nýja sýn á út­lit­stengda þætti á borð við holdafar eft­ir að hún fór að vinna meira utan Bret­lands, heima­lands síns.

„Kon­ur vilja hafa brjóst og læri,“ sagði fyrr­um kryddpí­an í sam­tali við banda­ríska tíma­ritið Grazia. „Það eru marg­ar kon­ur með lín­ur í Mía­mí og þær eiga ekki að vera neitt öðru­vísi,“ benti hún jafn­framt á. 

Beckham sagði það ein­kenni á gam­aldags hugs­un­ar­hætti að kepp­ast í sí­fellu við að ná af sér auka­kíló­um, þegar kon­ur eru heil­brigðar og líður vel í eig­in skinni. 

„Ég hef séð fullt af vel út­lít­andi kon­um með lín­ur ganga létt­klædd­ar meðfram strand­lengj­unni. Þær eru svo ör­ugg­ar með sig og lík­ama sinn. Mér finnst viðhorf þeirra og stíll virki­lega frels­andi,“ sagði Victoria Beckham sem hef­ur sjálf verið þekkt fyr­ir að vera afar grönn. Seg­ist hún nú reyna eft­ir fremsta megni að bera út boðskap­inn til dótt­ur sinn­ar, Harper, ell­efu ára. 

„Þetta snýst ekki um að vera í ákveðinni stærð. Þetta snýst um að þú vit­ir hver þú ert og get­ir verið ánægð með það,“ sagði hún og benti á að hún hefði sjálf þurft að finna jafn­vægið á milli ag­ans og þess að njóta lystisemda í mat. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda