Getur 68 ára gömul kona farið í hjáveituaðgerð?

Unsplash/National Cancer

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem er að íhuga hjá­v­eituaðgerð. 

Sæl.

Mynd­ir þú ráðleggja 68 ára gam­alli konu sem er 167 cm á hæð og 90 kg. að fara í hjá­v­eituaðgerð eða ann­ars kon­ar megr­un­araðgerð? Viðkom­andi er í nokkuð góðu formi, fer í rækt­ina þris­var í viku og geng­ur 4-8 km. á dag þess á milli.

Kv, 
ME.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

 

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una. 

Ég fram­kvæmi ekki hjá­v­eitu- eða aðrar megr­un­araðgerðir en fæ vissu­lega oft fólk til mín á stofu sem á eft­ir að létta sig fyr­ir aðgerðir (oft­ast brjóst eða svunt­ur). Það eru í gróf­um drátt­um þrjár aðferðir við að létta sig. Í fyrsta lagi að auka hreyf­ingu og breyta mataræði (fækka hita­ein­ing­um og borða holl­ari mat). Þetta þekkj­um við öll og er auðvitað það sem mælt er með þegar fólk er í yfirþyngd. Þinn þyngd­arstuðull er 32,3 kg/​m2 sem er lægra en ég tel að miðað sé við til þess að fram­kvæma hjá­v­eitu- eða megr­un­araðgerðir. 

Það sem hef­ur bæst við und­an­far­in ár, sem meðferð við yfirþyngd, eru lyf í sprautu­formi og gef­in annað hvort einu sinni í viku eða dag­lega. Þessi lyf eru syk­ur­sýk­is­lyf og líkja eft­ir nátt­úru­lega horm­ón­inu GLP-1 sem er losað úr þörm­um eft­ir máltíðir og hef­ur marg­vís­leg áhrif á stjórn­un glúkósa og mat­ar­lyst.  Þessi lyf eru eins og öll lyf, ekki án fylgi­kvilla en marg­ir hafa náð góðum ár­angri við þyngd­artap á þeim.

Ég mæli með því að þú pant­ir þér tíma hjá þínum heim­il­is­lækni og far­ir yfir það með hon­um hvort þessi lyf gætu komið til greina hjá þér. 

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda