Farðalaus ásýnd að hætti Ísaks

Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari býr í Lundúnum.
Ísak Freyr Helgason förðunarmeistari býr í Lundúnum.

Auðvelt get­ur verið að þekja and­litið farða og afmá öll um­merki mis­fellna en oft get­ur minna verið meira. Ísak Freyr Helga­son, einn far­sæl­asti förðun­ar­fræðing­ur lands­ins, er sann­ar­lega meist­ari í að jafna húðina og gera hana fal­legri ásýnd­um án þess að hún virki of förðuð. 

„Ég byrja yf­ir­leitt á því að nota raka­mik­il eða feit krem, til dæm­is nota ég mikið nýja EGF Power Cream frá Bi­oef­fect, Skin Food frá Weleda eða Rose Day Cream frá Dr. Hauschka.

Það er mik­il­vægt að fylla húðina raka og næra hana, nudda húðvör­urn­ar vel inn í hana og þá verður hún strax þrýstn­ari og áferðarfallegri,“ seg­ir Ísak, aðspurður hvernig best sé að byrja á því að skapa nátt­úru­lega förðun. Hann seg­ist frek­ar nota góð and­lit­skrem í stað farðagrunna þegar hann er að skapa nátt­úru­lega förðun, en þannig bland­ast farðinn húðinni bet­ur að hans sögn.

Skin Food frá Weleda er í uppáhaldi.
Skin Food frá Weleda er í upp­á­haldi.

Bland­ar sam­an vör­um fyr­ir full­komna áferð

Hann not­ar ekki hefðbund­inn farða held­ur bland­ar hann sam­an þrem­ur vör­um sem að hans mati skapa sér­lega nátt­úru­lega ásýnd. „Mér finnst alltaf gam­an að blanda sam­an vör­um og skapa þannig réttu áferðina sem ég leita að. Þessa dag­ana blanda ég sam­an einni pumpu af Skin Feels Good-farðanum frá Lancôme, tveim­ur drop­um af Bronz­ing Gel frá Sensai og dassi af fljót­andi ljóma frá Armani sem nefn­ist Fluid Sheer Glow En­hancer,“ út­skýr­ir Ísak en seg­ir um leið að sér finn­ist lit­ur­inn BG61 af Bronz­ing Gel frá Sensai virka best í þess­ari blöndu. „Þegar ég er bú­inn að bera þetta á húðina þá dýrka ég að spreyja Fix+ Magic Radi­ance frá MAC yfir allt and­litið en það er nær­andi and­lits­sprey sem er raka­gef­andi og inni­held­ur til dæm­is C-víta­mín og hý­al­úrón­sýru,“ seg­ir hann.

Not­ar allt sem er krem­kennt

Við þekkj­um flest þreytu­lega ásýnd augnsvæðis­ins og þann bláma sem kann að mynd­ast þar und­ir. Ísak seg­ist mikið nota Touche Éclat frá Yves Saint Laurent, hylj­ar­ann sem marg­ir þekkja ein­fald­lega sem gullpenn­ann, og bland­ar hon­um sam­an við fer­skju­litaðan kremaugnskugga frá Shiseido til að fríska upp á augnsvæðið og fela bauga. Spurður um bestu hylj­ar­ana fyr­ir þá sem eru ekki jafn ör­ugg­ir að blanda sam­an vör­um, þá svar­ar Ísak: „Ég elska hylj­ar­ana frá Clé de Peau, hef notað þá í mörg ár, en ég nota allt sem er krem­kennt. Allt sem heit­ir matt, þá hleyp ég burt.“

Kinna­lit­ur frek­ar en sólar­púður

Þegar Ísak er beðinn um að nefna sólar­púður, sem gott er að nota til að fá aukna hlýju í and­litið, þá kem­ur svarið á óvart: „Ég er mun meira fyr­ir kinna­liti held­ur en sólar­púður, líkt og venj­an er í Frakklandi. Það er mik­il­vægt að vera með smá lit í kinn­um og ég nota gjarn­an fer­skju­litaða kinna­liti,“ seg­ir hann en fer­skju­litaðir tón­ar veita and­lit­inu oft nátt­úru­legri hlýju frek­ar en sólar­púður. Í þau skipti sem Ísak not­ar sólar­púður seg­ist hann gjarn­an nota sólar­púðrið frá NARS.

Fer alltaf aft­ur í Armani-farðana

Ísak á far­sæl­an fer­il að baki en hann hef­ur verið bú­sett­ur í London frá ár­inu 2010. Hann hef­ur farðað fyr­ir tíma­rit á borð við Vogue og ELLE, farðað stór­stjörn­ur á borð við Katy Perry og Dua Lipa og farðað fyr­ir hinar ýmsu aug­lýs­inga­her­ferðir. Ávallt tekst Ísaki að fram­kvæma farðanir þar sem húðin er ein­stak­lega fal­leg. Blaðamaður var því for­vit­inn að vita að lok­um hvort það væru ákveðnar vör­ur eða vörumerki sem stæðu alltaf fyr­ir sínu? „Ég prófa mikið af vör­um í starfi mínu en ég fer alltaf aft­ur í Armani-farðana, það er eitt­hvað við áferðina,“ svar­ar Ísak en að auki nefn­ir hann Eig­ht Hour Cream frá El­iza­beth Arden: „Ég nota það gamla og góða krem til að fá auk­inn ljóma í húðina á til­tekn­um svæðum,“ nefn­ir hann að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda