Er nauðsynlegt að léttast fyrir svuntuaðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir, lýta­lækn­ir á Dea Medica, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort það sé nauðsyn­legt að létt­ast fyr­ir svuntuaðgerð. 

Sæl Þór­dís. 

Ef ég er ekki í kjörþyngd og vil fara í svuntuaðgerð, er nauðsyn­legt að létt­ast fyr­ir aðgerðina?

Kær kveðja, 

MN

Sæl MN. 

Ég mæli alltaf með að vera sem næst sinni kjörþyngd þegar fram­kvæmd er svuntuaðgerð. Ef ein­hver auka­kíló eru til staðar, þá skipt­ir máli hvar þessi kíló liggja! Ef um inn­an­fitu (inn­an við vöðvalög) er að ræða, þá verður stund­um ár­ang­ur­inn af svuntuaðgerð ekki góður. Þá get­ur „efri mag­inn“,  mag­inn ofan við nafl­ann, orðið fram­stæður. 

Kær kveðja, 

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda