8 skref að uppfærðri húðumhirðu

Unsplash/Morgan Alley

Það er ekki bara fata­skáp­ur­inn sem breyt­ist með hækk­andi hita­stigi, en þegar aukn­um tíma er varið und­ir geisl­um sól­ar er mik­il­vægt að upp­færa húðum­hirðuna.

1. Þægi­leg sól­ar­vörn á hverj­um degi

Þó þú ger­ir ekk­ert annað en að hefja notk­un á sól­ar­vörn dag­lega, þá ertu að gera húðinni mik­inn greiða. Sól­ar­geisl­arn­ir skaða húðina gíf­ur­lega, or­saka fram­komu ótíma­bærra öldrun­ar­merkja og geta stuðlað að húðkrabba­meini. Mik­il­vægt er að finna formúlu sem er þægi­leg á húðinni og býr að lág­marki yfir SPF 30. Í dag koma sól­ar­varn­ir í hinum ýmsu form­um svo ekki ætti að vera vanda­mál að finna þá formúlu sem þér finnst þægi­leg­ust – ekki gleyma að bera vörn­ina á þig reglu­lega yfir dag­inn.

2. Létt­ara krem

Þegar hita­stigið hækk­ar og rak­inn í and­rúm­loft­inu eykst, þá kjósa marg­ir að skipta yfir í létt­ari and­lit­skrem. Þó formúl­an sé létt­ari get­ur hún veitt gíf­ur­leg­an raka og þú finn­ur fyr­ir aukn­um þæg­ind­um í húðinni. Prófaðu Cl­in­ique Moist­ure Sur­ge-rakag­elið, en það inni­held­ur til dæm­is líf­gerjað aloe vera og hef­ur sef­andi áhrif á húðina. Að auki get­urðu geymt kremið í ís­skápn­um og borið það kalt á húðina sem rakamaska – frá­bær formúla eft­ir dag í sól­inni.

3. Hugaðu að augnsvæði og vör­um

Húðin í kring­um augu okk­ar og á vör­un­um er þynnri en á öðrum stöðum og því viðkvæm­ari fyr­ir sól­ar­geisl­um. Sömu­leiðis geta lang­ar sum­ar­næt­ur sést á augnsvæðinu morg­un­inn eft­ir og því óvit­laust að vera með öfl­uga formúlu sem hef­ur al­hliða húðbæt­andi áhrif, líkt og hið nýja Dou­ble Ser­um Eye frá Cl­ar­ins. Þetta krem­kennda gel ger­ir augnsvæðið slétt­ara, þétt­ara og bjart­ara ásýnd­um með 13 mis­mun­andi plöntu­kjörn­um. Til að verja var­irn­ar er auðvelt að verða sér úti um vara­sal­va með sól­ar­vörn, en til dæm­is fram­leiðir Vic­hy slíka vara­sal­va.

4. Létt­ur farði

Við vilj­um flest virka fersk og úti­tek­in á sumr­in, svo til­valið er að skipta yfir í létt­ari farða eða ein­fald­lega litaða sól­ar­vörn eða litað dag­krem í hlýrra veðurfari. Þannig færðu nátt­úru­legra út­lit þar sem húðin er betr­um­bætt en ekki hul­in. Prófaðu Fut­urist Hydra Rescue SPF 45 frá Estée Lau­der en þessi farði býr yfir öfl­ug­um húðbæt­andi inni­halds­efn­um, veit­ir húðinni fal­leg­an ljóma og þekj­an er miðlungs. Ef þú vilt minni þekju get­urðu ein­fald­lega blandað hon­um sam­an við rakakremið þitt og skapað þannig litað dag­krem eft­ir þínu höfði.

5. Bættu C-víta­míni í húðum­hirðuna

Andoxun­ar­efni á borð við C-víta­mín eru góð all­an árs­ins hring en sér­stak­lega á sumr­in, þar sem þau hlut­leysa sindurefni. Berðu C-víta­mínser­um á húðina á morgn­ana, á und­an sól­ar­vörn, en þannig veit­irðu húðinni enn meiri vörn. Prófaðu C-víta­mínserumið frá Pestle & Mort­ar, en það inni­held­ur þrjár gerðir af C-víta­míni auk nátt­úru­legra inni­halds­efna sem gera húðina sjá­an­lega þétt­ari og bjart­ari ásýnd­um.

6. Sól­kysst án skaða

Það er al­gjör óþarfi að eyðileggja heil­brigði húðar­inn­ar til að fá smá lit þegar frá­bær­ar sjálfs­brúnku­formúl­ur eru á markaðnum. Hyaluronic Self-Tan Spray frá Marc In­bane er til dæm­is sér­lega þægi­legt í notk­un, veit­ir sól­kysst út­lit og hægt er að spreyja því yfir farða ef þú vilt aðeins hressa upp á ásýnd­ina sam­stund­is. Luxe Tan Tonic Glow Drops frá St. Tropez er einnig mjög hent­ug formúla en þetta eru brúnku­drop­ar sem þú bland­ar út í rakakremið þitt eða ser­um. Að auki hef­ur formúl­an húðbæt­andi áhrif þar sem hún er rík af C- og E-víta­míni, hý­al­úrón­sýru og níasína­míði.

7. Skrúbbaðu lík­amann

Húðum­hirða snýst ekki ein­göngu um and­litið held­ur er sum­arið sann­ar­lega tím­inn til að hugsa um all­an lík­amann. Sama hversu miklu lík­ams­kremi þú nudd­ar á þig, þá þarftu að skrúbba dauðar húðfrum­ur af lík­am­an­um til að fá fal­legri húðáferð og auk­inn ljóma. Þurr­burst­un er góð eða þú get­ur notað klass­ísk­an lík­ams­skrúbb sem nær­ir húðina í leiðinni, einu sinni til tvisvar í viku. Núna fást skrúbb­arn­ir frá Frank Body loks­ins á Íslandi svo til­valið er að prófa þá, en hægt er að fá þá í út­gáf­um sem inni­halda ljóma og gera húðina sér­lega fal­lega.

8. End­ur­hugsaðu virk inni­halds­efni

Í dag nota marg­ir virk inni­halds­efni á borð við sýr­ur og retínól reglu­lega. Þessi efni gera húðina viðkvæm­ari fyr­ir sól­ar­geisl­um, svo bæði er gíf­ur­lega mik­il­vægt að nota sól­ar­vörn sam­hliða slíkri virkni og einnig er gott að nota þessi efni að kvöldi til eða sjaldn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda