Systurnar óþekkjanlegar

Gigi og Bella Hadid eru systur og vinsælar fyrirsætur.
Gigi og Bella Hadid eru systur og vinsælar fyrirsætur. Skjáskot/Youtube

Of­ur­fyr­ir­sæt­urn­ar og syst­urn­ar Gigi og Bella Hadid voru óþekkj­an­leg­ar þegar þær gengu um tískupall­ana fyr­ir tísk­uris­ann Marc Jac­obs á dög­un­um. 

Syst­urn­ar sýndu klæðnað úr haustlínu Marcs Jac­obs en svo virðist sem tísk­uris­inn hafi sótt inn­blást­ur í fram­andi jaðar­stefn­ur eins og pönk og rokk við hönn­un lín­unn­ar. Syst­urn­ar skörtuðu kol­svörtu hári, með rakað í hliðunum og þung­an en vel snyrt­an topp. Þá voru auga­brún­ir þeirra ekki hafðar í takt við hár­greiðsluna því þær voru aflitaðar og því nán­ast ósýni­leg­ar.

Báðar gáfu þær aðdá­end­um sín­um á In­sta­gram inn­sýn í það sem gerðist bakvið tjöld­in á tísku­sýn­ing­unni en út­lit þeirra féll ekki í kramið hjá öll­um.

„Ég elska þig en hvað er þetta?“ sagði einn aðdá­andi við mynda­færslu á in­sta­gram­reikn­ingi Bellu. 

„Það eina sem ég get sagt er hvert þó í hopp­andi?“ er haft eft­ir öðrum aðdá­anda sem tjáði sig við mynda­færsl­una hjá Gigi.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Bella 🦋 (@bella­hadid)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Gigi Hadid (@gigi­hadid)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda