Heitustu förðunartrendin í sumar

Jennifer Lopez er alltaf fallega förðuð.
Jennifer Lopez er alltaf fallega förðuð. AFP

Áður fyrr voru það tísku­hús­in sem leiddu förðun­ar­trend­in á hverju tíma­bili. Nú hafa sam­fé­lags­miðlar þó aukið vægi og stund­um óljóst hvort tísku­straum­arn­ir byrji á sýn­ingarpöll­un­um eða sam­fé­lags­miðlun­um. Eitt er þó víst, við erum kom­in aft­ur að alda­mót­un­um. 

1. Allt það besta frá alda­mót­un­um
Jenni­fer og Ben eru trú­lofuð, Brit­ney er frjáls og já, við erum kom­in aft­ur að alda­mót­un­um og þeim glæstu árum rétt fyr­ir þau og á eft­ir. Marg­ir fagna þeirri staðreynd að við séum far­in 20 ár aft­ur í tím­ann og hafa þegar dregið fram neta­boli og rifn­ar galla­bux­ur. Við drög­um þó lin­una við bláa sanseraða augnskugga og ofplokkaðar auga­brún­ir. Brúnu og nátt­úru­legu litatón­ar 10. ára­tug­ar­ins, í anda Cin­dy Craw­ford, eru alltaf fal­leg­ir og til­valið að til­einka sér þá þegar kem­ur að þessu trendi.
Ef þú vilt vera eins og Jennifer Lopez þá er …
Ef þú vilt vera eins og Jenni­fer Lopez þá er þessi litap­all­etta frá YSL mjög góð.

Pamelu Anderson tískan er mjög vinsæl um þessar mundir.
Pamelu And­er­son tísk­an er mjög vin­sæl um þess­ar mund­ir.

2. Djarf­ir lit­ir

Líkt og í fata­tísk­unni eru bjart­ir og djarf­ir lit­ir einnig áber­andi í förðun­ar­tísku sum­ars­ins. Lita­dýrðin nær til allra staða and­lits­ins, hvort sem um ræðir augu, var­ir eða kinn­ar. Slík­ir lit­ir lífga sann­ar­lega upp á and­litið og jafn­vel sál­ar­tetrið um leið.

Gwen Stefani með neonlitaðar neglur en slíkar neglur eru vinsælar …
Gwen Stef­ani með neon­litaðar negl­ur en slík­ar negl­ur eru vin­sæl­ar í sum­ar. AFP

3. Vara­ol­í­ur

Það er fátt kynþokka­fyllra en gljá­mikl­ar og olíu­born­ar var­ir en eitt það vin­sæl­asta í dag eru vara­ol­í­ur. Á sam­fé­lags­miðlum hafa vara­ol­í­ur Cl­ar­ins og Dior verið þær eft­ir­sótt­ustu til að hafa í snyrti­vesk­inu en ný­verið upp­færði Cl­ar­ins vara­ol­í­ur sín­ar og hafa þær sjald­an verið girni­legri.

4. Til­finn­inga­rík­ur augn­línufarði

Sama hvernig þér líður, þá get­urðu ef­laust tjáð það með ein­hvers­kon­ar formi af augn­línufarða. Það er allt leyfi­legt; öll form og all­ir lit­ir. Fyr­ir þau ykk­ar sem vilja fara eft­ir bein­um lín­um í líf­inu, þá er til dæm­is hægt að halda í klass­íska lög­un en nota litaðan augn­línufarða eða setja augnskugga í skemmti­leg­um lit yfir svart­an augn­línufarða.

Doja Cat er með ákaflega fallega augförðun sem er mjög …
Doja Cat er með ákaf­lega fal­lega aug­förðun sem er mjög móðins núna. AFP

5. Glit­ur og glimmer

Glit­ur og glimmer verður áber­andi í sum­ar, en bæði er það vin­sælt á augn­lok og sömu­leiðis sem skraut í hárið eða á aðra staði and­lits­ins og lík­am­ans. Snyrti­vörumerki á borð við MAC, NYX og Shiseido eru með skemmti­legt úr­val af slík­um snyrti­vör­um, fyr­ir ykk­ur sem ætlið að taka sum­arið með trompi.

Cara Delevingne skar sig úr á Met Gala á dögunum.
Cara Deleving­ne skar sig úr á Met Gala á dög­un­um. AFP
Shiseido Aura Dew (01 Lunar) er sérlega eigulegur.
Shiseido Aura Dew (01 Lun­ar) er sér­lega eigu­leg­ur.

6. Kinna­lit­ur

Ólíkt ár­un­um hér áður fyrr, þá er minna um sólar­púður þetta sum­arið og auk­in áhersla á kinna­lit. Bæði eru nátt­úru­leg­ir kinna­lit­ir og fer­skju­litaðir kinna­lit­ir að koma sterk­ir inn, til að fá aukna hlýju and­litið, en einnig má sjá bjarta og skær­bleika kinna­liti í tals­verðri notk­un um þess­ar mund­ir. Fersk­leik­inn er alls­ráðandi.

Shiseido Minimalist Whipped Powder Blush.
Shiseido Mini­mal­ist Whipp­ed Powder Blush.
MAC Mineralize Blush (Like me, Love me) nýtur mikilla vinsælda. …
MAC Miner­alize Blush (Like me, Love me) nýt­ur mik­illa vin­sælda. Fólk sem elsk­ar kinna­lit dýrk­ar þenn­an.

7. „Grunge“

Fyr­ir ykk­ur sem ekki voruð á hressa vagn­in­um um alda­mót­in, þá er „grunge“-fíl­ing­ur­inn kom­inn aft­ur líka. Augn­línufarði, dökk­ar var­ir og dökk­ur klæðnaður hef­ur verið áber­andi und­an­farið og verður lík­leg­ast áfram fram í næsta vet­ur. Til­valið er að setja Nir­v­ana aft­ur á fón­inn og finna hvernig tón­list­in leiðir þig áfram.

MAC Pro Longwear Paint Pot (Black Mirror).
MAC Pro Longwe­ar Paint Pot (Black Mirr­or).

8. Áber­andi var­ir

Eft­ir að hafa falið var­irn­ar í tvö ár er stund­in loks­ins runn­in upp, þar sem þær fá að njóta sín á ný. Hvort sem þú vilt dökkrauðar var­ir, bjart­ar var­ir eða bleik­ar var­ir, þá skaltu njóta þess að baða var­irn­ar í varalit og aldrei taka hon­um sem sjálf­sögðum hlut aft­ur. Bjart­ur varalit­ur er einnig eitt besta vopnið í snyrti­vesk­inu til að hressa upp á and­litið á auga­bragði.

MAC Love Me Lipstick kemur í æðislegum litum eins og …
MAC Love Me Lip­stick kem­ur í æðis­leg­um lit­um eins og þess­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda