Móðgaði móður sína þegar hún mætti í jakkalufsu

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mætti í þjóðbúningi sem móðir hennar …
Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mætti í þjóðbúningi sem móðir hennar saumaði á hana þegar hún var 18 ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Haf­steins­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins mætti í þjóðbún­ingi á þing­setn­ingu Alþing­is í gær. Móðir henn­ar saumaði bún­ing­inn en gullið fékk hún í ferm­ing­ar­gjöf. Hún seg­ist hafa móðgað móður sína stór­lega í fyrra þegar hún notaði þjóðbún­ing­inn ekki á sinni fyrstu þing­setn­ingu. 

„For­eldr­ar mín­ir settu sér þá reglu að gefa dætr­um sín­um þjóðbún­ing í ferm­ing­ar­gjöf. Það er að segja allt gullið. Þetta er nátt­úru­lega óhemju veg­leg gjöf en ég kunni nú lítið að meta það þegar ég var 14 ára og get í hrein­skilni sagt að þegar ég mætti í skól­ann eft­ir ferm­ing­una og krakk­arn­ir vildu vita hvað ég hefði fengið í ferm­ing­ar­gjöf hálf­skammaðist ég mín að nefna upp­hlut­inn enda vissu ekki all­ir hvað það var,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við Smart­land.

„Mamma ákvað síðan að sauma bún­ing­inn þegar ég var 18 ára og klædd­ist ég hon­um í fyrsta sinn á peysu­fata­degi í Verzló. Ég notaði hann nú ekki oft og mig grun­ar að mamma hafi saknað þess að sjá okk­ur syst­ur ekki oft­ar í þjóðbún­ing­un­um okk­ar þannig að hún fór að hvetja okk­ur til að nota bún­ing­inn á 17. júní. Og í mörg ár pass­ar mamma upp á það að minna okk­ur á bún­ing­inn fyr­ir þjóðhátíðardag­inn. Ég þarf nú alltaf lengri og lengri aðlög­un­ar­tíma enda ekki al­veg sjálf­gefið að passa í eitt­hvað sem saumað var á mann þegar maður var 18 ára. Þannig þetta verður alltaf meiri og meiri bar­átta við þyngd­ar­lög­málið,“ seg­ir Guðrún og ját­ar að Ítalíu­ferð þar sem pasta-og pítsu­át hafi verið í há­marki hafi ekki hjálpað henni sér­stak­lega. 

„Ég er ný­kom­in heim frá Ítal­íu þar sem pasta og pítsu­fæði er ekki und­ir­bún­ing­ur fyr­ir þenn­an klæðnað,“ seg­ir hún og hlær. 

Gullið á búninginn kemur úr ólíkum áttum.
Gullið á bún­ing­inn kem­ur úr ólík­um átt­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Guðrún seg­ist hafa valdið móður sinni mikl­um von­brigðum á sama tíma í fyrra þegar hún mætti í jakka­lufsu. 

„Ég móðgaði móður mína sár­lega í fyrra við mína fyrstu þing­setn­ingu. Mamma sat spennt fyr­ir fram­an sjón­varpið að fylgj­ast með dótt­ur sinni setj­ast í fyrsta sinn á hið háa Alþingi, þá birt­ist henni á skján­um Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir glæsi­leg í þjóðbún­ing en henn­ar eig­in dótt­ir í ein­hverri jakka­lufsu. Hún var ekki ánægð með mig þann dag­inn hún mamma og því varð ég að bæta henni þetta upp núna enda er bún­ing­ur henn­ar hand­verk.“

Guðrún seg­ir að gullið á bún­ingn­um sé héðan og þaðan og bæði gam­alt og nýtt. 

„Skúf­hólk­ur­inn er frá móðurömmu minni og nöfnu, myll­urn­ar voru keypt­ar nýj­ar sem og borðap­arið. Stokka­beltið sem ég bar er ein­stakt skart og er yfir hundrað ára gam­alt og hef­ur gengið í milli kvenna í ætt­inni. Arm­bandið er gam­alt frá afa­syst­ur minni. Virðing mín og vænt­umþykja fyr­ir bún­ingn­um mín­um hef­ur auk­ist mikið í ár­anna rás og mér þykir af­skap­lega gam­an að skarta bún­ingn­um við góð tæki­færi. Mér þótti einnig ein­stakt fyr­ir nokkr­um árum er ég fór á Ólavsvöku í Fær­eyj­um að þá voru bók­stak­lega all­ir kon­ur, menn og börn í þjóðbún­ing­um. Það var virki­lega skemmti­legt,“ seg­ir Guðrún. 

Hér er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í þjóðbúningi sínum.
Hér er Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir í þjóðbún­ingi sín­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda