Hvað kostar að fara í augnlokaaðgerð?

Ljósmynd/Colourbox

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu varðandi augn­lokaaðgerð. 

„Hæ Þór­dís.

Mig lang­ar svo að láta laga augn­lok­in. Ég er 70 ára og hef verið ósátt við þetta í lang­an tíma. Hvað verð ég lengi frá vinnu? Þarf ég að fara í svæf­ingu? Hvað kost­ar að láta laga augn­lok­in?

Kveðja,

ÁF“

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Góðan dag ÁF og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Augn­lokaaðgerðir eru yf­ir­leitt fram­kvæmd­ar í staðdeyf­ingu ásamt slæv­ingu (verkja- og slævandi lyf gef­in í æð) hvort sem um er að ræða aðgerð á efri og neðri sam­tím­is eða ekki. Ef um ein­ung­is efri augn­lok er að ræða tek­ur 7-10 daga að jafna sig þannig að þú get­ur falið um­merki eft­ir aðgerðina fyr­ir fólk­inu í kring­um þig. Það tek­ur yf­ir­leitt aðeins lengri tíma að jafna sig á neðri augn­lokaaðgerð. Aðgerðin kost­ar frá rúm­lega 200 þúsund krón­um. Ef þú ert ósátt/​ur við augn­lok­in þá er um að gera að panta sér tíma hjá lýta­lækni og skoða hvað kem­ur til greina hjá þér.  

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda