Sextug í nýju sambandi og langar í brjóstalyftingu

Kona sem er komin yfir sextugt spyr um brjóstalyftingu.
Kona sem er komin yfir sextugt spyr um brjóstalyftingu. Jan Kopriva/Unsplash

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem myndi vilja lyfta brjóst­un­um. 

Sæl Þór­dís. 

Mig lang­ar að fræðast um brjósta­lyft­ingu. Ég er rúm­lega sex­tug og að hefja nýtt sam­band og myndi vilja láta lyfta brjóst­un­um upp. Er það mik­il aðgerð og kostnaðar­söm.

Kveðja,

KK

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sæl KK og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Til ham­ingju með nýja sam­bandið. Í fyrsta lagi verð ég taka fram að eng­in aðgerð er áhættu­laus. Hægt að fá blæðingu og sýk­ingu við hvaða aðgerð sem er. Lyft­ingu á brjóst­um er hægt að fram­kvæma á mis­mun­andi vegu. Ein­fald­ast er að setja púða í brjóst­in sem lyft­ir þeim að ein­hverju leyti. Ef það er gert kem­ur um það bil 4 cm ör und­ir brjóst­in. 

Ef brjóst­in eru mikið sig­in og það þarf að færa vörtu­baug og geir­vörtu ofar á brjóst­kass­ann þá er aðgerðin lengri. Það tek­ur um tvær til þrjár klukku­stund­ir og örin um­hverf­is vörtu­baug, niður þaðan og und­ir brjóst­um geta verið mislöng. Síðan þarf oft að minnka kirt­il­vef­inn nú eða setja púða með (ef kirt­il­vef vant­ar). Verðið fer auðvitað allt eft­ir um­fangi aðgerðar. 

Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lýta­lækni og skoða þína mögu­leika.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda