Dularfullur vökvi stal senunni í París

Stórmerkilegur atburður átti sér stað á tískupalli Coperni á tískuvikunni …
Stórmerkilegur atburður átti sér stað á tískupalli Coperni á tískuvikunni í París. AFP

Hin ár­lega tísku­vika stend­ur nú yfir í Par­ís þar sem stærstu hönnuðir heims sýna nýj­ustu tísk­una fyr­ir vor og sum­ar 2023.

Þó áhorf­end­ur búi sig und­ir und­ur og stór­merki á tískupöll­un­um ár hvert hefði eng­inn geta ým­indað sér þann stór­merki­lega at­b­urð sem átti sér stað á Coperni SS23 sýn­ing­unni þar sem hóp­ur vís­inda­manna spreyjuðu hvít­an kjól utan á fyr­ir­sæt­una Bellu Hadid. 

Hvít­um vökva úðað á fyr­ir­sæt­una

Hadid gekk út á tískupall­inn í engu nema agn­arsmá­um nær­bux­um. Því næst kom hóp­ur vís­inda­manna á sviðið og byrjaði að úða hvít­um vökva á lík­ama fyr­ir­sæt­unn­ar. Efnið var þróað af fyr­ir­tæki í Lund­ún­um sem heit­ir Fabrican, en í fyrstu minnti það helst á köngu­ló­ar­vef. Þegar leið á virt­ust trefja­lög­in þykkna og þorna, og fyrr en var­ir hafði vökvinn breyst í hvít­an kjól. 

Að úðun lok­inni gekk Char­lotte Raymond, yf­ir­hönnuður hjá Coperni á sviðið og notaði hend­urn­ar til að móta háls­mál og erm­ar kjóls­ins áður en hann þornaði al­veg. Svo skar hún í fald­inn.

Áhuga­verð áferð

Sam­kvæmt vef New York Times leit kjóll­inn út fyr­ir að vera úr eins kon­ar silki eða bóm­ullar­efni, en við viðkomu var hann mjúk­ur, teygj­an­leg­ur og ójafn eins og svamp­ur. Coperni var stofnað árið 2013 og hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir að blanda sam­an vís­ind­um, hand­verki og tísku.

Vísindamenn spreyjuðu hvítu efni á nakinn líkama Hadid.
Vís­inda­menn spreyjuðu hvítu efni á nak­inn lík­ama Hadid. AFP
Útkoman er glæsilegur hvítur kjóll.
Útkom­an er glæsi­leg­ur hvít­ur kjóll. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda