Höfðu ekki hjarta í dýraprófanir

Dinna Kafton, vöruþróunarstjóri GOSH Copenhagen.
Dinna Kafton, vöruþróunarstjóri GOSH Copenhagen.

„Við reyn­um ávallt að hugsa um hag viðskipta­vina okk­ar og nátt­úr­una á sama tíma,“ seg­ir Dinna Kaft­on, vöruþró­un­ar­stjóri GOSH Copen­hagen, um hvernig danska snyrti­vörumerk­inu hef­ur tek­ist að vera á meðal fremstu merkja á markaðnum þegar kem­ur að of­næm­is­vottuðum snyrti­vör­um í um­hverf­i­s­væn­um umbúðum. „Of­næm­is­próf­un­in er fram­kvæmd af alþjóðleg­um sam­tök­um sem skoða vör­una, inni­halds­efn­in og fram­leiðsluna. Það er mikið ör­yggi fólgið í því fyr­ir neyt­end­ur að kaupa of­næm­is­vottaða snyrti­vöru og það skipt­ir okk­ur miklu máli að fram­leiða vör­ur án óæski­legra aukefna,“ út­skýr­ir Dinna en nú eru 95% vöru­úr­vals GOSH Copen­hagen of­næm­is­vottuð. Þar á meðal er hinn nýi Matte-eyel­iner en sjald­gæft er að augn­blý­ant­ar í fjöl­breytt­um litatón­um séu all­ir of­næm­is­vottaðir.

Starfa með sjálf­boðaliðum sem hjálpa nátt­úr­unni

GOSH Copen­hagen hug­ar að ýmsu fyr­ir vöruþróun og gott dæmi um það er Woo­dy Eye Liner. „Ef þú ætl­ar að fram­leiða eitt­hvað úr viði ertu að taka frá nátt­úr­unni. Þegar hug­mynd­in að Woo­dy Eye Liner kom til þá fund­um við áströlsk sjálf­boðaliðasam­tök sem end­ur­byggja græn svæði sem hafa orðið skógar­eld­um að bráð eða gengið hef­ur verið of nærri trján­um. Við gerðum því sam­komu­lag við sam­tök­in um að í hvert skipti sem við tök­um tré úr nátt­úr­unni þá eru tvö tré gróðusett í staðinn,“ seg­ir Dinna en GOSH Copen­hagen hef­ur að auki verið fremst á meðal jafn­ingja að nota end­ur­nýtt sjáv­ar­plast (e. Oce­an Waste Plastic), sem hreinsað hef­ur verið úr haf­inu, í umbúðir sín­ar. Til að styðja enn frek­ar við líf­ver­ur sjáv­ar ætt­leiddi fyr­ir­tækið skjald­bök­ur í gegn­um World Wild­li­fe Fund (WWF) en skjald­bök­ur eru í mik­illi hættu á að fest­ast í fljót­andi plasti sem því miður má finna í aukn­um mæli í höf­um jarðar.

GOSH Copen­hagen hjálp­ar ekki ein­ung­is skjald­bök­um held­ur er merkið með öll dýr í huga. „Við erum alltaf að auka hlut­fall veg­an-vara hjá okk­ur og nú er tæp­lega 80% af vöru­úr­vali okk­ar orðið veg­an,“ seg­ir Dinna en all­ar vör­urn­ar eru fram­leidd­ar í Evr­ópu og ekki prófaðar á dýr­um. „Okk­ur bauðst að hefja sölu á vör­um okk­ar í Kína, sem er auðvitað risa­stór markaður, en það þýddi einnig að við hefðum þurft að hefja próf­an­ir á dýr­um því það er krafa frá stjórn­völd­um þar í landi. Við neituðum því að sjálf­sögðu, við höf­um ekki hjarta í dýra­próf­an­ir og mun­um aldrei fram­kvæma slíkan­ir próf­an­ir á vör­um okk­ar,“ staðfest­ir Dinna.

Með alla í huga við þró­un­ina

Dinna seg­ist hafa alla í huga þegar hug­mynda­vinna og þróun á nýj­um vör­um á sér stað. All­ir ald­urs­hóp­ar, húðgerðir og kyn geta fundið vör­ur við sitt hæfi hjá GOSH Copen­hagen en óhætt er að segja að vör­urn­ar séu í miklu upp­á­haldi hjá þeim sem eru með viðkvæma húðgerð. „Við vor­um ein­mitt að setja á markað nýja vöru sem nefn­ist Pri­mer+ Anti-Red­ness en formúl­an sam­ein­ar græn­an litar­tón, sem hlut­leys­ir roða í húðinni, og litaragn­ir sem aðlag­ast húðtóni þínum. Þannig færðu jafna og heil­brigða ásýnd á ör­skots­stundu,“ út­skýr­ir Dinna og held­ur áfram: „Einnig vor­um við að koma með á markað nýj­an farða sem nefn­ist Hydramatt Foundati­on en hann er full­kom­inn fyr­ir venju­leg­ar og blandaðar húðgerðir. Þetta er létt­ur farði sem inni­held­ur efni bæði til að veita húðinni raka og draga úr ásýnd svita­hola og kem­ur í 24 litatón­um.“

Um­talaðasta var­an hingað til

Brow Lift frá GOSH Copen­hagen fór á ljós­hraða um sam­fé­lags­miðla og er ein um­talaðasta vara sem GOSH Copen­hagen hef­ur sett á markað en ann­ar hver Íslend­ing­ur virt­ist vera með vör­una í tösku sinni. „Það er gíf­ur­lega vin­sælt að fara á snyrti­stofu í auga­brúna­lyft­ingu en það er bæði dýrt, end­ist ekki lengi og í Covid-far­aldr­in­um voru snyrti­stof­ur lokaðar. Okk­ur datt því í hug að þróa og fram­leiða vöru sem auðveldaði kon­um að fram­kalla heima fyr­ir það sem þær voru van­ar að fá á snyrti­stofu,“ út­skýr­ir Dinna. Vin­sæld­ir vör­unn­ar ætla eng­an enda að taka og kölluðu viðskipta­vin­ir eft­ir formúl­unni í lit. GOSH Copen­hagen hef­ur því nú sett Brow Lift á markað í tveim­ur mis­mun­andi lit­um og hannað vör­una þannig að hún liti ein­göngu hár­in en ekki húðina. GOSH Copen­hagen er sann­ar­lega merki til að fylgj­ast með og eru fleiri spenn­andi nýj­ung­ar vænt­an­leg­ar á markað á næsta ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda