Bótox er ein vinsælasta meðferðin

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Ljósmynd/Aðsend

Lára G. Sig­urðardótt­ir lækn­ir og eig­andi Húðar­inn­ar er nýj­asti gest­ur­inn í hlaðvarpsþætti Ásdís­ar Rán­ar Gunn­ars­dótt­ur, Krass­andi kon­ur. Lára gaf út hnausþykka bók á dög­un­um, Húðbók­ina, ásamt Sól­veigu Ei­ríks­dótt­ur. Ásdís Rán ræðir við hana um fegr­un­araðgerðir og hvernig er best að hugsa um húðina. 

„Þær meðferðir sem mér lík­ar best við eru laser­inn. Hann er svaka­lega góður, ef þú ferð í góðan laser þá get­ur það snúið við öldrun húðar­inn­ar og tekið nokk­ur ár af ef við erum að leita eft­ir því, og ávaxta­sýr­ur finnst mér al­veg frá­bær­ar líka,“ seg­ir Lára og bæt­ir því við að gen spili auðvitað stórt hlut­verk líka. 

„Að sjálf­sögðu er þetta að hluta til gene­tískt eða erfðatengt hvernig húðin eld­ist. En það er búið að sýna fram á að 80% af öldrun húðar­inn­ar er eitt­hvað sem við get­um haft áhrif á með rétt­um meðferðum. Stærsti áhrifa­vald­ur­inn þar er sól­in. Þú þarft í raun­inni ekki marg­ar mín­út­ur þangað til hún er byrjuð að brjóta niður nauðsyn­leg efni í húðinni sem halda henni heil­brigðri þannig að núm­er 1, 2 og 3 að vernda húðina gegn sól­inni með góðri vörn,“ seg­ir Lára. 

„Ég er nú mik­ill sól­ar­dýrk­andi og hef búið er­lend­is í sól lengi án þess að vera að passa mig of mikið. Þó ég noti yf­ir­leitt 30-50% vörn en það hef­ur virkað fyr­ir mig að fara í einn tíma í laser á vet­urna og þá hef ég losnað strax við sól­ar­skemmd­ir eða bletti ef það er eitt­hvað sjá­an­legt eft­ir sum­arið,“ seg­ir Ásdís Rán. 

„Vissu­lega er hægt að að ráða við þetta ef þú ferð reglu­lega eins og þú ger­ir en ert ekki að safna sól­ar­skemmd­um í lang­an tíma eða ára­tugi þá eru til ýms­ar meðferðir sem geta lagað og örvað end­ur­nýj­un húðar­inn­ar,“ seg­ir Lára. 

Þegar Lára er spurð að því hvort hún sé með eða á móti bótoxi seg­ist hún ekki vera á móti neinu. 

„Ég er nú yf­ir­leitt ekki á móti neinu. Bótox er ein vin­sæl­asta meðferðin og get­ur verið fyr­ir­byggj­andi fyr­ir hrukk­ur og er oft gott til að venja fólk af því að gretta sig sem get­ur búið til „x-hrukk­ur“ með tím­an­um,“ seg­ir Lára.  

„Ég sé að þú ert ekki með bótox, ekki ég held­ur en ég fæ mér ein­mitt án efa alltaf fyr­ir sum­arið þegar ég byrja að gretta mig út af sól­inni. Það eiga til að fest­ast bros­hrukk­ur eft­ir sól­ina þannig ég læt þá setja vel af bótoxi þannig ég nái ekki að píra aug­un á móti sól,“ seg­ir Ásdís. 

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér fyr­ir neðan: 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda